Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fóru stórum orðum um orkupakkamálið: Níðstöng, rányrkja og ambátt í feigðarsölum

„Sag­an mun sýna það að Mið­flokk­ur­inn hafði rétt fyr­ir sér,“ sagði Birg­ir Þór­ar­ins­son við at­kvæða­greiðslu um þriðja orkupakk­ann. Bæði and­stæð­ing­ar og stuðn­ings­menn máls­ins tóku djúpt í ár­inni í ræðu­stól Al­þing­is og sum­ir fluttu ljóð.

Gífuryrðin flugu á víxl við atkvæðagreiðslu á Alþingi um þriðja orkupakkann í dag. Málið var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 13, en þingmenn Miðflokksins, Flokks fólksins, Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lögðust gegn málinu.

„Það er áskorun fyrir okkur að leyfa ekki pólitískum öflum eins og Miðflokknum og systurflokkum hans víða núna um allan heim að hanna atburðarás og afbaka markvisst staðreyndir til að koma sjálfum sér út úr krísu og á endanum ná völdum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, þegar hún greiddi atkvæði. „Það er ekkert annað að mínu mati en pólitísk rányrkja og ef henni er ekki mótmælt mun hún halda áfram. Það er hin raunverulega ógn við lýðræðið og við sjálfstæði landsins.“

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra úr Vinstri grænum, tók í sama streng. „Fyrir liggur að orkupakki þrjú hefur ekki í för með sér skerðingu á fullveldi þjóðarinnar,“ sagði hún. „Hann þýðir ekki sjálfkrafa einkavæðingu Landsvirkjunar. Hann breytir engu um orkuverðið á Íslandi. Hann opnar ekki sjálfkrafa fyrir lagningu sæstrengs frá landinu. Hann felur ekki í sér framsal á eignarhaldi á orkuauðlindum.“

Þá beindi hún orðum sínum sérstaklega til Miðflokksins, sem beitti málþófi í umræðum um málið í vor. „Loks verður að muna að yfirgangurinn sem Miðflokkurinn hefur beitt Alþingi og þjóðina í þessu máli má ekki endurtaka sig.“

„Hver hefði trúað því að markaðsvæðing orkunnar okkar yrði innleidd af Vinstri grænum?“

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, reis flokki sínum til varnar þegar hann greiddi atkvæði. Hver hefði trúað því að markaðsvæðing orkunnar okkar yrði innleidd af Vinstri grænum? Hver hefði trúað því að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn ESB-flokkur?“ sagði hann í pontu. „Sagan mun sýna það að Miðflokkurinn hafði rétt fyrir sér.“

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ekkert að óttast í málinu og beindi gagnrýni sinni að Miðflokkinum. „Þjóðin mótmælir, segja talsmenn flokks sem þurfti að hysja upp um sig æruna og hefur notað þetta mál til að gera það og hefur gerst í þessu máli nokkurs konar landsruglari,“ sagði hann.

Kom Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, upp í pontu beint á eftir Guðmundi Andra. „Ég kem upp á eftir landsins mesta ruglara en ég ætla ekki að fjalla um það hér,“ sagði hann. „Ef það er þjóðremba að verja hagsmuni Íslands er ég þjóðrembingur. Ef það er þjóðremba að standa gegn alþjóðlegum yfirráðum á Íslandi er ég þjóðrembingur.“

Þingmenn fluttu ljóð

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, talaði um afbakað lýðræði áður en atkvæðagreiðslan fór fram. „Þeir sem samþykkja þetta mál munu reisa sjálfum sér og flokkum sínum níðstöng til langrar framtíðar,“ sagði hann og heyrðist þá hávaði frá þingpöllum.

Þegar hann síðar greiddi atkvæði flutti Þorsteinn Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum máli sínu til stuðnings. „Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir / vísust af völum: / ætlarðu að lifa alla tíð / ambátt í feigðarsölum / á blóðkrónum einum / og betlidölum? Þjóðin hefur, meiri hluti hennar, svarað þessari spurningu neitandi. Ég segi líka nei við því að Ísland verði ambátt í feigðarsölum.“

„Ég mun aldrei taka áhættu fyrir Ísland“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn málinu. Las hann upp þriðja erindi ljóðsins Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem hún orti af tilefni lýðveldisstofnunar 1944. „Hér ætti að draga strik í sandinn í þessu máli,“ bætti Ásmundur við. „Áhættan er ekki þess virði. Ég mun aldrei taka áhættu fyrir Ísland.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
4
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár