Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti

Tóm­as H. Heið­ar. for­stöð­ur­mað­ur Haf­rétt­ar­stofn­un­ar Ís­lands og dóm­ari við Al­þjóð­lega haf­rétt­ar­dóm­stól­inn, virð­ist hafa ver­ið skip­að­ur sendi­herra án þess að nokk­ur hafi vit­að af því. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um um skip­an Tóm­as­ar síð­ast­liðna fimm daga. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig það fer sam­an að vera sendi­herra Ís­lands og dóm­ari við al­þjóð­leg­an dóm­stól.

Tómas er sendiherra samhliða alþjóðlegu dómaraembætti
Team Iceland Ekki liggur fyrir hvaða utanríkisráðherra skipaði Tómas H. Heiðar sem sendiherra. Gunnar Bragi sagði að „Team Iceland“ ynni saman þegar Tómas var skipaður dómari árið 2014. Myndin er samsett.

Tómas H. Heiðar, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, var skipaður sendiherra Íslands árið 2014 eða 2016 og hefur samhliða því starfi verið með dómaraembætti við Alþjóðlega hafréttardómstólinn í Hamborg. Óljóst er hvenær Tómas var skipaður í sendiherrastarfið og af hverjum. Tómas segist sjálfur hafa verið skipaður sendiherra árið 2014 en utanríkisráðuneytið hefur sagt í opinberu svari frá utanríkisráðherra að hann hafi verið skipaður árið 2016. 

Þegar fréttin var birt höfðu ekki borist svör frá utanríkisráðuneytinu við fimm spurningum sem Stundin sendi því á fimmtudaginn í síðustu viku. Opinberar aðilar hafa viku til að svara spurningum fjölmiðla. 

Ekki náðist í Tómas H. Heiðar við vinnnslu fréttarinnar. 

Í mörgum hlutverkumTómas H. Heiðar er í mörgum hlutverkum. Hann er sendiherra, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands og dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn.

Líklega skipaður af Gunnari Braga eða Lilju

Í ferilskrá á heimasíðu Alþjóðlega hafréttardómstólsins stendur að Tómas hafi verið skipaður árið 2014 en samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins, sem birt var á heimasíðu ráðuneytisins, var þetta gert 2016.

Í ferilskrá sinni segir Tómas ekki hvar hann var eða er sendiherra eða gagnvart hverjum. Einungis að hann hafi verið skipaður sendiherra í ótilgreindu landi árið 2014. 

Þetta eru einu tvær heimildirnar sem Stundin hefur fundið um að Tómas H. Heiðar sé sendiherra.

Samkvæmt öðrum heimildum Stundarinnar var Tómas H. Heiðar „sendiherra í leyfi“ frá árinu 2014 og samkvæmt sömu heimildum var ekki almenn vitneskja um það innan utanríkisráðuneytisins að Tómas H. Heiðar hafi verið sendiherra og ekki liggur fyrir hvað hann hefur gert sem slíkur. 

„Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland“

Gunnar Bragi Sveinsson skipaði Tómas Heiðar sem sendiherra þann 1. september 2014. 

Gunnar Bragi studdi Tómas

Þegar Tómas H. Heiðar var skipaður dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn um sumarið 2014 sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, á Facebook: „Kosningabaráttur finnast lika innan diplomataheimsins en þar vinna allir saman í Team Iceland. Til hamingju Tómas.“

Þetta bendir að minnsta kosti til nokkurra kynna þeirra Gunnars Braga og Tómasar enda var sá síðanefndi auðvitað starfsmaður ráðuneytisins og er í raun enn ef hann er „í leyfi“ sem sendiherra. 

Tómas starfaði um árabil í utanríkisráðuneytinu og var meðal annars fulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hann var aðalsamningamaður Íslands um fiskveiðar landsins, meðal annars makrílveiðar, í viðræðum við Evrópusambandið á árunum 2009 til 2013.

Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar. 

Spurningarnar sem utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað

Stundin sendi utanríkisráðuneytinu spurningar um skipan Tómasar H. Heiðar sem sendiherra á fimmtudaginn. 

Eftir ítrekanir á spurningunum hafa svör ekki borist. Ein af spurningunum snýst um það hvernig það getur farið saman að vera sendiherra sem „gætir hvívetna hagsmuna Íslands gagnvart öðrum ríkjum“, eins og segir í lögum um utanríkisþjónustuna, og dómari við alþjóðlegan dómstól þar sem hann á að vera hlutlaus í málum sem varða hafrétt. 

Spurningarnar sem Stundin sendi utanríkisráðuneytinu. 

1. Hvenær var Tómas H. Heiðar skipaður sendiherra? Í svari frá utanríkisráðherra 2017 var það sagt hafa verið 2016 en samkvæmt annarri heimild var það 2014. Samkvæmt seinni heimildinni stendur: Ambassador (2014). Hvort er rétt?

Sjá hlekki:

https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2017/10/12/1014.-mal-Starfsfolk-i-utanrikisthjonustunni/

https://www.itlos.org/the-tribunal/members/judge-tomas-heidar/

2. Hvaða ráðherra skipaði Tómas sem sendiherra og af hverju var hann skipaður?

3. Hver hafa störf Tómasar verið sem sendiherra, ef hann er ennþá starfandi sem slíkur?

4. Nýtur Tómas einhverra réttinda sem sendiherra, átt er við hvort hann fái greidd laun fyrir störf sín, njóti eftirlaunaréttinda og svo framvegis?

5. Að mati utanríkisráðuneytisins, hvernig fer það saman að sendiherra Íslands sé á sama tíma dómari við alþjóðlegan dómstól eins Tómas er? Eru einhver önnur dæmi um þetta í sögunni? 

https://www.vb.is/frettir/tomas-h-heidar-domari-vid-althjodlega-hafrettardominn/109903/?q=OR

Áréttingar:

Eins og kemur fram í fréttinni er Tómas H. Heiðar sendiherra. Hann er hins vegar í leyfi frá störfum eins og kemur fram. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að Tómas „gegni starfi sendiherra“. Þessu orðalagi hefur verið breytt þar sem það kann að vera villandi eins og hann sé starfandi sendiherra um þessar mundir, til dæmis í einhverju landi eins og Svíþjóð eða Bandaríkjunum, fyrir Íslands hönd. Svo er ekki. Tómas er hins vegar sendiherra við utanríkisráðuneytið þó hann sé í leyfi. 

Fréttin hefur verið uppfærð í ljósi þess að utanríkisráðuneytið hefur svarað spurningum um málið og upplýst að það var Gunnar Bragi Sveinsson sem skipaði Tómas Heiðar sem sendiherra í byrjun september árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
3
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
4
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár