Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Kallað eftir upplýsingum frá þeim sem hafa ekki skilað CFC-skýrslum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur vik­ið sér und­an spurn­ing­um um hvort CFC-eyðu­blöð­um hafi ver­ið skil­að vegna af­l­ands­fé­lags­ins Wintris og full­yrt rang­lega að CFC-lög­gjöf­in gildi ein­ung­is um rekstr­ar­fé­lög.

Kallað eftir upplýsingum frá þeim sem hafa ekki skilað CFC-skýrslum

Þeir skattborgarar sem komið hefur í ljós að eiga aflandsfélög en hafa ekki skilað upplýsingum til skattayfirvalda í samræmi við CFC-löggjöfina um skattskil og upplýsingagjöf félaga á lágskattasvæðum, verða að jafnaði krafðir um þau gögn sem ber að skila lögum samkvæmt.

Þetta kom fram á opnum fundi um Panama-skjölin, skattahagræði og skattsvik sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri og Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor héldu erindi og tóku þátt í pallborðsumræðum.

Indriði H. Þorláksson
Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, tók til máls og spurði Bryndísi hvort til greina kæmi að skattayfirvöld krefðu þá aðila sem komið hefur í ljós að eiga aflandsfélög en hafa ekki skilað inn tilskyldum gögnum, um þær upplýsingar sem ber að gefa upp lögum samkvæmt.

Upplýsingar framsendar ríkisskattstjóra

Bryndís benti á að við rannsókn gagnanna um aflandsfélög Íslendinga sem keypt voru í fyrra hefði í mörgum tilvikum ekki verið mögulegt, án frekari upplýsinga frá gjaldendum, að meta hvort aðilar hefðu staðið skil á sköttum. Því hefði ríkisskattstjóri fengið meginþorra upplýsinganna í hendur og sent eigendum aflandsfélaga bréf þar sem óskað er frekari upplýsinga.

Bryndís Kristjánsdóttir
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri

„Ég ætla það að í langflestum eða öllum þessum málum verði viðkomandi sent bréf frá ríkisskattstjóra þar sem viðkomandi er krafinn um þessi gögn,“ sagði Bryndís og vísaði sérstaklega til CFC-löggjafarinnar og þeirra skilyrða sem hún setur eigendum félaga á lágskattasvæðum. Tók hún sérstaklega fram að hún væri einungis að tala á almennum nótum en ekki um einstök mál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár