Ríkið úthlutaði fyrirtækjum norsks eldisrisa kvóta þvert á lög
Byggðastofnun gerði samning um úthlutun 800 tonna byggðakvóta á ári í sex ár í því skyni að treysta byggð á Djúpavogi. Þetta gerði Byggðastofnun þrátt fyrir að fyrirtækin sem hún samdi við séu í meirihutaeigu norskra laxeldisrisa og að íslensk lög banni slíkt eignarhald í íslenskri útgerð.
FréttirKvótinn
Kvóti útgerða vanmetinn um 800 milljarða
Íslenskar útgerðir eiga bókfærðar eignir upp á 830 milljarða króna samtals. Af þessum eignum er kvóti sagður 405 milljarða króna virði. Raunverulegt verðmæti kvótans er hins vegar um 1.200 milljarðar króna.
ÚttektKvótinn
Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
Meirihluti hlutabréfa í 14 af 20 stærstu útgerðum Íslands er í eigu einstaklinga 60 ára eða eldri. Framsal hlutabréfa eigenda Samherja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörgum sambærilegum tilfellum sem munu eiga sér stað með kynslóðaskiptum í eignarhaldi á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Fosætisráðherra segir málið sýna mikilvægi þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá svo afnotaréttur á kvóta geti ekki erfst kynslóð fram af kynslóð.
FréttirKvótinn
Katrín um Samherjaarfinn: Afnotaréttur á kvóta á ekki að erfast
Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ótækt að afnotaréttur á fiskiveiðikvótum erfist. Hún segir að hún muni leggja fram frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá til að koma í veg fyrir þetta.
AðsentKvótinn
Jón H. Sigurðsson
Um fjöregg þjóðarinnar
Jón H. Sigurðsson skrifar um hvernig kvótakerfið og vald fléttast saman í síðari tíma sögu Íslands.
FréttirKvótinn
Kvótakerfið: Félag Þorsteins Más græddi sex milljarða í fyrra og á 35 milljarða eignir
Þorsteinn Már Baldvinsson á eignir upp á 35 milljarða króna í eignarhaldsfélagi sínu. Arður hefur ekki verið greiddur úr félaginu á liðnum árum en félagið kaupir hlutabréf í sjálfu sér af Þorsteini Má og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur. Staða félagsins sýnir hversu efnaðir sumir útgerðarmenn hafa orðið í núverandi fyrirkomulagi á kvótakerfinu.
FréttirKvótinn
Kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki breyta: Ávinningur stærstu útgerðanna nærri tíu sinnum hærri en veiðigjöldin
Stærstu útgerðir landsins hafa á liðnum árum greitt út mikinn arð og bætt eiginfjárstöðu sína til muna. Veiðigjöldin sem útgerðin greiðir í dag eru einungis um 1/4 hluti þeirra veiðigjalda sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vildi innleiða. Nefnd um framtíðarfyrirkomulag á gjaldtöku í sjávarútvegi hætti nýlega störfum vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins um breytingar á gjaldheimtunni.
Úttekt
Ný talskona útgerðarmanna: „Þjóðin getur ekki átt neitt“
Helstu hagsmunasamtök Íslands hafa gengið í gegnum hamskipti á síðustu árum og skipt um nafn. Stundin fylgir eftir peningunum og tengsl þeirra við vald og fjölmiðla. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að skattar séu ofbeldi og telur að þjóðin geti ekki átt neitt. Hún berst gegn því að útgerðarmenn þurfi að borga meira í sameiginlega sjóði vegna notkunar auðlindarinnar.
Erlent
Litli maðurinn og hafið: Færeyska byltingin
Færeyska landsstjórnin stefnir að því að bjóða upp fiskveiðiheimildir, þvert gegn vilja útgerðarmanna sem hafa bókfært veiðileyfi sín sem eign. Georg L. Petersen, ritstjóri á færeyska blaðinu Dimmalætting, skrifar um uppboð á fiskveiðiheimildum í Færeyjum.
Fréttir
Gunnar Bragi flutti strandveiðikvóta í eigið kjördæmi
„Þú veldur ekki starfinu og hefur sýnt okkur hvaða mann þú hefur að geyma,“ segir í yfirlýsingu smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði. Þar var kvóti strandveiðisjómanna skertur um leið og Gunnar Bragi Sveinsson jók kvótann umtalsvert í kjördæminu sínu.
FréttirKvótinn
Félag Þorsteins Más fékk 300 milljónum meira í arð en Samherji greiddi í veiðigjöld
Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. er stærsti hluthafi útgerðarfélagsins Samherja og á reiðufé upp á þrjá milljarða króna. Þorsteinn Már Baldvinsson og eiginkona hans hafa selt hlutabréf í félaginu til þess sjálfs fyrir 1.850 milljónir króna á liðnum tveimur árum. Þorsteinn Már hefur sagt að ekki sé rétt að persónugera Samherja í nokkrum einstaklingum þar sem 400 manns vinni hjá útgerðinni.
FréttirKvótinn
Þorsteinn Már: „Við erum hérna steinn úti í ballarhafi og við höfum staðið okkur mjög vel“
Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður er ekki hlynntur upptöku uppboðskerfis á aflaheimildum. Hann segir að markaðssetningarrökin séu ein helsta ástæðan fyrir þeirri skoðun sinni: Að erfiðara yrði að markaðssetja íslenskan fisk erlendis ef óvíst væri ár frá ári hver hefði leyfi til að veiða hann. Þorsteinn Má er stærsti hluthafi Samherja sem er einn stærsti kvótahafi Íslands og langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.