Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ógnað af nasistum við Krónuna: „Er þetta framtíð Íslands?“

Tveir menn ógn­uðu Sal­mann Tamimi, for­manni Fé­lags múslima á Ís­landi, við Krón­una í Kópa­vogi í gær. „We are the power,“ sagði ann­ar mað­ur­inn og hinn sýndi nas­istatattú.

Ógnað af nasistum við Krónuna: „Er þetta framtíð Íslands?“
Salmann Tamimi Eitt stærsta kosningamál síðustu sveitastjórnarkosninga var andstaða Framsóknarflokksins við að Félag múslima á Íslandi fengi lóð undir mosku í Sogamýri. Mynd: Pressphotos

Tveir menn ógnuðu Salmann Tamimi, formanni Félags múslima á Íslandi, fyrir utan Krónuna í Kópavogi í gær. Mennirnir hótuðu ofbeldi og sögðust vera „valdið“.

Salmann segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég varð fyrir óhugnalegri lífsreynslu í dag. Ég stóð fyrir utan Krónuna í Hamraborg með vini mínum þegar tveir stórir og óhugnalegir menn nálguðust okkur, annar hávaxinn og hinn minni. Annar þeirra gaf sig á tal við mig og þekkti mig undir nafni,“ segir Salmann. 

Erindi mannanna var að hóta Salmann ofbeldi vegna andstöðumótmæla við mótmæli þjóðernissinna gegn múslimum á Austurvelli í ágúst. 

Íslenska Þjóðfylkingin skipulagði mótmælin. Hún mældist með 2% fylgi í síðustu skoðannakönnun Gallups. Mótmælin sneru að því að andmæla nýjum útlendingalögum, á grundvelli þess að þau „galopnuðu“ landið fyrir útlendingum. Mótmælin reyndust hins vegar á misskilningi byggð. Hópur fólks safnaðist saman á Austurvelli til að andmæla mótmælunum og styðja flóttafólk og innflytjendur. Að mati nasistanna í Hamraborg voru þjóðernissinnar beittir ofbeldi þar.

„We are the power“

„Við stóðum þar fjórir þegar þeir hófu samræður við mig um mótmælin á Austurvelli fyrir nokkru síðan, þar sem mótmælt var stefnu hópsins Þjóðarflokksins,“ segir Salmann. „Sá lágvaxni spurði mig ítrekað hvort ég samþykkti ofbeldi sem á að hafa átt sér stað af mótmælendum á mann úr þeirra flokki og þegar ég svaraði að ég hafi ekki verið vitni af því né að ég styðji ofbeldi sama hvaðan það kæmi æstist hann allur upp. Þar með hótuðu þeir báðir að beita okkur mótmælendum ofbeldi næst þegar atburður ætti sér stað. Hann steig ógnandi í átt að mér og var komin nálægt andliti mínu þegar hann bendir á vöðvana sína segir "We are the POWER". Á sama tíma lyfti hávaxni maðurinn bolnum sínum upp þar sem sást vel í stórt húðflúr sem stóð á SS, og hinn minni maðurinn með sama húðflúr aftan á höfðinu,“ segir Salmann.

Hann svaraði mönnunum: „Ég svaraði að power væri ekki í vöðvum heldur í huganum.“

Mótmæli gegn innflytjendumÍslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum gegn innflytjendum og hælisleitendum í ágúst.

Þetta megi ekki gerast á Íslandi 

Salmann segir frá því að vitni hafi verið að atburðinum við Krónuna. „Íslensk kona sem hafði verslað í búðinni kom til mín og var í áfalli yfir því sem hún varð vitni að. Ég róaði hana og fullvissaði hana um að það væri ekkert að óttast og töluðum um að þetta megi ekki gerast hér á Íslandi.

Salmann óttast breytingar á viðhorfi til múslima á Íslandi. „Ég spyr, er þetta framtíð Íslands?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Moskumálið

Talsmenn óttans
RannsóknMoskumálið

Tals­menn ótt­ans

Þjóð­ern­is­hyggja hef­ur alltaf ein­kennt ís­lensk stjórn­mál en á síð­ustu ár­um hef­ur það færst í auk­ana að stjórn­mála­menn nota þjóð­ern­ispo­púl­isma, and­úð á út­lend­ing­um og hræðslu­áróð­ur til þess að auka fylgi sitt. Flokk­ur sem el­ur á tor­tryggni í garð múslima sæk­ir ört í sig veðr­ið og mæl­ist nú með tveggja pró­senta fylgi, en þarf fimm til þess að koma manni á þing.
Leyniskjal: Hagsmunamál Sádi-Arabíu að styrkja íslenska múslima
FréttirMoskumálið

Leyniskjal: Hags­muna­mál Sádi-Ar­ab­íu að styrkja ís­lenska múslima

Sádí-Ar­ab­ía hugð­ist styrkja Fé­lag múslima á Ís­landi þar sem það taldi það vera sér í hag. Í leyniskjali sem Wiki­leaks hef­ur birt kem­ur fram að kon­ungs­rík­ið hefði ákveð­ið að styrkja Menn­ing­ar­set­ur múslima til kaupa á Ým­is­hús­inu í upp­hafi árs 2013. Sal­mann Tamimi tel­ur að Sádí-Ar­ab­ía hafi vilj­að hafa áhrif á bæði fé­lög múslima á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár