Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.

Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
Eigendurnir á aldrinum 72 til 82 ára Eigendur meirihluta hlutafjár í Skinney Þinganesi á Höfn i Hornafirði eru á aldrinum 72 til 82 ára. Þeir sjást hér með Aðalsteini Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Skinneyjar. Við hlið hans er Ingólfur Ásgrímsson, Ingvaldur Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson og Birgir Sigurðsson en fjórmenningarnir eiga meirihluta í Skinney.

Ráðandi hluthafar í fjórtán af tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins eru  60 ára gamlir eða eldri. Um er að ræða fyrirtæki sem ráða beint yfir tæplega 48 prósentum íslenska fiskveiðikvótans. Áætlað markaðsvirði kvóta þessara útgerðarfyrirtækja, miðað við hóflegt upplausnarverð á markaði, 2.300 krónur fyrir hvert kíló, er rúmlega 518 milljarðar króna.

Með tíð og tíma mun afnotarétturinn af þessum kvóta, sem er ígildi eignarréttar þar sem eigendur útgerðanna geta selt kvótann og veðsett hann, erfast til erfingja núverandi eigenda þeirra útgerða sem ráða yfir þessum aflaheimildum. 

Kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í eignarhaldi á stórútgerðunum í íslenskum sjávarútvegi þegar eigendurnir, sem flestir eru fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, eru að komast á aldur. Þetta eru eigendurnir sem bjuggu þessar íslensku stórútgerðir til þegar íslenska kvótakerfið var að taka á sig mynd og Íslendingar voru að læra að stunda ábyrga fiskveiðistjórnun.

Í mörgum tilfellum er um að ræða fólk …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kvótinn

Sagan af vélstjóranum í Eyjum sem gagnrýndi kvótakerfið: „Ég var talinn óalandi og óferjandi.“
FréttirKvótinn

Sag­an af vél­stjór­an­um í Eyj­um sem gagn­rýndi kvóta­kerf­ið: „Ég var tal­inn óalandi og óferj­andi.“

Stærsta út­gerð­ar­fé­lag­ið í Vest­manna­eyj­um, Ís­fé­lag­ið stend­ur á tíma­mót­um eft­ir að Guð­björg Matth­ías­dótt­ir færði eign­ar­hald­ið að mestu yf­ir á syni sína og skráði fé­lag­ið á mark­að. Völd út­gerð­ar­inn­ar í Eyj­um eru mik­il og seg­ir fyrr­ver­andi starfs­mað­ur Ís­fé­lags­ins, Árni Marz Frið­geirs­son, sögu af því þeg­ar hon­um var sagt upp vegna grein­ar sem hann skrif­aði í DV um kvóta­kerf­ið.
Ættarveldi Guðbjargar og átökin um Eyjar og Ísland
SkýringKvótinn

Ætt­ar­veldi Guð­bjarg­ar og átök­in um Eyj­ar og Ís­land

Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, út­gerð­ar­kona í Vest­manna­eyj­um, hef­ur í rúm 20 ár átt og stýrt Ís­fé­lag­inu í bæn­um sem nú er bú­ið að skrá í Kaup­höll Ís­lands. Eig­in­mað­ur Guð­bjarg­ar, Sig­urð­ur Ein­ars­son, lagði grunn að ætt­ar­veld­inu áð­ur en hann lést ár­ið 2000. Nú eru syn­ir þeirra fjór­ir orðn­ir stærstu hlut­haf­ar út­gerð­ar­inn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár