Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Talsmenn óttans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Sagan á það til að endurtaka sig. Nú þegar 71 ár er liðið frá lokum síðari heimsstyrjaldar eru fordómar gagnvart fjölmenningu og tortryggni í garð útlendinga aftur að verða meginstraums hugmyndir. Þeir sem vara við þróuninni eru sakaðir um skoðanakúgun og þöggunartilburði. Í Póllandi, Danmörku, Frakklandi og víðar hafa stjórnmálahreyfingar sem ala á óttanum við hið óþekkta náð völdum og hér á Íslandi eru svipuð öfl farin að banka á dyrnar. Ekki aðeins eru öflugar stjórnmálahreyfingar farnar að notfæra sér hræðslu til þess að ná völdum, heldur hafa verið starfandi fjölmiðlar árum saman sem virðast hafa þann eina tilgang að fjölfalda hálfbakaðan sannleik og halda með honum áfram að hræða og afbaka umræðuna í þá átt að Íslendingar þurfi að óttast útlendinga og afleiðingarnar af því að hjálpa fólki að flýja stríðshrjáð lönd. 

Framsókn á þjóðernisgrunni

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor vinnur nú að samanburðarrannsókn sem fjallar um uppgang norrænna popúlistaflokka. Hann segir þjóðernishyggju alltaf hafa lifað góðu lífi á Íslandi og sé jafnvel viðurkenndari hér á landi en víða annars staðar í Evrópu. „Þjóðernið og arfleifð sjálfstæðisbaráttunnar hefur í raun orðið að undirlagi þeirra stjórnmála sem stunduð er í flestum flokkum í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Stundina. Hann bendir á að af þeirri ástæðu hafi ekki verið þörf til að stofna flokka á jaðri stjórnmálanna á grundvelli þjóðernishyggju til höfuðs flokkakerfinu, líkt og hefur verið gert víða í Evrópu. 

Hann segir hugmyndir byggðar á þjóðernishyggju almennt hafa átt greiðustu leið að kjósendum, svo sem í gegnum Framsóknarflokkinn. „Það 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima
FréttirMoskumálið

Leyniskjal: Hags­muna­mál Sádi-Ar­ab­íu að styrkja ís­lenska múslima

Sádí-Ar­ab­ía hugð­ist styrkja Fé­lag múslima á Ís­landi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wiki­leaks hef­ur birt kem­ur fram að kon­ungs­rík­ið hefði ákveð­ið að styrkja Menn­ing­ar­set­ur múslima til kaupa á Ým­is­hús­inu í upp­hafi árs 2013. Sal­mann Tamimi tel­ur að Sádí-Ar­ab­ía hafi vilj­að hafa áhrif á bæði fé­lög múslima á Ís­landi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár