Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skilyrði ráðuneytisins ollu töfum: Ár leið þar til skattaskjólsgögn voru keypt

„Þetta eru póli­tísk­ar árás­ir sem bein­ast að mér per­sónu­lega,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son um gagn­rýni á sam­skipti hans við skatt­rann­sókn­ar­stjóra. Fé­lag ráð­herra sjálfs kem­ur fyr­ir í gögn­un­um auk þess sem fað­ir hans átti fé­lag á Tor­tóla og not­færði sér þjón­ustu Mossack Fon­seca.

Skilyrði ráðuneytisins ollu töfum: Ár leið þar til skattaskjólsgögn voru keypt

„Þetta eru pólitískar árásir sem beinast að mér persónulega, og ég er orðinn býsna vanur því að menn reyni að grafa undan trúverðugleika mínum,“ sagði Bjarni í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni um helgina, aðspurður hvort hann teldi ekki óheppilegt að hafa átt aðkomu að máli er varðaði kaup skattrannsóknarstjóra á upplýsingum um aflandsfélög Íslendinga í ljósi þess að nafn hans sjálfs kemur fyrir í gögnunum.

Í munnlegri skýrslu sem Bjarni flutti á Alþingi í síðustu viku sagði hann að þegar skattrannsóknarstjóra hefði boðist að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði fjármálaráðuneytið „eingöngu spurt að því hvort skattrannsóknarstjóri teldi eitthvert gagn af því fyrir meginstarfsemi embættisins að fá gögnin keypt“ og „aldrei gert ágreining um verðið“.

Samkvæmt bréfi skattrannsóknarstjóra frá 10. febrúar 2015 setti hins vegar fjármálaráðuneytið embættinu tvö skilyrði fyrir fjárheimild til kaupa á gögnunum og laut annað skilyrðið að því hve mikið og hvernig yrði greitt fyrir gögnin. 

Sú staðreynd að bæði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson faðir hans áttu aflandsfélög sem koma fyrir í Panama-skjölunum vekur upp spurningar um samskipti Bjarna við skattrannsóknarstjóra árin 2014 og 2015 þegar embættinu bauðst að kaupa gögn um aflandsfélög Íslendinga.

Eins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom félagið Falson & Co, sem Bjarni átti hlut í, fyrir í gögnunum sem skattrannsóknarstjóra bauðst að kaupa, en nú liggur einnig fyrir að faðir ráðherra átti félag á Tortólu og notfærði sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca

Í ljósi þess að Bjarni Benediktsson átti aðkomu að ýmsum viðskiptum föður síns fyrir hrun og sat í stjórnum félaga á hans vegum er ólíklegt að ráðherranum hafi ekki verið kunnugt um aflandsfélag Benedikts. Benedikt Sveinsson hefur fullyrt að fyrirtækið hafi eingöngu verið notað til að halda utan um eignarhald húss í Flórída, en þar hefur Bjarni sjálfur einnig dvalist. Hann var til dæmis staddur á Flórída þegar fyrsti þáttur Kastljóss um íslenska stjórnmálamenn í aflandsfélögum, meðal annars hann sjálfan, var sýndur ásamt heimsfrægu viðtali Sven Bergman við Sigmund Davíð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár