Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið

For­sæt­is­nefnd valdi mann til for­mennsku í siðanefnd Al­þing­is sem tel­ur sig of tengd­an þing­mönn­um til að geta tek­ið óhlut­dræga af­stöðu í siða­reglu­máli.

Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Gunnar Bragi og Bergþór brutu siðareglur Niðurstaða siðanefndar Alþingis er að tveir Klausturþingmannanna hafi brotið siðareglur. Mynd: Vefsvæði Alþingis, HÍ og HR

Jón Kristjánsson, formaður Siðanefndar Alþingis og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, treysti sér ekki til að taka þátt í umfjöllun nefndarinnar um ummæli og framgöngu Klaustursþingmannanna. Hann skrifar því ekki undir álit nefndarinnar.

Ástæðan er sú að Jón taldi sig skorta „þá óhlutdrægni sem nauðsynleg er til þess að kveða upp í því dóma sem ég get varið fyrir samvisku minni“ sökum stjórnmálaþátttöku sinnar með eða á móti þeim þingmönnum sem um ræðir.

Siðanefnd Alþingiser skipuð af forsætisnefnd og ætlað hlutverk sem óháð ráðgefandi nefnd, til aðstoðar við eftirlit forsætisnefndar með framkvæmd siðareglna. Er formaður siðanefndarinnar valinn af forseta Alþingis. 

Nú liggur fyrir að forsætisnefnd valdi mann til að leiða siðanefndina sem telur sig of tengdan stjórnmálamönnum til að geta fellt siðferðilega dóma á grundvelli reglnanna. Fyrir vikið er niðurstaða siðanefndar í Klaustursmálinu aðeins undirrituð af tveimur nefndarmönnum og ekki formanni.

Tók þátt í afgreiðslu á máli Þórhildar Sunnu

Jón tók sæti Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem vék tímabundið úr nefndinni af persónulegum ástæðum. Jón stóð að áliti nefndarinnar í maí síðastliðnum þegar nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþinigsmanna með því að segja að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé.

Hinir nefndarmennirnir tveir, Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson, komu bæði inn í nefndina í janúar síðastliðnum eftir að þau Hafsteinn Þór Hauksson og Salvör Nordal óskuðu eftir því að hætta í nefndinni. Þau skrifa bæði undir niðurstöðu nefndarinnar, sem er að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hafi brotið gegn siðareglum Alþingis. Jón treysti sér hins vegar ekki til að taka þátt í starfi nefndarinnar og skrifar því ekki undir álitið.

Jón skilaði eftirfarandi bókun með niðurstöðu nefndarinnar:

Ég hef um tíma setið í siðanefnd Alþingis sem varamaður Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Ég hef unnið þar með starfsmanni nefndarinnar og sérfræðingum, sem hafa farið vandlega yfir stöðu mála og unnið þar að mínum dómi faglega og af heiðarleika. Varðandi það mál sem hér er til afgreiðslu er það þannig vaxið að vegna stjórnmálaþátttöku minnar á liðnum tíma með eða á móti þeim aðilum sem þar er fjallað um er það mín tilfinning að mig skorti þá óhlutdrægni sem nauðsynleg er til þess að kveða upp í því dóma sem ég get varið fyrir samvisku minni. Ég treysti hins vegar öðrum nefndarmönnum vel til þess verks. Ég hef því ekki tekið þátt í umfjöllun nefndarinnar um þetta mál og skrifa því ekki undir efnislegar tillögur hennar, en vil skýra afstöðu mína með þessari bókun.

Var aldrei samtíða Klausturþingmönnum á Alþingi

Jón KristjánssonTreysti sér ekki til að taka þátt í umfjöllun Siðanefndar Alþingis um Klausturmálið.

Jón Kristjánsson sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1984 til 2007 og var ráðherra á árunum 2001 til 2007. Hann var því aldrei samtíða neinum Klaustursþingmannanna á þingi. Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru báðir kjörnir á þing árið 2009 en hinir Klausturþingmennirnir fjórir, Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Anna Kolbrún Árnadóttir voru öll fyrst kosin á þing í síðustu kosningum, árið 2017.

„Ég hef því ekki tekið þátt í umfjöllun nefndarinnar um þetta mál“

Gera má ráð fyrir að Jón sé að vísa til að minnsta kosti Gunnars Braga þegar hann talar um stjórnmálaþáttöku sína með eða á móti þingmönnunum sem um ræðir. Gunnar Bragi og Jón voru samtíða í Framsóknarflokknum en Gunnar Bragi var formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði og varaformaður kjördæmissambands flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra á sínum tíma. Þá sat hann í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2002 til 2010. Auk þess var Gunnar Bragi aðstoðarmaður Páls Péturssonar félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins á árunum 1997 til 1999. Þeir Jón hafa því væntanlega starfað saman á vettvangi Framsóknarflokksins á þessum árum.

Hefði mátt vera tengslin ljós fyrirfram

Varðandi aðra Klausturþingmenn þá er vandséð að stjórnmálaþátttaka Jóns hafi verið „með eða á móti“ þeim þingmönnum. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009, um það bil einu og hálfu ári eftir að Jón hætti á þingi. Fyrir þann tíma hafði Sigmundur að eigin sögn ekki verið skráður í Framsóknarflokkinn. Anna Kolbrún var félagi í Framsóknarflokknum áður en hún gekk til liðs við Miðflokkinn en ekki kjörinn fulltrúi á vegum flokksins. Þá var Bergþór Ólason aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins á árunum 2003 til 2006, í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stjórnmálaþátttaka þeirra Ólafs og Karls Gauta var takmörkuð fyrir þann tíma.

Jón mátti því vita áður en nefndin tók Klausturmálið til afgreiðslu hver hugsanleg tengsl hans við þingmennina sex væru. Stundin reyndi að hafa samband við Jón, til að spyrja hann hví hann hefði ekki sagt sig frá setu í nefndinni í ljós þess sem hann setur fram í bókinni. Ekki náðist hins vegar í Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

María Rut Kristinsdóttir
2
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
8
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
2
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
3
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár