Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
Fullgiltu samninginn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þegar Ísland fullgilti ECT-samninginn svokallaða sem hefur að geyma ströng fjárfestaverndarákvæði. Sama ár sagði Ítalía upp samningnum. Mynd: Pressphotos.biz

Íslensk stjórnvöld fullgiltu ECT-samninginn um orkumál þann 7. júlí 2015 og sendu portúgölskum stjórnvöldum, vörsluaðila samningsins, bréf því til staðfestingar. 

Með þessu hefur Ísland meðal annars skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga.

Í samningnum (e. Energy Charter Treaty) er að finna ströng og gamaldags ákvæði um fjárfestavernd, úrlausn ágreiningsmála og skaðabótaábyrgð ríkja sem hafa sætt harðri gagnrýni víða um heim. Fullgildingin felur í sér að Ísland er nú skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði samningsins.

Samningur fullgilturGunnar Bragi Sveinsson undirritaði fullgildingarskjal sem utanríkisráðherra ásamt forseta.

Upplýsingar um fullgildingu Íslendinga á samningnum er að finna á vef alþjóðaskrifstofu orkusáttmálans, en eftir því sem Stundin kemst næst var aldrei tilkynnt um málið á vefsvæði íslenska stjórnarráðsins og fullgildingin ekki borin undir Alþingi. 

„Forseti Íslands gjörir kunnugt: Ég hefi séð og athugað samning um orkusáttmála sem undirritaður var í Lissabon 17. desember 1994 og lýsi hér með yfir því að samningur þessi er með skjali þessu fullgiltur af Íslands hálfu, enda skal honum framfylgt í hvívetna,“ segir í fullgildingarskjali sem undirritað var af Ólafi Ragnari Grímssyni, þáverandi forseta, og Gunnari Braga Sveinssyni, sem var utanríkisráðherra á þessum tíma. Kom samningurinn til framkvæmda þann 18. október 2015.

Ítalía sagði upp samningnum 

Ítölsk stjórnvöld ákváðu að segja upp samningnum sama ár og Ísland fullgilti hann, en breska olíufyrirtækið Rockhopper hefur staðið í málaferlum gegn Ítalíu á grundvelli samningsins eftir að þarlend stjórnvöld synjuðu fyrirtækinu um nýtt leyfi til olíuvinnslu við strendur Abruzzo-héraðs.  

Alls hafa 122 þekkt gerðarmál gegn ríkjum verið höfðuð á grundvelli ECT-samningsins, þar af 40 gegn Spáni, 10 gegn Ítalíu og 6 gegn Tékklandi. Raunar hefur enginn alþjóðlegur viðskipta- eða fjárfestingarsamningur orðið grundvöllur eins margra gerðarmála fyrirtækja gegn ríkjum, en sum málanna í Evrópu eru viðbragð við aðgerðum sem stjórvöld hafa ráðist í til að lækka raforkuverð fyrir almenning. 

Bretar einnig aðili að ECT-samningnum

Sennilegt er að reyna myndi á ákvæði samningsins ef upp kæmu deilur um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands í framtíðinni, enda eru Bretar einnig aðilar að samningnum og hafa bresk fyrirtæki nýtt sér óspart þá réttarvernd sem í honum felst.

Athygli vekur að gengið var frá fullgildingu ECT-samningsins í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þegar Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra. Sigmundur og Gunnar Bragi hafa undanfarna mánuði markað sér sess sem einhverjir háværustu andófsmenn þriðja orkupakka Evrópusambandsins og haldið því fram að innleiðing orkupakkans ógni fullveldi Íslands og muni torvelda íslenskum stjórnvöldum að standa gegn lagningu sæstrengs til landsins. 

Eins og margbent hefur verið á var lagður grunnur að innleiðingu orkupakkans í ráðherratíð Sigmundar og Gunnars Braga en auk þess átti ríkisstjórn Sigmundar frumkvæði að því árið 2014 að reglur úr þriðja orkupakkanum voru bundnar í íslensk lög áður en þær voru samþykktar í sameiginlegu EES-nefndinni og teknar upp í EES-samninginn. 

Möguleikinn á lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands hefur verið til skoðunar á undanförnum árum og áratugum. Sem kunnugt er stefna Bretar að útgöngu úr Evrópusambandinu og vilja losna undan þeim reglum sem gilda um innri markað þess. Hins vegar bendir fátt ef nokkuð til þess að Bretar ætli að segja sig frá ECT-samningnum um orkumál. Bresk fyrirtæki hafa notið góðs af fjárfestaverndarákvæðum samningsins, samanber til dæmis mál breska fyrirtækisins gegn Ítalíu. Að minnsta kosti 14 önnur bresk fyrirtæki hafa höfðað mál á grundvelli samningsins og breskar lögmannsstofur haft vel upp úr því.

Hrina gerðarmálsókna undanfarna áratugi

Eins og Stundin fjallaði um í mars síðastliðnum hefur færst í vöxt að einkaaðilar höfði mál gegn ríkjum fyrir alþjóðlegum gerðardómum. Málsóknirnar valda ríkjum oft umtalsverðu fjártjóni, ekki aðeins vegna bótaskyldunnar þegar mál tapast heldur einnig vegna málskostnaðar og greiðslna sem inntar eru af hendi þegar málum lýkur með sátt. Þá hafa gerðarmálsóknir og hótanir um þær kælingaráhrif þegar kemur að stefnumótun, reglusetningu og lagaframkvæmd; hættan á því að fjárfestar fari í hart og dragi ríki fyrir gerðardóma fælir stjórnvöld frá því að beita þeim tækjum sem þau hafa til að standa vörð um almannahagsmuni. 

