Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur

Þrír land­eig­end­ur svæða á nátt­úru­m­inja­skrá rukka fyr­ir að­gang án heim­ild­ar rík­is­ins eða Um­hverf­is­stofn­un­ar, sem er á skjön við nátt­úru­vernd­ar­lög. Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að hefja svo­kall­aða „skyn­sam­lega gjald­töku“ á ferða­mönn­um og bú­ist er við frum­varpi frá um­hverf­is­ráð­herra fyr­ir haust­þing í þeim til­gangi, en þang­að til er lög­mæti gjald­töku óviss.

Í Jónsbók, lagabók frá 13. öld, er að finna ýmis lög sem eru í gildi enn þann dag í dag. Með uppgangi ferðamannaiðnaðarins verða hins vegar ítrekaðir árekstrar milli tveggja lagagreina úr þessari bók, en það er almannaréttur og eignaréttur. Almannaréttur tryggir fólki frjálsar ferðir svo lengi sem það virðir landið og fer ekki í gegnum viðkvæm svæði, en eignaréttur verndar eignir og leyfir eigendum að hagnast af þeim.

Lögin hafa farið í gegnum ýmsar úrbætur í gegnum aldirnar, en meginmunur þeirra í dag er sá að eignaréttur er tryggður af stjórnarskrá en almannaréttur er skilgreindur sem undantekning hans. Þar að auki hafa bæst við ákvæði um náttúruvernd sem segja meðal annars að aðeins Umhverfisstofnun eða aðili sem hefur verið falinn rekstur náttúruverndarsvæðis getur innheimt gjald fyrir þjónustu eða aðgengi að svæði sem hefur orðið fyrir náttúruspjöllum vegna ferðamanna, eða er í hættu á því.

Nýja gullæðið

Ferðamönnum á Íslandi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár