Ris og fall Miðflokksins helst í hendur við ris og fall Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framtíð flokksins ræðst af úthaldi hans. Lélega útkomu í síðustu kosningum má skrifa á Covid-faraldurinn og slaka frammistöðu formannsins.
Fréttir
Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti
Tómas H. Heiðar. forstöðurmaður Hafréttarstofnunar Íslands og dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn, virðist hafa verið skipaður sendiherra án þess að nokkur hafi vitað af því. Utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað spurningum um skipan Tómasar síðastliðna fimm daga. Ekki liggur fyrir hvernig það fer saman að vera sendiherra Íslands og dómari við alþjóðlegan dómstól.
ÚttektSamherjaskjölin
Gripið til varna fyrir Samherja
Stjórnendur Samherja og vilhollir stjórnmálamenn og álitsgjafar hafa gagnrýnt viðbrögð almennings og stjórnmálamanna við fréttum af mútugreiðslum. Tilraunir hafa verið gerðar til að skorast undan ábyrgð eða nota börn starfsmanna fyrirtækisins sem hlífiskildi. „Þykir mér reiðin hafa náð tökum,“ skrifaði bæjarstjóri.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
„Fallegt veður, finnst mér hérna úti,“ svaraði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja um mútumálið, áður en hann kvartaði undan einhliða umfjöllun. Þingmenn og fyrrverandi dómsmálaráðherrar tóku sig síðan til við að veita Samherja skjól og gott veður.
FréttirSamherjaskjölin
Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist hugsa um börn starfsmanna Samherja vegna frétta um mútugreiðslur í Namibíu, sem hann viti ekki hvort séu sannar. Hann segir RÚV og Stundina oft hafa gert hlutina verri og vill stöðva opinbera styrki til einkafjölmiðla.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.
FréttirKlausturmálið
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
Eftir að siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og MeToo væru brot á siðareglum sögðust þingmennirnir hafa verið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kynferðisbroti“. „Hvað viðkemur lýsingu BÓ og GBS á samskiptum þeirra við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sbr. kafli 2.5., verður ekki séð að lýsingar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxtum,“ segir forsætisnefnd.
FréttirKlausturmálið
Siðanefnd segir að skilja megi ummæli Sigmundar Davíðs sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum alþingismanna með ummælum sínum á Klaustri bar. Siðanefnd telur hann þó taka undir orðfæri Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar um konur.
FréttirKlausturmálið
Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Forsætisnefnd valdi mann til formennsku í siðanefnd Alþingis sem telur sig of tengdan þingmönnum til að geta tekið óhlutdræga afstöðu í siðareglumáli.
FréttirKlausturmálið
Bergþór og Gunnar segjast hafa orðið fyrir áreitni, erfiðri reynslu og „kynferðisbroti“
Þingmenn Miðflokksins bera þingkonu Samfylkingarinnar þungum sökum. Áður göntuðust þeir með málið: „Á ég að ríða henni?“
FréttirKlausturmálið
Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt
Lögmenn Miðflokksmanna fóru ítrekað fram á að kona á örorkubótum yrði látin greiða stjórnvaldssekt.
PistillKlausturmálið
Illugi Jökulsson
Í drafinu
Illugi Jökulsson er ekki beinlínis sáttur við að Gunnar Bragi og Bergþór Ólason séu nú sestir á þing aftur, ásamt hinum Klausturþingmönnunum fjórum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.