Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir að sér hafi þótt pínlegt að horfa upp á framgöngu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnvart skattrannsóknarstjóra þegar kaup á gögnum um aflandsfélög Íslendinga voru til skoðunar í fyrra. Á þeim tíma vissi Smári að Falson & Co, félag fjármálaráðherra sjálfs, kæmi fyrir í gögnunum enda var Smári einn þeirra sem tóku þátt í úrvinnslu Panama-skjalanna mörgum mánuðum áður en fjallað var um þau í fjölmiðlum.
Eins og Stundin hefur áður fjallað um setti fjármálaráðuneytið kaupum á gögnunum skilyrði sem skattrannsóknarstjóra reyndist erfitt að uppfylla. Fyrir vikið var ekki hægt að hafa eins hraðar hendur við kaupin og margir innan stjórnsýslunnar hefðu viljað.
Gögn sem Stundin fékk aðgang að á grundvelli upplýsingalaga fyrir helgi sýna að skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu tölvupóst í desember 2014 þar sem fram kom að svo virtist sem fjölmiðlaumræða væri að fara af stað á þá lund að embættið væri …
Athugasemdir