ECT-orkusamningurinn hefur að geyma gerðardómsákvæði sem teljast til eldri kynslóðar slíkra ákvæða. Samkvæmt samningnum kemur það í hlut þriggja lögfræðinga að leysa úr ágreiningi fjárfestis og ríkis og geta ríki verið dæmd til að greiða einkaaðilum skaðabætur vegna aðgerða sem taldar eru hafa skaðað fjárfestingar þeirra með beinum eða óbeinum hætti.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Hvað verður um fernurnar?
Spurt & svaraðFernurnar brenna

Hvað verð­ur um fern­urn­ar?

Heim­ild­in ræddi við fólk um end­ur­vinnslu á fern­um.
Pósthúsið kalda á Vatnajökli
Menning

Póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli

Sindri Freys­son skrif­ar um póst­hús­ið kalda á Vatna­jökli en á stóru safn­ara­sýn­ing­unni NORDIA 2023 sem hald­in er í Ás­garði í Garða­bæ dag­ana 2.-4. júní, má sjá fjöl­breytt úr­val sjald­gæfra sýn­ing­ar­gripa úr öll­um átt­um. Þar á með­al sýn­ir Vest­ur-Ís­lend­ing­ur­inn Michael Schumacher ákaf­lega skemmti­legt safn sem teng­ist sögu­leg­um sænsk-ís­lensk­um rann­sókn­ar­leið­angri á Vatna­jök­ul á vor­dög­um ár­ið 1936.
Spottið 2. júní 2023
Spottið

Gunnar Karlsson

Spott­ið 2. júní 2023

Hrafn Jónsson
Hrafn Jónsson
Pistill

Hrafn Jónsson

Þjóðarósátt

Ráða­menn eiga endi­lega að njóta launa­hækk­ana sinna og fara í sól­ar­landa­ferð­irn­ar sín­ar. En þeir eiga ekki að voga sér sam­hliða að segja venju­legu fólki að skamm­ast sín fyr­ir tásumynd­ir frá Tene.
Ódýrara fyrir framleiðendur að flokka fernur með pappa en öðrum drykkjarumbúðum
RannsóknFernurnar brenna

Ódýr­ara fyr­ir fram­leið­end­ur að flokka fern­ur með pappa en öðr­um drykkj­ar­um­búð­um

Þrátt fyr­ir laga­breyt­ingu eru fern­ur enn ekki flokk­að­ar sem einnota drykkjar­vöru­um­búð­ir, held­ur sem papp­ír sem ber eitt lægsta úr­vinnslu­gjald lands­ins.
Allt gott er okkur að þakka, allt slæmt er ykkur að kenna
Þórður Snær Júlíusson
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Allt gott er okk­ur að þakka, allt slæmt er ykk­ur að kenna

Þeir stjórn­mála­menn, sem hreyktu sér af því að að­gerð­ir þeirra hafi tryggt efna­hags­leg­an stöð­ug­leika fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an, kann­ast nú ekk­ert við að bera ábyrgð á lífs­kjara­krís­unni sem sömu að­gerð­ir hafa leitt af sér.
Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.
Gervigreind í hernaðarprófi reyndi að drepa stjórnanda sinn
Flækjusagan

Gervi­greind í hern­að­ar­prófi reyndi að drepa stjórn­anda sinn

Gervi­greind­ar­kerfi sem banda­ríski flug­her­inn próf­aði „tók upp á mjög óvænt­um hlut­um“ til að ná mark­mið­um sín­um — að við segj­um ekki uggvæn­leg­um
Samfylkingin mælist með 14 nýja þingmenn en ríkisstjórnin hefur tapað sama fjölda
Greining

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14 nýja þing­menn en rík­is­stjórn­in hef­ur tap­að sama fjölda

Fimmta mán­uð­inn í röð mæl­ist Sam­fylk­ing­in stærsti flokk­ur lands­ins. Fylgi flokks­ins hef­ur ekki mælst meira í 14 ár. Stuðn­ing­ur við rík­is­stjórn­ina hef­ur aldrei mælst minni. Vinstri græn halda áfram að tapa fylgi og mæl­ast nú í fyrsta sinn und­ir sex pró­sent­um.
Svöl stemning og melódískt popppönk
Gagnrýni

Svöl stemn­ing og mel­ó­dískt popppönk

Doktor Gunni met­ur hér tvær plöt­ur; Mukka – Stu­dy Me Nr. 3 og Þór­ir Georg – Nokk­ur góð.
„Kláravín feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“
Einar Már Jónsson
Pistill

Einar Már Jónsson

„Klára­vín feiti og merg­ur með mun þar til rétta veitt“

Er sál­ar­kreppa of­urauð­kýf­ing­anna leyst með ein­stak­lings­fram­taki frjáls­hyggj­unn­ar þar sem hinum hólpnu er boð­ið upp á veislu í silf­urgljá­andi loft­belg?
Borgar sig að stunda líkamsrækt á sumrin?
Fréttir

Borg­ar sig að stunda lík­ams­rækt á sumr­in?

Sum­ar­frí ætti ekki að vera af­sök­un fyr­ir að hætta að hreyfa sig og sum­ir grípa jafn­vel tæki­fær­ið og fjár­festa í sér­stök­um su­mar­kort­um í lík­ams­rækt. En hvað kost­ar að æfa yf­ir sum­ar­tím­ann?

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.
Loka auglýsingu