Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lilja segir málflutning Sveinbjargar ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins

Um­mæli Svein­bjarg­ar Birnu Svein­björns­dótt­ur um kostn­að vegna barna hæl­is­leit­enda hafa ver­ið harð­lega gagn­rýnd. Formað­ur flokks­ins seg­ir þau klaufsk, ung­ir fram­sókn­ar­menn hafa lýst yf­ir van­trausti og vara­formað­ur flokks­ins, Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, seg­ir þau ekki sa­mý­mast stefnu flokks­ins.

Lilja segir málflutning Sveinbjargar ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins
Varaformaður Framsóknarflokksins Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir ummæli Sveinbjargar ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins. Þá sé það prinsipp mál að reyna alltaf að bæta kjör allra barna hér á landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir málflutning Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um börn hælisleitenda, ekki samrýmast stefnu Framsóknarflokksins. „Það er ekki stefna flokksins að tala um að menntun barna sé sokkin kostnaður,“ segir Lilja. 

Sveinbjörg Birna sagði í viðtali á Útvarpi Sögu fyrir viku síðan að „sokkinn kostnaður“ fælist í því fyrir Reykjavíkurborg að börn hælisleitenda fengju að stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Þá viðraði hún þá hugmynd hvort eðlilegt væri ekki að börn hælisleitenda yrðu sett í sérstakan skóla þangað til ákvarðað væri um hvort fjölskyldur þeirra fengju dvalarleyfi hér á landi eða ekki.

„Það hefur engin málefnavinna verið unnin varðandi þetta mál. Þá eigum við alltaf að reyna að bæta kjör barna og líka þeirra sem koma hingað til lands. Það er prinsipp mál,“ segir Lilja.

Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirHefur verið harðlega gagnrýnd af samflokksmönnum sínum fyrir ummæli sín um börn hælisleitenda.

Ummæli Sveinbjargar hafa verið fordæmd innan raða Framsóknarmanna. Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík (SIGRÚN) lýsti yfir vantrausti á Sveinbjörgu. „Kannski ekki alveg stjórnlaus, en svo ég noti bara hreina íslensku, hún virðist bara vera vitlaus,“ sagði Ragnar Rögnvaldsson, formaður Sigrúnar, um Sveinbjörgu í þættingum Harmageddon á X-inu í gærmorgun.

Þá gagnrýndi Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, hinn borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjörgu fyrir ummæli sín. „Kjörinn fulltrúi á ekki að láta svona út úr sér og tala um að aðstoð við börn sé sokkinn kostnaður,“ sagði Guðfinna meðal annars á Facebook. Þá tók Guðfinna það sérstaklega fram að skoðun Sveinbjargar væri ekki skoðun eða stefna Framsóknar og flugvallarvina.

Auk þeirra hefur formaður Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýnd Sveinbjörgu fyrir ummæli sín. „Ég lít svo á að þessi ummæli Sveinbjargar séu bæði óheppileg og klaufsk, maður talar ekki svona um börn,“ sagði Sigurður.

Barátta um oddvitasætið

Ekki liggur fyrir hvernig forysta Framsóknarflokksins verður skipuð í næstu sveitarstjórnarkosningum, en þær fara fram á næsta ári. „Það hefur auðvitað verið rætt og ég hef svo sem lýst því yfir innan flokksins ég mun ekki taka ákvörðun um það fyrr en í haust og ef ég held áfram þá er það eingöngu til að gefa kost á mér í fyrsta sætið,“ sagði Guðfinna í samtali við Rúv fyrr í vikunni.

Guðfinna skipaði annað sætið á lista Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014. Í kosningunum vann Framsókn mikinn sigur og hlaut 11,8 prósent atkvæða, rúmlega fjórfalt fleiri meira fylgi en í kosningnum 2010.

Fylgi flokksins tók stökk eftir að Sveinbjörg, hvatti til þess í viðtali og á Facebook að úthlutun lóðar til byggingar mosku yrði afturkölluð. Í kjölfar ummælanna „lækaði“ og deildi Sveinbjörg efni á Facebook þar sem alhæft var um múslima og „hermenn Íslam“, fullyrt að innflytjendur væru ófúsir að aðlagast og fjölgun múslíma í Noregi var gerð tortryggileg. Skömmu síðar sagðist Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, þá nýkjörinn borgarfulltrúi flokksins, ekki hafa áhyggjur af því hvort jafnræðisreglan væri brotin gagnvart múslimum með því að afturkalla úthlutun lóðarinnar, enda væri mikilvægara að fólk hefði húsnæði í Reykjavík. Þannig var fjárhagslegum hagsmunum Reykvíkinga stillt upp andspænis múslimum og látið í veðri vaka að múslimar væru hluti af húsnæðisvandanum.

Ekki náðist í Sveinbjörgu Birnu við vinnslu fréttarinnar. Þá liggur ekki fyrir hvort hún muni sækjast eftir oddvitasætinu í næstu sveitarstjórnarkosningum en geri hún það munu þær Guðfinna Jóhanna þurfa að berjast um sætið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima
FréttirMoskumálið

Leyniskjal: Hags­muna­mál Sádi-Ar­ab­íu að styrkja ís­lenska múslima

Sádí-Ar­ab­ía hugð­ist styrkja Fé­lag múslima á Ís­landi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wiki­leaks hef­ur birt kem­ur fram að kon­ungs­rík­ið hefði ákveð­ið að styrkja Menn­ing­ar­set­ur múslima til kaupa á Ým­is­hús­inu í upp­hafi árs 2013. Sal­mann Tamimi tel­ur að Sádí-Ar­ab­ía hafi vilj­að hafa áhrif á bæði fé­lög múslima á Ís­landi.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár