Vigdís gagnrýnir styrk til Báru vegna „Klausturgate“
Vigdís Hauksdóttir segir Reykjavíkurborg hafa styrkt málþing Báru Halldórsdóttur til að koma höggi á pólitíska andstæðinga meirihlutans, flokkssystkin sín í Miðflokknum.
Fréttir
Árið 2019: Barátta barnanna og bakslagið í umræðunni
Ársins 2019 verður minnst sem ársins þegar mannkynið áttaði sig á yfirvofandi hamfarahlýnun, með Gretu Thunberg í fararbroddi. Leiðtogar þeirra ríkja sem menga mest draga þó enn lappirnar. Falsfréttir héldu áfram að rugla umræðuna og uppljóstrarar um hegðun þeirra valdamiklu fengu að finna fyrir því.
FréttirKlausturmálið
Hatari styrkir Báru uppljóstrara
„Neysluvaran og andkapítalíska margmiðlunarverkefnið“ Hatari hefur ákveðið að styðja við söfnun Báru Halldórsdóttur uppljóstrara, vegna málskostnaðar við dómsmál þingmanna Miðflokksins gegn henni.
PistillKlausturmálið
Illugi Jökulsson
Hvað er á seyði á Alþingi?
Illugi Jökulsson skrifar um skrípaleik í umhverfis- og samgöngunefnd.
FréttirKlausturmálið
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
Bergþór Ólason klæmdist og úthúðaði stjórnmálakonum á veitingastað í fyrra og talaði um menntamálaráðherra sem „skrokk sem typpið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar honum formennsku með hjásetu í atkvæðagreiðslu, en aðeins Bergþór og Karl Gauti Hjaltason greiddu atkvæði með því að hann yrði formaður.
FréttirKlausturmálið
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
Eftir að siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og MeToo væru brot á siðareglum sögðust þingmennirnir hafa verið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kynferðisbroti“. „Hvað viðkemur lýsingu BÓ og GBS á samskiptum þeirra við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sbr. kafli 2.5., verður ekki séð að lýsingar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxtum,“ segir forsætisnefnd.
FréttirKlausturmálið
Siðanefnd segir að skilja megi ummæli Sigmundar Davíðs sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum alþingismanna með ummælum sínum á Klaustri bar. Siðanefnd telur hann þó taka undir orðfæri Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar um konur.
FréttirKlausturmálið
Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Forsætisnefnd valdi mann til formennsku í siðanefnd Alþingis sem telur sig of tengdan þingmönnum til að geta tekið óhlutdræga afstöðu í siðareglumáli.
FréttirKlausturmálið
Bergþór og Gunnar segjast hafa orðið fyrir áreitni, erfiðri reynslu og „kynferðisbroti“
Þingmenn Miðflokksins bera þingkonu Samfylkingarinnar þungum sökum. Áður göntuðust þeir með málið: „Á ég að ríða henni?“
FréttirKlausturmálið
Ummæli um Freyju Haraldsdóttur ekki brot á siðareglum
Anna Kolbrún Árnadóttir fær að „njóta vafans“ að mati siðanefndar Alþingis. Hún segir að forseti Alþingis sé á „persónulegri pólitískri vegferð“.
ViðtalKlausturmálið
Bára hefur dvöl sína í búri: Fór á spítala vegna Klaustursmálsins
Klausturmálið kom Báru Halldórsdóttur á spítala og hún telur skort á að fólk skilji aðstæður öryrkja. Hún er í þann mund að hefja þriggja daga dvöl í búri til að hjálpa fólki með skilninginn.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Meðvirkni með siðleysi
Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.