Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima

Sádí-Ar­ab­ía hugð­ist styrkja Fé­lag múslima á Ís­landi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wiki­leaks hef­ur birt kem­ur fram að kon­ungs­rík­ið hefði ákveð­ið að styrkja Menn­ing­ar­set­ur múslima til kaupa á Ým­is­hús­inu í upp­hafi árs 2013. Sal­mann Tamimi tel­ur að Sádí-Ar­ab­ía hafi vilj­að hafa áhrif á bæði fé­lög múslima á Ís­landi.

Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima
Ólafur Ragnar með sendiherra Sádí-Arabíu Forseti Íslands fundaði með Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Sádí-Arabíu, í mars. Mynd: Forseti.is

Í leyniskjali frá sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi kemur fram að það sé í hag Sádí-Arabíu að styrkja Félag múslima á Íslandi til moskubyggingar. Núverandi formaður félagsins, Salmann Tamimi, er nefndur á nafn í skjalinu, sem er dagsett 9. janúar 2013, og hann sagður formaður þess félags sem eigi að fá styrk frá konungsríkinu.

Í skjalinu er enn fremur vitnað í konunglega skipun um að styrkja Stofnun múslima á Íslandi ses. til kaupa á íslömsku menningarsetri. Ljóst er að þarna er vitnað í kaup félagsins á Ýmishúsinu sumarið 2010, sem er tilbeiðsluhús Menningarseturs múslima á Íslandi. Ári eftir að skjalið er dagsett tók Hussein Al-Daoudi við 1,25 milljón Bandaríkjadala fyrir hönd félagsins af Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu. Hussein á persónulega 80 prósent hlut í Stofn­un múslima á Íslandi ses. samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2013.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár