Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni fundaði um kaup á gögnum sem snertu hann sjálfan

Stjórn­sýslu­fræð­ing­ur seg­ir að­komu Bjarna Bene­dikts­son­ar að máli skatt­rann­sókn­ar­stjóra er varð­aði kaup á skatta­skjóls­gögn­um hafa ver­ið óheppi­lega. Í ljósi við­skipta­for­tíð­ar sinn­ar hefði Bjarni átt að segja sig frá mál­inu.

Bjarni fundaði um kaup á gögnum sem snertu hann sjálfan
Ný ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynna nýja ríkisstjórn í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér vegna vanhæfis og ósannsögli. Bjarni var sjálfur vanhæfur þegar hann beitti sér gagnvart skattrannsóknarstjóra í kaupum á skattagögnum. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði með skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum sem meðal annars höfðu að geyma upplýsingar um Bjarna sjálfan og viðskiptafélaga hans. Fjármálaráðuneytið setti kaupunum skilyrði sem reyndist erfitt að uppfylla. Bjarni Benediktsson gagnrýndi embætti skattrannsóknarstjóra og þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ráðherrann um frændhygli og að þvælast fyrir framgangi málsins.

Hvað svo sem hæft var í slíkum ásökunum ber sérfræðingum í stjórnsýslurétti sem Stundin hefur rætt við saman um að aðkoma fjármálaráðherra að málinu kunni að hafa verið á gráu svæði ef litið er til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi. Þá segir dósent í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands að aðkoma Bjarna hafi verið afar óheppileg og eðlilegra hefði verið að hann segði sig frá málinu í ljósi viðskiptafortíðar sinnar. Eftir afhjúpanir Panama-skjalanna liggi þetta ef til vill skýrar fyrir en nokkru sinni fyrr.

Panama
Panama Afhjúpanir Panama-skjalanna vekja upp spurningar um aðkomu ráðherra að máli er varðaði kaup á skattaskjólsgögnum.

Óvissuþættir flækja málið

„Nafn fjármálaráðherrans var meðal gagnanna í pakkanum sem skattrannsóknarstjóra bauðst,“ segir í frétt sem fjölmiðillinn Reykjavik Media birti þann 3. apríl síðastliðinn. Ráðherrann hefur ítrekað tekið fram að hann hafi ekki vitað af eignarhlut sínum í félagi á Seychelles-eyjum heldur haldið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Samkvæmt þessu vissi hann ekki að nafn hans væri að finna í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti.

„Hæfi eða vanhæfi Bjarna í þessu máli veltur að miklu leyti á því hvort við trúum hans eigin skýringum, til dæmis þess efnis að hann hafi ekki vitað að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum,“ segir einn þeirra þriggja lögfræðinga sem Stundin ræddi við. Annar tekur undir að erfitt sé að meta stöðu ráðherra í málinu vegna óvissuþátta og að ýmsum spurningum sé ósvarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár