Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks

Stjórn­mála­menn reyna stund­um að draga úr trú­verð­ug­leika há­skóla­manna með því að gera þeim upp póli­tísk­ar skoð­an­ir eða ann­ar­leg sjón­ar­mið. Mál Þor­vald­ar Gylfa­son­ar hag­fræði­pró­fess­ors sýn­ir lík­lega hvernig kaup­in ger­ast oft á eyr­inni án þess að það kom­ist nokk­urn tím­ann upp.

Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks
Líklega daglegt brauð Eiríkur Bergmann segir að meðferð fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar á máli Þorvaldar Gylfasonar sýni að sambærileg tilfelli séu líklega daglegt brauð í stjórnkerfinu. Málið hafi bara komist upp af því Þorvaldur Gylfasonar sé þeirrar gerðar. Bjarni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjást hér saman. Mynd: Pressphotos

Í viðtali við RÚV árið 2014, og þar áður í ræðu á Viðskiptaþingi, vísaði þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til Þórólfs Matthíassonar sem „pólitísks krossfara úr háskólasamfélaginu“. Ástæðan voru greinar og tilvitanir í Þórólf þar sem hann ræddi um landbúnaðarmál.

Þórólfur hefur í gegnum árin verið gagnrýninn á það hafta- og tollakerfi sem einkennir íslenskan landbúnað þar sem það sé ekki hagfellt neytendum. Þetta hefur oft og tíðum gert það að verkum að ráðherrar Framsóknarflokksins hafa gagnrýnt hann harkalega, meðal annars Sigmundur Davíð en einnig Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgönguráðherra, og Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og fyrrum starfsmaður Mjólkursamsölunnar.

Oft gagnrýndurFáir háskólamenn á Íslandi hafa verið eins mikið gagnrýndir af stjórnmálamönnum á Íslandi á liðnum árum og Þórólfur Matthíasson, einn harðasti gagnrýnandi haftakerfisins í landbúnaði á Íslandi.

„Kápa fræðimannsins“

Viðhorf þessara núverandi og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins til Þórólfs Matthíassonar birtist ágætlega í grein sem Guðni Ágústsson birti í Morgunblaðinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár