Í leyniskjali frá sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi kemur fram að það sé í hag Sádí-Arabíu að styrkja Félag múslima á Íslandi til moskubyggingar. Núverandi formaður félagsins, Salmann Tamimi, er nefndur á nafn í skjalinu, sem er dagsett 9. janúar 2013, og hann sagður formaður þess félags sem eigi að fá styrk frá konungsríkinu.
Í skjalinu er enn fremur vitnað í konunglega skipun um að styrkja Stofnun múslima á Íslandi ses. til kaupa á íslömsku menningarsetri. Ljóst er að þarna er vitnað í kaup félagsins á Ýmishúsinu sumarið 2010, sem er tilbeiðsluhús Menningarseturs múslima á Íslandi. Ári eftir að skjalið er dagsett tók Hussein Al-Daoudi við 1,25 milljón Bandaríkjadala fyrir hönd félagsins af Saad bin Ibrahim Al-Ibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu. Hussein á persónulega 80 prósent hlut í Stofnun múslima á Íslandi ses. samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2013.
Athugasemdir