Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjálfstæðisfólk vill banna mosku

Meiri­hluti stuðn­ings­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill banna Fé­lagi múslima á Ís­landi að reisa trú­ar­bygg­ingu. Að­eins rúm­ur þriðj­ung­ur stuðn­ings­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar vill veita þeim frelsi til þess.

Sjálfstæðisfólk vill banna mosku
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins Flestir stuðningsmenn flokksins vilja banna byggingu mosku á Íslandi. Mynd: Pressphotos

Aðeins rúmlega þriðjungur stuðningsmanna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er tilbúinn að leyfa Félagi múslima á Íslandi að byggja trúarbyggingu á landinu, samkvæmt svörum í nýrri spurningakönnun MMR. 

Einungis 36% stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar styður frelsi félagsmanna til að reisa trúarbyggingu, en 57% vilja banna það.

Samkvæmt könnuninni er meirihluti stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins andvígt frelsi helsta trúfélags múslima til að reisa trúarbyggingu hér á landi, eða 51,4%, en frelsi er eitt af helstu gildum og einkennisorðum flokksins.

Frelsi og jafnréttiFrá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Kjörorð síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins var „Frelsi og jafnrétti - forsenda framfara.“ Í fréttatilkynningu flokksins sagði að ítrekað hefði verið á fundinum „að frelsi einstaklingsins væri grunnurinn að sanngjörnu og umburðarlyndu samfélagi, þar sem virðing væri borin fyrir ólíkum lífsháttum.“

Af stuðningsmönnum annarra stjórnmálaflokka voru það aðeins framsóknarmenn sem voru viljugari til að banna múslimum að reisa trúarbyggingu, eða tæplega 57%. Framsóknarflokkurinn hafði sem eitt af kosningamálum sínum í síðustu borgarstjórnarkosningum að vinna gegn heimild Félags múslima á Íslandi til að reisa mosku í Reykjavík.

 

Andstaða við trúfélögÁ myndinni er andstaða við að tiltekin trúfélög reisi trúarbyggingar skýrð eftir hópum og stjórnmálaskoðunum.

Aðeins 11 prósent svarenda vildi hins vegar banna hinni kristnu þjóðkirkju að reisa trúarbyggingar. Ungt fólk á aldrinum 18 til 29 ára og stuðningsmenn Pírata skáru sig hins vegar úr, þar sem fimmti hver úr þeim hópum var andvígur frelsi þjóðkirkjunnar til að reisa kirkjur. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima
FréttirMoskumálið

Leyniskjal: Hags­muna­mál Sádi-Ar­ab­íu að styrkja ís­lenska múslima

Sádí-Ar­ab­ía hugð­ist styrkja Fé­lag múslima á Ís­landi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wiki­leaks hef­ur birt kem­ur fram að kon­ungs­rík­ið hefði ákveð­ið að styrkja Menn­ing­ar­set­ur múslima til kaupa á Ým­is­hús­inu í upp­hafi árs 2013. Sal­mann Tamimi tel­ur að Sádí-Ar­ab­ía hafi vilj­að hafa áhrif á bæði fé­lög múslima á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár