Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kallað eftir upplýsingum frá þeim sem hafa ekki skilað CFC-skýrslum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur vik­ið sér und­an spurn­ing­um um hvort CFC-eyðu­blöð­um hafi ver­ið skil­að vegna af­l­ands­fé­lags­ins Wintris og full­yrt rang­lega að CFC-lög­gjöf­in gildi ein­ung­is um rekstr­ar­fé­lög.

Kallað eftir upplýsingum frá þeim sem hafa ekki skilað CFC-skýrslum

Þeir skattborgarar sem komið hefur í ljós að eiga aflandsfélög en hafa ekki skilað upplýsingum til skattayfirvalda í samræmi við CFC-löggjöfina um skattskil og upplýsingagjöf félaga á lágskattasvæðum, verða að jafnaði krafðir um þau gögn sem ber að skila lögum samkvæmt.

Þetta kom fram á opnum fundi um Panama-skjölin, skattahagræði og skattsvik sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri og Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor héldu erindi og tóku þátt í pallborðsumræðum.

Indriði H. Þorláksson
Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, tók til máls og spurði Bryndísi hvort til greina kæmi að skattayfirvöld krefðu þá aðila sem komið hefur í ljós að eiga aflandsfélög en hafa ekki skilað inn tilskyldum gögnum, um þær upplýsingar sem ber að gefa upp lögum samkvæmt.

Upplýsingar framsendar ríkisskattstjóra

Bryndís benti á að við rannsókn gagnanna um aflandsfélög Íslendinga sem keypt voru í fyrra hefði í mörgum tilvikum ekki verið mögulegt, án frekari upplýsinga frá gjaldendum, að meta hvort aðilar hefðu staðið skil á sköttum. Því hefði ríkisskattstjóri fengið meginþorra upplýsinganna í hendur og sent eigendum aflandsfélaga bréf þar sem óskað er frekari upplýsinga.

Bryndís Kristjánsdóttir
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri

„Ég ætla það að í langflestum eða öllum þessum málum verði viðkomandi sent bréf frá ríkisskattstjóra þar sem viðkomandi er krafinn um þessi gögn,“ sagði Bryndís og vísaði sérstaklega til CFC-löggjafarinnar og þeirra skilyrða sem hún setur eigendum félaga á lágskattasvæðum. Tók hún sérstaklega fram að hún væri einungis að tala á almennum nótum en ekki um einstök mál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár