Í Jónsbók, lagabók frá 13. öld, er að finna ýmis lög sem eru í gildi enn þann dag í dag. Með uppgangi ferðamannaiðnaðarins verða hins vegar ítrekaðir árekstrar milli tveggja lagagreina úr þessari bók, en það er almannaréttur og eignaréttur. Almannaréttur tryggir fólki frjálsar ferðir svo lengi sem það virðir landið og fer ekki í gegnum viðkvæm svæði, en eignaréttur verndar eignir og leyfir eigendum að hagnast af þeim.
Lögin hafa farið í gegnum ýmsar úrbætur í gegnum aldirnar, en meginmunur þeirra í dag er sá að eignaréttur er tryggður af stjórnarskrá en almannaréttur er skilgreindur sem undantekning hans. Þar að auki hafa bæst við ákvæði um náttúruvernd sem segja meðal annars að aðeins Umhverfisstofnun eða aðili sem hefur verið falinn rekstur náttúruverndarsvæðis getur innheimt gjald fyrir þjónustu eða aðgengi að svæði sem hefur orðið fyrir náttúruspjöllum vegna ferðamanna, eða er í hættu á því.
Nýja gullæðið
Ferðamönnum á Íslandi …
Athugasemdir