Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt skoðar auðlindagjöld á orku- og námuvinnslu

Björt Ólafs­dótt­ir, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra, ætl­ar að láta kanna mögu­leik­ann á að taka upp auð­linda­gjöld fyr­ir nýt­ingu nátt­úru­auð­linda í sam­eign þjóð­ar­inn­ar „svo sem í tengsl­um við orku­vinnslu, námu­vinnslu og nýt­ingu ferða­þjón­ustu á sér­stæðri nátt­úru þar sem um tak­mörk­uð gæði gæti ver­ið að ræða.“

Björt skoðar auðlindagjöld á orku- og námuvinnslu

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill að þeir aðilar sem nýta auðlindir í sameign þjóðarinnar og selja til þriðja aðila greiði auðlindagjald af nýtingunni. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Lilju Sigurðardóttur, varaþingkonu Framsóknarflokksins, um málið.

„Ráðherra hyggst leggja mat á þann möguleika að taka upp auðlindagjöld fyrir nýtingu náttúruauðlinda landsins í sameign þjóðarinnar, svo sem í tengslum við orkuvinnslu, námuvinnslu og nýtingu ferðaþjónustu á sérstæðri náttúru þar sem um takmörkuð gæði gæti verið að ræða,“ segir í svari Bjartar. Ekki er gert ráð fyrir upptöku nýrra auðlindagjalda í fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára.

Björt bendir á að það heyri ekki allar náttúruauðlindir undir sitt málefnasvið en segist ætla að beita sér fyrir vinnu í samráði við hlutaðeigandi ráðuneyti við að greina hvernig réttindum til nýtingar náttúruauðlinda er háttað, gagnsæi í úthlutun réttinda og sjálfbærni nýtingarinnar, meðal annars í samhengi við ákvæði um auðlindamál í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 

Í umræddri stefnuyfirlýsingu er hnykkt sérstaklega á því að við ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opinberri eigu skuli ekki „gengið á eignar- og nýtingarrétt einstaklinga nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess“.

Í sjávarútvegskafla stjórnarsáttmálans kemur fram að kannaðir verði kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og „samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna“.

Þá segir að stofnaður verði stöðugleikasjóður sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs, tryggi komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum og geti verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár