Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hyggst ekki endurskoða úthlutun aflaheimilda til strandveiða fyrr en næsta vetur. Í vor var kvóti strandveiðisjómanna á svæði D, frá Hornafirði að Borgarbyggð, skertur um 200 tonn um leið og kvótinn á svæði A og svæði B var aukinn samtals um rúm 600 tonn. Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi að Súðavíkurhreppi og svæði B nær frá Strandabyggð að Grýtubakkahreppi.
Breytingarnar voru gerðar með reglugerð sem Gunnar Bragi setti þann 26. apríl síðastliðinn, skömmu eftir að hann tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Athugasemdir