Ef forsætisráðherra notar samfélagsmiðla til að ræða stjórnmál en útilokar vissa einstaklinga á þeim vettvangi er hann að mismuna borgurum landsins. Þetta er mat Jóns Ólafssonar, prófessors við hugvísindasvið Háskóla Íslands og formanns Gagnsæis – samtaka gegn spillingu. Hann segir slíkt algengara í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump hefur verið iðinn við að útiloka þá sem gagnrýna hann á samfélagsmiðlum.
Um síðustu helgi velti varaþingmaður Pírata, Snæbjörn Brynjarsson, því fyrir sér á Twitter af hverju Bjarni Benediktsson hefði ekki verið spurður að því af hverju hann hefði veitt Robert Downey uppreist æru. Bjarni hafði reyndar verið spurður út í málið á RÚV, þar sem hann sagði það hafa fengið „hefðbundna meðferð“. Nú hefur Bjarni greint frá því að hann kom ekki að málinu, sem var afgreitt í ráðuneytinu af Ólöfu Nordal heitinni. Viðbrögð Bjarna við hugleiðingum Snæbjarnar voru hins vegar ekki að …
Athugasemdir