Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu

Reykja­vík­ur­borg styrk­ir tón­list­ar­há­tíð­ina Secret Solstice um 8 millj­ón­ir í ár. Ný­ir rekstr­ar­að­il­ar eru tengd­ir þeim fyrri, sem hljóm­sveit­in Slayer hef­ur stefnt. Vig­dís Hauks­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ist til­bú­in í mála­ferli vegna um­mæla sinna um rekstr­ar­að­il­ana.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu
Secret Solstice Reykjavíkurborg hefur gert nýjan samning um hátíðina. Mynd: Pressphotos

Skuld tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice við Reykjavíkurborg, sem í lok apríl í fyrra nam 19 milljónum króna, hefur verið greidd að fullu. Borgin styrkir hátíðina um 8 milljónir króna í ár og hefur skrifað undir nýjan samning við rekstraraðilana, sem eru nátengdir þeim sem standa í málaferlum út af fyrri hátíðum.

Þetta kemur fram í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Tvísýnt var síðasta vor hvort hátíðin færi fram í Reykjavík þar sem skuld rekstraraðila við borgina samkvæmt samningi nam 11,6 milljónum króna og kostnaður við viðgerðir á völlum í Laugardal nam 7,4 milljónum króna. Ekkert hafði verið greitt á þeim tíma sem nefndur var í samningi aðilanna. Nú, eftir að hátíðin 2019 fór fram, hefur skuldin hins vegar verið greidd að fullu.

Nýr samningur var samþykktur á fundi borgarráðs 9. janúar vegna hátíðarinnar sem fram fer í lok júní. Tilkynnt hefur verið um tónlistarmenn á hátíðinni í sumar, meðal annars hljómsveitirnar Cypress Hill, Primal Scream og TLC.

Vigdís HauksdóttirBorgarfulltrúi hyggst ekki biðjast afsökunar á ummælum um rekstraraðila Secret Solstice.

Lögmenn aðstandenda hátíðarinnar sendu Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, bréf vegna ummæla hennar á fundi borgarráðs 30. janúar, að því er fram kemur í frétt RÚV. Vigdís vakti þar athygli á styrkveitingu borgarinnar til hátíðarinnar. „Samkvæmt nýjum gögnum frá Reykjavíkurborg kemur í ljós að Secret Solstice er rekin af a.m.k. þremur mismunandi félögum og virðist algjör hending ráða því hvaða félag er látið taka að sér hvaða skuldbindingu vegna rekstursins,“ lét hún bóka. „Þá er fullyrt að aðstandendur hátíðarinnar hafi gefið Reykjavíkurborg rangar og misvísandi upplýsingar um eignarhald félaganna, aðkomu þeirra að hátíðinni og héldu því ranglega fram að félögin myndu greiða eða yfirtaka skuldir fyrri rekstraraðila. Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot.“

„Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot“

Tengdir rekstraraðilar

Á fundinum var kynnt bréf frá lögmanni hljómsveitarinnar Slayer sem ekki fékk borgað fyrir framkomu á hátíðinni 2018 og stendur í málaferlum. Tóku nýir rekstraraðilar við í kjölfarið. Reykjavíkurborg segir málaferli Slayer að engu leyti snúa að borginni.

Hátíðin hefur verið gagnrýnd þar sem skipt var um kennitölu, en nýr eigandi hennar, Guðmundur Hreiðarsson Viborg, er tengdur fyrri eigendum hátíðarinnar. Stjúpsonur hans, Jón Bjarni Steinsson, var upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, en hann er kvæntur Katrínu Ólafsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrra rekstrarfélagsins. Hún er systir Friðriks Ólafssonar, eiganda gamla félagsins, og dóttir Jóns Ólafssonar, athafnamanns og eins helsta styrktaraðila.

Jón ÓlafssonAthafnamaðurinn er meðal helstu styrktaraðila hátíðarinnar.

Forsvarsmenn nýja félagsins, Lifandi viðburðir ehf., krefjast þess að Vigdís biðjist afsökunar á bókuninni og beri hana formlega til baka, ellegar verði farið í mál við hana og skaðabóta krafist. Hafna þeir tengslum við fyrri hátíð og að fyrri rekstraraðilar hafi sagst hafa greitt Slayer að fullu. „Það vekur því furðu að þú, sem lýðræðislega kjörinn borgarfulltrúi, skulir án allrar gagnrýni ljá þessu erindi vægi með því að leggja fram bókun á fundi borgarráðs þar sem umbjóðendur mínir og fyrirsvarsmenn þeirra eru án nokkurra fyrirvara sakaðir um rangfærslur og lögbrot, þ.á m. skattasniðgöngu,“ segir í bréfi þeirra.

„Nei, ég segi í þessu máli eins og öðrum málum sem ég hef verið sökuð um: See you in court“

Í samtali við RÚV segist Vigdís ekki ætla að biðjast afsökunar, heldur taka slaginn fyrir alla kjörna fulltrúa. „Nei, ég segi í þessu máli eins og öðrum málum sem ég hef verið sökuð um: See you in court.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Reikningar frá Klíníkinni í skoðun hjá Sjúkratryggingum
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Reikn­ing­ar frá Klíník­inni í skoð­un hjá Sjúkra­trygg­ing­um

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa opn­að mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni vegna meintra of hárra reikn­inga til rík­is­ins fyr­ir þjón­ustu við við­skipta­vini. Eitt mál­ið snýst um tugi millj­óna króna. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands svör­uðu ekki spurn­ing­um þrátt fyr­ir tæp­lega tveggja vikna frest.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
9
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
1
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
4
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
María Rut Kristinsdóttir
10
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
4
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu