Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni fundaði um kaup á gögnum sem snertu hann sjálfan

Stjórn­sýslu­fræð­ing­ur seg­ir að­komu Bjarna Bene­dikts­son­ar að máli skatt­rann­sókn­ar­stjóra er varð­aði kaup á skatta­skjóls­gögn­um hafa ver­ið óheppi­lega. Í ljósi við­skipta­for­tíð­ar sinn­ar hefði Bjarni átt að segja sig frá mál­inu.

Bjarni fundaði um kaup á gögnum sem snertu hann sjálfan
Ný ríkisstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson tilkynna nýja ríkisstjórn í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér vegna vanhæfis og ósannsögli. Bjarni var sjálfur vanhæfur þegar hann beitti sér gagnvart skattrannsóknarstjóra í kaupum á skattagögnum. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði með skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum sem meðal annars höfðu að geyma upplýsingar um Bjarna sjálfan og viðskiptafélaga hans. Fjármálaráðuneytið setti kaupunum skilyrði sem reyndist erfitt að uppfylla. Bjarni Benediktsson gagnrýndi embætti skattrannsóknarstjóra og þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ráðherrann um frændhygli og að þvælast fyrir framgangi málsins.

Hvað svo sem hæft var í slíkum ásökunum ber sérfræðingum í stjórnsýslurétti sem Stundin hefur rætt við saman um að aðkoma fjármálaráðherra að málinu kunni að hafa verið á gráu svæði ef litið er til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi. Þá segir dósent í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands að aðkoma Bjarna hafi verið afar óheppileg og eðlilegra hefði verið að hann segði sig frá málinu í ljósi viðskiptafortíðar sinnar. Eftir afhjúpanir Panama-skjalanna liggi þetta ef til vill skýrar fyrir en nokkru sinni fyrr.

Panama
Panama Afhjúpanir Panama-skjalanna vekja upp spurningar um aðkomu ráðherra að máli er varðaði kaup á skattaskjólsgögnum.

Óvissuþættir flækja málið

„Nafn fjármálaráðherrans var meðal gagnanna í pakkanum sem skattrannsóknarstjóra bauðst,“ segir í frétt sem fjölmiðillinn Reykjavik Media birti þann 3. apríl síðastliðinn. Ráðherrann hefur ítrekað tekið fram að hann hafi ekki vitað af eignarhlut sínum í félagi á Seychelles-eyjum heldur haldið að félagið væri skráð í Lúxemborg. Samkvæmt þessu vissi hann ekki að nafn hans væri að finna í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti.

„Hæfi eða vanhæfi Bjarna í þessu máli veltur að miklu leyti á því hvort við trúum hans eigin skýringum, til dæmis þess efnis að hann hafi ekki vitað að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum,“ segir einn þeirra þriggja lögfræðinga sem Stundin ræddi við. Annar tekur undir að erfitt sé að meta stöðu ráðherra í málinu vegna óvissuþátta og að ýmsum spurningum sé ósvarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár