Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bára hefur dvöl sína í búri: Fór á spítala vegna Klaustursmálsins

Klaust­ur­mál­ið kom Báru Hall­dórs­dótt­ur á spít­ala og hún tel­ur skort á að fólk skilji að­stæð­ur ör­yrkja. Hún er í þann mund að hefja þriggja daga dvöl í búri til að hjálpa fólki með skiln­ing­inn.

Bára hefur dvöl sína í búri: Fór á spítala vegna Klaustursmálsins

„Ég vil ekki leyfa öðru fólki að ákvarða hvernig mér líður,“ segir Bára Halldórsdóttir, sem hefur ekki farið varhluta af afleiðingum þess að greina frá viðhorfum og framkomu þingmanna. Bára segist hafa farið á spítala vegna Klaustursmálsins, en vill nú nýta reynslu sína til að hjálpa fólki að setja sig í fótspor þeirra sem eiga einna erfiðast um vik í samfélaginu. 

Klukkan níu í morgun hóf  Bára gjörning, þar sem hún dvelur í búri í þrjá sólarhringa, til að vekja athygli á veruleika öryrkja. Gjörningurinn heitir INvalid/ÖRyrki og er haldinn á Listastofunnni við Hringbraut. Hann er fluttur af Báru Halldórsdóttur í samstarfi við RVK Fringe sviðslistahátíðina. 

Bára er flestum kunnug. „Njósnarinn í dulargervi“, eins og hún var útmáluð af þingmönnum sem sátu á Klausturbar hið örlagaríka kvöld 20. nóvember síðastliðinn, kvöldið sem hún stóð sex þingmenn Miðflokksins og Flokk fólksins að háværum, fordómafullum umræðum um konur, fatlaða og hinsegin fólk. Hún er konan sem sendi fjölmiðlum upptökuna og gerði almenningi kleift að heyra hvernig afkimar Alþingis geta hljómað í ósamræmi við opinbera orðræðu sömu mælenda.

Bára skipuleggja

Gjörningur

Ég hitti hana á föstudegi á Listastofunni við Hringbraut. Hún, ásamt teymi sínu, var á fullu við undirbúning á þriggja daga gjörningnum Invalid/Öryrki. Gallerísrýmið var tómt við komu mína. Bára stígsporandi um í miðju símatali um að mér sýndist undirbúning. Þegar símtalið klárast spyr ég hana hvernig undirbúningurinn gangi. „Miklu betur en í gær. Ég var alveg hrikalega stressuð í gær en það er allt að smella saman núna. Þetta er hefðbundið ferli, maður stressar sig upp en allt kemur saman að lokum,“ segir hún. Ég spyr hana hvað það sé sem er að stressa hana. Hún segir að það þurfi enn að redda hinu og þessu, það vanti enn ísskáp og búrið er ekki komið í hús.“

Bára ætlar að dvelja í þrjá daga í þessu búri. Búrið sem verður úr hænsnavír og spýtum á að vera eftirlíking af svefnherbergi hennar. Myndmálið er á þá leið að einangrunin sem öryrkjar upplifa minni helst á búr. Sömuleiðis mun Bára ekki eiga í samskiptum við áhorfendur og aðra nema í gegnum samfélagsmiðla á meðan gjörningnum stendur en að hennar mati undirstrikar það þá félagslegu eingrun sem margir öryrkjar upplifa.

„Ég hef fengið lánaða reynslu langveiks fólks. Svo er ég með líka með reikningana mína“

Á búrinu munu hanga svokallaðir gagnapakkar fyrir áhorfendur til að kynna sér hvernig það er að vera öryrki. „Það fyrsta sem fólk hugsar oft í tengslum við öryrkja er afhverju er þessi einstaklingur öryrki? Ég hef þess vegna safnað saman upplýsingum um sjúkdóminn minn og það sem liggur á bakvið hann. Ég hef safnað saman fréttum í gegnum tíðina sem tengjast öryrkjum og mínum eigin skrifum. Ég hef fengið lánaða reynslu langveiks fólks. Svo er ég með líka með reikningana mína,“ segir hún og hlær.

Bára vildi víkka út hið sjónræna með gagnapökkunum og svo myndum sem prýða vegginn á móti búrinu. Myndinar sem teknar eru af konu Báru sem er ljósmyndari, eru úr hennar daglega lífi. Þær sýna af henni glansmyndir og svo myndir þegar hún er upp á sitt versta. „Fólk er ekki almennt hrifið af því að sýna sig upp á sitt versta en mér finnst það svo mikilvægur þáttur,“ segir Bára. 

ListastofanBára stendur við inngang rýmisins sem mun hýsa gjörninginn

Klaustursmálið

Í samtali okkar veltir Bára fyrir sér hversu mikið Klaustursmálið kemur inn í gjörninginn og rýmið. Að ákveðnu leyti finnst henni að viðbrögð þjóðarinnar við Klaustursmálinu hafi gefið henni rödd og stökkpall. „Ég er að reyna nýta þessar fimmtán mínutur sem ég hef til að halda áfram með þann aktívisma sem ég var þegar byrjuð á fyrir tíð Klaustursmálsins. Ég hafði til dæmis verið með þennan gjörning í maganum í þrjú til fjögur ár. Vinkona mín hringdi í mig og sagði við mig: Nú vita ótrúlega margir hver þú ert, nú er tíminn fyrir gjörninginn. Það ýtti á mig að taka af skarið.“

BúriðBára lýsir hvernig rýmið mun líta út á meðan á gjörningnum stendur

Hún segir gjörningin fyrst og fremst snúast um að varpa ljósi á aðstæður einstaklinga sem samfélagið veit ekki af, þeirra sem bera veikindi sín ekki endilega utan á sér, öryrkjum og langveikum. „Það sést ekki utan á mér núna að ég er að halla mér upp að þessum hurðarkamri því ég get ekki staðið almennilega vegna verkja sem yfirtaka líkama minn. Fólk sér mig kannski í einhverjum viðtölum þar sem ég er hress og lít vel út en mig langar að sýna þeim hvað er á bakvið glansmyndina og myndina sem samfélagið fær. Fólk á það til að byggja mat sit á öryrkjum út frá engum gögnum, bara tilfinningu. það byggir það á tilfinningunni „ég sá hana hressa í Hagkaup, hvernig getur verið að hún sé öryrki“. Kona sem ég veit til talaði um það að einhver hefði sagt við hana að hún liti ekkert út fyrir að vera veik og hún sagðist vera óviss um hvort sú manneskja hefði verið að hrósa hæfileika hennar til að fela veikindi sín eða gagnrýna hana.“

Klaustursmálið er að mati Báru ýktur spegill á þau viðhorf sem eiga heima á Íslandi. Viðhorfin verða til þess að álag á öryrkjum verði meira og Klaustursmálið hafi til að mynda komið Báru á spítala. „Klaustursmálið hafði nokkuð mikil áhrif á mig heilsulega séð þó það sé að koma til baka núna. Ef maður les sér til um sjúkdóminn minn þá eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á hann, meðal annars álag. Minn sjúkdómur byggist á því að ónæmiskerfið mitt er bilað og bregst því við álagi og streitu sem einhverju miklu stærra en það er. Ef ég er undir álagi fylgir heilsan með, henni hrakar. Ég þarf að miða  margt út frá þessu. Ég þarf að hugsa er þessi tiltekna streita að fara valda því að á morgun get ég ekki sinnt hversdagslegum athöfnum, er þessi streita að fara valda því að konan mín kemst ekki frá því hún þarf að seinna mér?“

Bára

Álagið kom henni á spítala

Bára hefur áður minnst á það við mig að streitan og álagið geti komið henni á spítala. „Já það gerist oft. Það eru tvær leiðir fyrir mig upp á spítala. Annarsvegar sú algengari sem er sú að við álag eða af algjöru handahófi fæ ég verkjaköst af þeirri stærðargráðu að ég get ekki haldið þeim niðri með mínum eigin lyfjum. Við það enda ég upp á spítala með lyf í æð til að ná mér niður. Hinsvegar hef ég í gegnum tíðina líka fengið til að mynda gervi heilahimnubólgu, ég hef fengið heildar sýkingu í líkamann og í raun er alltaf eitthvað sem getur bilað í líkama mínum, eitthvað líffæri sem getur veikst. Þetta er æðasjúkdómur sem þýðir að þar sem eru æðar þar getur eitthvað bilað. Það eina sem ég get reynt að hafa áhrif á við minn sjúkdóm er hversu miklu álagi ég er undir.“

„Vikulega komu bréf frá þeim til persónuverndar“

Klaustursmálið varð til þess að suma daga fékk Bára það mikil kvíðaköst að hún gat ekki farið út úr húsi. „Vikulega komu bréf frá þeim til persónuverndar, beiðni um meiri upplýsingar frá mér þannig að streitan, álagið, kvíðinn kom aftur og aftur og aftur. Á hverjum mánudagsmorgni kom nýtt bréf sem þurfti að svara með einhverjum hætti. Svona stöðugt áreiti er erfitt. En ég hef upplifað verri hluti. Fyrir fjórum árum síðan hélt ég að ég væri að fara deyja og þyrfti að vera í hjólastól það sem eftir lifði. Ég hef upplifað verri hluti en það þýðir ekki að þetta sé búið að vera gaman,“ segir Bára.

„Ég hef upplifað verri hluti“

Sömuleiðis segir hún að þessi viðhorf sem hún sá ýkt í Klaustursmálinu hafi í minna magni og hjá almenningi valdið því að hún hafi fengið svipuð kvíðaköst. „Það sem hefur valdið mér kvíða er til dæmis það að fólk veffengjir mig og sjúkdóminn minn. Það skoðar hringana á fingrum mér, það skoðar hárgreiðsluna mína, allt út frá því hvað þetta hefur mögulega kostað. Ég hef upplifað þetta við minnstu tilefni eins og að fara út í búð og kaupa mér nammi og ég upplifi að fólk er að dæma mig fyrir magnið eða hversu mikið ég eyði í nammið. En þetta er vanalega tímabundið og ég vil ekki leyfa öðru fólki að ákvarða hvernig mér líður.“

Listin hjálparListin hefur hjálpað Báru á ýmsan hátt

Gjörningurinn hefur hjálpað Báru að dreifa huganum frá veikindum og Klaustursmálinu. „Þegar ég fór að gera þessa sýningu áttaði ég mig á því hvað þetta var að dreifa fókusnum mínum mikið. Annars var líf mitt bara veikindi og Klaustursmálið. Að fara út í að gera listræna hluti er upplífgandi. Allt þetta fólk sem kemur upp að mér út í búð og þakkar mér og hrósar er upplífgandi og uppbyggjandi. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk í minni stöðu að hafa ástríðu og eitthvað til að lifa fyrir. Öryrkjar eru kannski í misgóðri stöðu til að vera í mikilli virkni sem er að mínu mati líka vegna álags frá samfélaginu og kerfinu. Það lyftir mér upp að fá að gera eitthvað sem mér finnst skipta máli. Eins og í þessu tilviki, mér finnst ég fá að vera fulltrúi einhverra sem ekki þora eða geta komið hingað og gert þetta sjálfir. Ég er með þann hæfileika að vera ekki athyglissjúk en að finnast ekki óþæginlegt að fá athygli og maður verðu að nýta það. Við það skapast vonandi einhverjar umræður og vekur athygli á málstaðnum,“ segir Bára.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
2
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
10
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
3
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár