Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lilja segir málflutning Sveinbjargar ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins

Um­mæli Svein­bjarg­ar Birnu Svein­björns­dótt­ur um kostn­að vegna barna hæl­is­leit­enda hafa ver­ið harð­lega gagn­rýnd. Formað­ur flokks­ins seg­ir þau klaufsk, ung­ir fram­sókn­ar­menn hafa lýst yf­ir van­trausti og vara­formað­ur flokks­ins, Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, seg­ir þau ekki sa­mý­mast stefnu flokks­ins.

Lilja segir málflutning Sveinbjargar ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins
Varaformaður Framsóknarflokksins Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir ummæli Sveinbjargar ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins. Þá sé það prinsipp mál að reyna alltaf að bæta kjör allra barna hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir málflutning Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um börn hælisleitenda, ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins. „Það er ekki stefna flokksins að tala um að menntun barna sé sokkin kostnaður,“ segir Lilja. 

Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu fyrir viku síðan að „sokkinn kostnaður“ fælist í því fyrir Reykjavíkurborg að börn hælisleitenda fengju að stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Þá viðraði hún þá hugmynd hvort eðlilegt væri ekki að börn hælisleitenda yrðu sett í sérstakan skóla þangað til ákvarðað væri um hvort fjölskyldur þeirra fengju dvalarleyfi hér á landi eða ekki.

„Það hefur engin málefnavinna verið unnin varðandi þetta mál. Þá eigum við alltaf að reyna að bæta kjör barna og líka þeirra sem koma hingað til lands. Það er prinsipp mál,“ segir Lilja.

Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirHefur verið harðlega gagnrýnd af samflokksmönnum sínum fyrir ummæli sín um börn hælisleitenda.

Ummæli Sveinbjargar hafa verið fordæmd innan raða Framsóknarmanna. Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík (SIGRÚN) lýsti yfir vantrausti á Sveinbjörgu. „Kannski ekki alveg stjórnlaus, en svo ég noti bara hreina íslensku, hún virðist bara vera vitlaus,“ sagði Ragnar Rögnvaldsson, formaður Sigrúnar, um Sveinbjörgu í þættingum Harmageddon á X-inu í gærmorgun.

Þá gagnrýndi Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, hinn borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjörgu fyrir ummæli sín. „Kjörinn fulltrúi á ekki að láta svona út úr sér og tala um að aðstoð við börn sé sokkinn kostnaður,“ sagði Guðfinna meðal annars á Facebook. Þá tók Guðfinna það sérstaklega fram að skoðun Sveinbjargar væri ekki skoðun eða stefna Framsóknar og flugvallarvina.

Auk þeirra hefur formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýnd Sveinbjörgu fyrir ummæli sín. „Ég lít svo á að þessi ummæli Sveinbjargar séu bæði óheppileg og klaufsk, maður talar ekki svona um börn,“ sagði Sigurður.

Barátta um oddvitasætið

Ekki liggur fyrir hvernig forysta Framsóknarflokksins verður skipuð í næstu sveitarstjórnarkosningum, en þær fara fram á næsta ári. „Það hefur auðvitað verið rætt og ég hef svo sem lýst því yfir innan flokksins ég mun ekki taka ákvörðun um það fyrr en í haust og ef ég held áfram þá er það eingöngu til að gefa kost á mér í fyrsta sætið,“ sagði Guðfinna í samtali við Rúv fyrr í vikunni.

Guðfinna skipaði annað sætið á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Í kosningunum vann Framsókn mikinn sigur og hlaut 11,8 prósent atkvæða, rúmlega fjórfalt fleiri meira fylgi en í kosningnum 2010.

Fylgi flokksins tók stökk eftir að Sveinbjörg, hvatti til þess í viðtali og á Facebook að úthlutun lóðar til byggingar mosku yrði afturkölluð. Í kjölfar ummælanna „lækaði“ og deildi Sveinbjörg efni á Facebook þar sem alhæft var um múslima og „hermenn Íslam“, fullyrt að innflytjendur væru ófúsir að aðlagast og fjölgun múslíma í Noregi var gerð tortryggileg. Skömmu síðar sagðist Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, þá nýkjörinn borgarfulltrúi flokksins, ekki hafa áhyggjur af því hvort jafnræðisreglan væri brotin gagnvart múslimum með því að afturkalla úthlutun lóðarinnar, enda væri mikilvægara að fólk hefði húsnæði í Reykjavík. Þannig var fjárhagslegum hagsmunum Reykvíkinga stillt upp andspænis múslimum og látið í veðri vaka að múslimar væru hluti af húsnæðisvandanum.

Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar. Þá liggur ekki fyrir hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu í næstu sveitarstjórnarkosningum en geri hún það munu þær Guðfinna Jóhanna þurfa að berjast um sætið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima
FréttirMoskumálið

Leyniskjal: Hags­muna­mál Sádi-Ar­ab­íu að styrkja ís­lenska múslima

Sádí-Ar­ab­ía hugð­ist styrkja Fé­lag múslima á Ís­landi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wiki­leaks hef­ur birt kem­ur fram að kon­ungs­rík­ið hefði ákveð­ið að styrkja Menn­ing­ar­set­ur múslima til kaupa á Ým­is­hús­inu í upp­hafi árs 2013. Sal­mann Tamimi tel­ur að Sádí-Ar­ab­ía hafi vilj­að hafa áhrif á bæði fé­lög múslima á Ís­landi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár