Það reyndist þrautinni þyngri fyrir vinnunefnd sjávarútvegsráðherra Færeyja, Högna Hoydal, að komast að samkomulagi og að gera tillögu til lagafrumvarps um hvernig haga eigi færeyskri útgerð og fiskveiðistjórnun í framtíðinni. Nefndin skilaði 248 síðna áliti.
Formaður nefndarinnar, Johnny í Grótinum, hafði fulla stjórn á efninu þegar það var lagt fram í Þórshöfn á dögunum. „Nýtt og varanlegt sjávarútvegsfyrirkomulag fyrir Færeyjar“ er heiti álits nefndarinnar sem hún afhenti ráðherra við það tækifæri.
Áður en nefndin hélt til starfa var að miklu leyti búið að binda hana á höndum og fótum – veiðiréttindi skyldu seld á opinberri uppboðssölu.
Sérfræðingar og stjórnunaráætlun skyldu vera grundvöllurinn undir stjórnun veiðiálags. Þetta var ekki til umræðu og er nefnt á fleiri stöðum í álitinu, og sérstaklega þar sem nefndin tekur sölu fiskveiðiheimilda á uppboði til meðferðar.
„Enn einu sinni skal þess getið að nefndinni er skipað að gera tillögu að uppboðskerfi, og því er hún ekki beðin um mat á hvort uppboðskerfið sé
Athugasemdir