Kosningaloforð VG og Framsóknar um stjórnarskrána sitja eftir
Ólíklegt er að fleiri frumvörp um stjórnarskrárbreytingar komi fram í samráði formanna stjórnmálaflokkanna og langt er enn í land með samstöðu. Mál sem Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn settu á oddinn í kosningum hafa flest ekki náð inn. Samráð við almenning er sagt hunsað.
Úttekt
Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks
Stjórnmálamenn reyna stundum að draga úr trúverðugleika háskólamanna með því að gera þeim upp pólitískar skoðanir eða annarleg sjónarmið. Mál Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors sýnir líklega hvernig kaupin gerast oft á eyrinni án þess að það komist nokkurn tímann upp.
Fréttir
Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu
Reykjavíkurborg styrkir tónlistarhátíðina Secret Solstice um 8 milljónir í ár. Nýir rekstraraðilar eru tengdir þeim fyrri, sem hljómsveitin Slayer hefur stefnt. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi segist tilbúin í málaferli vegna ummæla sinna um rekstraraðilana.
FréttirSamherjaskjölin
Samherji einungis að reyna að verja sig
Innanhússrannsókn á Samherja er ótrúverðug að mati Jóns Ólafssonar prófessors. Leitað sé til lögmannsstofa til að undirbúa varnir en ekki til að gera innanhússrannsóknir á fyrirtækjum.
Fréttir
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
Segir orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur túlkað einstrengingslega af siðanefnd Alþingis.
FréttirPanamaskjölin
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum
Fyrra rekstrarfélag Secret Solstice er ógjaldfært og margir hafa ekki fengið greitt. Ný kennitala hátíðarinnar er tengd fyrri eigendum. Fulltrúi Reykjavíkurborgar ítrekar að ekki hafi verið gengið frá samningum vegna hátíðarinnar 2019.
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Starfshópur um traust á stjórnmálum leggur til yfirhalningu á hagsmunaskráningu og aukið gagnsæi
Setja ætti reglur um lobbýista, auka gagnsæi í samskiptum þeirra við kjörna fulltrúa og tryggja að hagsmunaskráning ráðherra nái yfir skuldir þeirra, maka og ólögráða börn, samkvæmt tillögum starfshóps um traust á stjórnmálum. Lagt er til að Siðfræðistofnun fái hlutverk ráðgjafa ríkisstjórnarinnar.
ÚttektAlþingiskosningar 2017
Kosningarnar kjörið tækifæri til að taka á spillingu
Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis, segir að það eigi að vera eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda eftir kosningar að takast á við spillingu og spillingarhættur. Frambjóðendur sjö flokka svara því hvernig þeir hyggist beita sér gegn spillingu nái þeir kjöri.
Fréttir
„Trumpismi af Bjarna“ að banna gagnrýnisraddir
Ef forsætisráðherra notar samfélagsmiðla til að ræða stjórnmál getur hann ekki útilokað gagnrýnisraddir, án þess að það feli í sér mismunun, segir formaður Gagnsæis, samtaka um spillingu. Embættismenn verði að vera meðvitaðir um skyldur sínar gagnvart almenningi.
Fréttir
Einn helsti málflutningsmaður heims lítur hótanir íslensks dómara alvarlegum augum
Breskur sérfræðingur í alþjóðalögum furðar sig á vinnubrögðum Tómasar H. Heiðars, forstöðumanns Hafréttarstofnunar Íslands. Tómas, sem gegnir einnig stöðu dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn, reyndi að fá fræðimann til þess að sníða erindi sitt að íslenskum hagsmunum.
FréttirIllugi Gunnarsson og Orka Energy
Hátterni Illuga brýtur gegn óstaðfestum siðareglum
Ríkisstjórnin hefur ekki staðfest siðareglur um störf ráðherra. Ef hún hefði gert það væri ljóst að Illugi Gunnarsson hefði brotið þær. Jón Ólafsson segir alvarlegt að Bjarni Benediktsson virðist ekki hafa áttað sig á því um hvað Orku Energy málið snýst.
Mest lesið undanfarið ár
1
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.