Björt framtíð bauð ekki fram en fékk 1,7 milljónir frá Reykjavíkurborg
Björt framtíð í Reykjavík tapaði 2,3 milljónum króna í fyrra þrátt fyrir að hafa ekki boðið fram í kosningum. Á landsvísu fékk flokkurinn engin framlög úr ríkissjóði árið 2018.
Fréttir
Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu
Skrifstofustjóri Alþingis segir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki brotið reglur þegar fulltrúar MS afhentu henni nýjar mjólkurfernur í anddyri þinghússins. Ekki hafi verið um vöruauglýsingu að ræða, heldur atburð í tengslum við fullveldisafmæli Íslands.
FréttirLaxeldi
Umhverfisráðherra skipti um skoðun: Fannst inngrip í úrskurðarnefndir fráleit hugmynd árið 2016
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði árið 2016 að ríkisstjórninni væri óheimilt samkvæmt alþjóðasamningum að hafa áhrif á úrskurðarnefndir. Lög um laxeldi voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Fyrrverandi umhverfisráðherra gagnrýnir Vinstri græn fyrir hræsni.
ListiACD-ríkisstjórnin
Helmingur ráðherra var staðinn að ósannindum
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sat aðeins í 247 daga og var skammlífasta meirihlutastjórn Íslandssögunnar. Á þessum átta mánuðum voru engu að síður fimm af ellefu ráðherrum staðnir að því að segja ósatt. Tilvikin voru misalvarleg og viðbrögðin ólík; sumir báðust afsökunar og aðrir ekki.
Fréttir
Jón Gnarr um Bjarta framtíð: „Þetta er líklega það sjoppulegasta sem ég hef orðið fyrir“
Jón Gnarr, stofnandi Besta flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, er harðorður í garð Bjartrar framtíðar. Hann segir flokkinn hafa siglt á sinni arfleifð og segist halda á lofti inntaki og hugmyndafræði Besta flokksins. „Ég hef gefið þeim mikið en þau hafa aldrei gefið mér neitt, nema þennan skít núna,“ segir hann.
Fréttir
Sigríður: Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa „litla flokks“
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu lýsa „stórkostlegu ábyrgðarleysi“. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra segir Sigríði gera lítið úr ákvörðun flokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir stjórnarslitin sýna að fólk hafi fengið nóg af leyndarhyggju kerfi þar sem ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi.
Fréttir
„Trumpismi af Bjarna“ að banna gagnrýnisraddir
Ef forsætisráðherra notar samfélagsmiðla til að ræða stjórnmál getur hann ekki útilokað gagnrýnisraddir, án þess að það feli í sér mismunun, segir formaður Gagnsæis, samtaka um spillingu. Embættismenn verði að vera meðvitaðir um skyldur sínar gagnvart almenningi.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Ráðherra notar þingsal í auglýsingaskyni og hæðist að gagnrýni
Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra, sat fyrir á auglýsingu fyrir nána vinkonu sína í sal Alþingis. Í siðareglum ráðherra er skýrt kveðið á um ráðherra beri ekki að nota stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna. Björt tjáði sig um málið á Facebook og þykir það ekki merkilegt.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Björt segir „svokallað faglegt mat hæfisnefndar“ í anda gamla Íslands
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra gagnrýnir femínista í stjórnarandstöðunni fyrir að leggjast gegn tillögu sem felur í sér að fleiri konur eru skipaðar dómarar við nýjan Landsrétt en hæfisnefnd lagði til.
Úttekt
Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur
Þrír landeigendur svæða á náttúruminjaskrá rukka fyrir aðgang án heimildar ríkisins eða Umhverfisstofnunar, sem er á skjön við náttúruverndarlög. Stefna ríkisstjórnarinnar er að hefja svokallaða „skynsamlega gjaldtöku“ á ferðamönnum og búist er við frumvarpi frá umhverfisráðherra fyrir haustþing í þeim tilgangi, en þangað til er lögmæti gjaldtöku óviss.
ÚttektFerðaþjónusta
Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu
Um 70 til 80 friðlýst náttúrusvæði eru óvarin af landvörðum vegna áherslu yfirvalda. Landvörðum hefur ekki fjölgað nándar nærri jafnmikið og erlendum ferðamönnum og segja sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun að friðlýst svæði liggi undir skemmdum vegna ágangs. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að landvörðum verði fjölgað.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Björt skoðar auðlindagjöld á orku- og námuvinnslu
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar að láta kanna möguleikann á að taka upp auðlindagjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda í sameign þjóðarinnar „svo sem í tengslum við orkuvinnslu, námuvinnslu og nýtingu ferðaþjónustu á sérstæðri náttúru þar sem um takmörkuð gæði gæti verið að ræða.“
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.