Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leynd yfir samskiptunum við skattrannsóknarstjóra

Um­mæli Bjarna Bene­dikts­son­ar um að ráðu­neyt­ið hafi „aldrei gert ágrein­ing um verð­ið“ á skatta­skjóls­gögn­um eru ekki í sam­ræmi við frá­sögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra af skil­yrð­um sem sett voru embætt­inu. Fjár­mála­ráðu­neyt­ið hef­ur hvorki svar­að upp­lýs­inga­beiðni Stund­ar­inn­ar um skrif­leg sam­skipti við skatt­rann­sókn­ar­stjóra né fyr­ir­spurn frá Al­þingi um að­komu Bjarna.

Leynd yfir samskiptunum við skattrannsóknarstjóra
Átti aðkomu að málinu Bjarni Benediktsson fundaði með skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum sem snertu hann sjálfan. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Leynd hvílir yfir skriflegum samskiptum sem fjármálaráðuneytið átti við embætti skattrannsóknarstjóra á árunum 2014 og 2015 eftir að embættinu bauðst að kaupa gögn um aflandsfélög Íslendinga. Gögnin höfðu að geyma upplýsingar um félagið Falson & Co, sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, átti sjálfur hlut í. Auk þess liggur fyrir að Benedikt Sveinsson, faðir ráðherrans, átti félag á Tortólu og notfærði sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca. Þrátt fyrir þetta fundaði ráðherrann með skattrannsóknarstjóra um gögnin og setti kaupum á þeim skilyrði sem reyndist erfitt að uppfylla. Fyrir vikið leið meira en ár þar til gögnin um aflandsfélög Íslendinga voru keypt.

Bryndís Kristjánsdóttir
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.

Í munnlegri skýrslu sem Bjarni flutti um málefni aflandsfélaga á Alþingi þann 4. maí síðastliðinn fullyrti hann að þegar skattrannsóknarstjóra bauðst að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði fjármálaráðuneytið „eingöngu spurt að því hvort skattrannsóknarstjóri teldi eitthvert gagn af því fyrir meginstarfsemi embættisins að fá gögnin keypt“ og „aldrei gert ágreining um verðið“. Ummælin stangast á við frásögn skattrannsóknarstjóra, en í bréfi embættisins til fjármálaráðuneytisins frá 10. febrúar 2015 kemur fram að fjármálaráðuneytið hafi, með bréfi frá 3. desember 2014, sett tvö skilyrði fyrir fjárheimild til kaupa á gögnum um aflandsfélög Íslendinga. Annað skilyrðið laut að því hvernig og hve mikið yrði greitt fyrir gögnin. 

Kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Í skýrslunni sem Bjarni gaf Alþingi um aðgerðir stjórnvalda vegna aflandsfélaga þann 4. maí síðastliðinn sagðist hann sjálfur vilja „flýta fyrir úrvinnslu gagnanna“ eins og kostur væri. „Við höfum þegar átt skrifleg samskipti við embættin og boðið fram hvers kyns aðstoð í þessum tilgangi,“ sagði hann. Daginn eftir óskaði Stundin eftir aðgangi að bréfi ráðuneytisins frá 3. desember 2014 auk þeirra skriflegu samskipta sem ráðherra vísaði til í ræðu sinni á Alþingi. Hefur upplýsingabeiðnin verið ítrekuð tvisvar sinnum en ráðuneytið enn ekki afgreitt hana. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár