Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kallað eftir upplýsingum frá þeim sem hafa ekki skilað CFC-skýrslum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur vik­ið sér und­an spurn­ing­um um hvort CFC-eyðu­blöð­um hafi ver­ið skil­að vegna af­l­ands­fé­lags­ins Wintris og full­yrt rang­lega að CFC-lög­gjöf­in gildi ein­ung­is um rekstr­ar­fé­lög.

Kallað eftir upplýsingum frá þeim sem hafa ekki skilað CFC-skýrslum

Þeir skattborgarar sem komið hefur í ljós að eiga aflandsfélög en hafa ekki skilað upplýsingum til skattayfirvalda í samræmi við CFC-löggjöfina um skattskil og upplýsingagjöf félaga á lágskattasvæðum, verða að jafnaði krafðir um þau gögn sem ber að skila lögum samkvæmt.

Þetta kom fram á opnum fundi um Panama-skjölin, skattahagræði og skattsvik sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri og Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor héldu erindi og tóku þátt í pallborðsumræðum.

Indriði H. Þorláksson
Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, tók til máls og spurði Bryndísi hvort til greina kæmi að skattayfirvöld krefðu þá aðila sem komið hefur í ljós að eiga aflandsfélög en hafa ekki skilað inn tilskyldum gögnum, um þær upplýsingar sem ber að gefa upp lögum samkvæmt.

Upplýsingar framsendar ríkisskattstjóra

Bryndís benti á að við rannsókn gagnanna um aflandsfélög Íslendinga sem keypt voru í fyrra hefði í mörgum tilvikum ekki verið mögulegt, án frekari upplýsinga frá gjaldendum, að meta hvort aðilar hefðu staðið skil á sköttum. Því hefði ríkisskattstjóri fengið meginþorra upplýsinganna í hendur og sent eigendum aflandsfélaga bréf þar sem óskað er frekari upplýsinga.

Bryndís Kristjánsdóttir
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri

„Ég ætla það að í langflestum eða öllum þessum málum verði viðkomandi sent bréf frá ríkisskattstjóra þar sem viðkomandi er krafinn um þessi gögn,“ sagði Bryndís og vísaði sérstaklega til CFC-löggjafarinnar og þeirra skilyrða sem hún setur eigendum félaga á lágskattasvæðum. Tók hún sérstaklega fram að hún væri einungis að tala á almennum nótum en ekki um einstök mál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár