Tuttugu stærstu útgerðir landsins greiddu út arð og bættu eiginfjárstöðu sína um rúmlega 60 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir sterkt gengi íslensku krónunnar. Á sama tíma námu veiðigjöld allra íslenskra útgerða samtals 6,9 milljörðum króna fiskveiðiárið 2015/2016. Heildarveiðigjöld allra útgerðanna námu því rétt rúmlega 1/10 hluta af þeim fjármunum sem runnu til tuttugu stærstu útgerðanna í landinu og hluthafa þeirra vegna afnota af fiskveiðiauðlind íslensku þjóðarinnar. Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar á ársreikningum tuttugu stærstu útgerða landsins í árslok í fyrra. Veiðigjaldið sem útgerðirnar á Íslandi greiða fyrir fiskveiðiárið 2016 og 2017 nemur til samanburðar um 4,8 milljörðum króna.
Deilurnar um veiðigjöldin
Ef veiðigjöldin sem vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lögfestu í stjórnartíð sinni á árunum 2009 til 2014 hefðu verið í gildi í dag þá hefðu veiðigjöldin numið rúmlega 20 milljörðum króna fiskveiðiárið 2016/2017. Eitt af fyrstu verkum síðustu ríkisstjórnar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eftir að …
Athugasemdir