„Þetta er staðurinn: Mitt andlega lögheimili“
Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður og leiðsögumaður, segir að það að vera í náttúrunni veiti sér hamingju og lífsfyllingu. Hann segir útivist hafa verið mótvægi við starf þingmannsins og hann upplifi enn þá tilfinningu að verða bergnuminn í náttúrunni.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
Arion banki hyggst opna aftur kísilverksmiðjuna í Helguvík sem hefur verið lokuð í tæpt ár. Allir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ hafa lýst sig andvíga opnuninni og 350 athugasemdir bárust frá íbúum í bænum. Guðbrandur Einarsson', bæjarfulltrúi og þingmaður VIðreisnar, lýsir áhrifum verksmiðjunnar á heilsufar sitt og útskýrir hvers vegna má ekki opna hana aftur.
AfhjúpunPlastið fundið
6
Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
Stundin fann allt að 1.500 tonn af íslensku plasti sem hefur legið óhreyft í um fimm ár í vöruhúsi í Svíþjóð. Allt plastið var sagt endurunnið eða endurnýtt samkvæmt tölfræði Úrvinnslusjóðs og var íslenskum endurvinnslufyrirtækjum greitt um hundrað milljónir króna fyrir að senda það í endurvinnslu. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir Úrvinnslusjóð bera ábyrgð á að íslenskt plast sé í raun endurunnið. Plastið sligar palestínska flóttamannafjölskyldu í Svíþjóð sem greiðir nú fyrir úrvinnslu á því.
Fréttir
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Í meira en hálfa öld hefur Valdi safnað föllnum hjólkoppum, gert við þá og sellt þá til endurnýtingar. Hann heldur ótrauður áfram, þrátt fyrir kreppu í bransanum og þótt hann hafi ekki fengið neina Covid-styrki. Valdi og bróðir hans lýsa lífinu í „jaðarsamfélaginu“ við mörk Reykjavíkur, sem nú er að ganga í endurnýjun lífdaga.
Menning
Epli á Íslandi eru táknmynd heimsendis
Karl Ágúst Þorbergsson listamaður fjallar um tengsl epla og heimsendis í hugvekju sinni fyrir viðburðaröðina Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni. Hann segir eplarækt á Íslandi vera táknmynd heimsendis því ekki væri hægt að rækta epli hér á landi nema vegna hamfarahlýnunar.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
7
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir af sér
Laufey Helga Guðmundsdóttir, skipaður stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs af umhverfisráðherra, hefur sagt af sér. Alþingi óskaði eftir því að ríkisendurskoðun rannsakaði starfsemi sjóðsins. Sjóðurinn veltir milljörðum króna á ári hverju.
FréttirEndurvinnsla á Íslandi
Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu of mikið menguð af þungmálmum
Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja um. Ætluðu að dreifa moltunni um íslenska náttúru. Endurvinnsluhlutfall Íslendinga er langt undir viðmiðum.
ÚttektEndurvinnsla á Íslandi
Þau sem skila dósum og flöskum snuðuð frá árinu 2017
Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um hækkun skilagjalds á dósum og flöskum. Ný lög aftengja vísitöluhækkun á skilagjaldinu. Samkvæmt lögum hefði skilagjald átt að hækka fyrst árið 2017 og aftur árið 2019.
Fréttir
Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu
Reykjanesbær hefur ákveðið að flýta endurnýjun á vatnslögnum í Háaleitisskóla á Ásbrú, þar sem Stundin mældi blýmengun í drykkjarvatni í síðasta mánuði. Bæjarstjórinn og skólastjórinn segja aðgerðirnar ekki tengjast umfjöllunar Stundarinnar. „Þær framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla,“ segir bæjarstjórinn.
Rannsókn
Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Sýni sem Stundin tók sýndi meira en níu sinnum meira magn þungmálmsins nikkels en leyfilegt er á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Fréttir
Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
„Mikil náttúruverðmæti raskast verulega“, segir í mati Skipulagsstofnunar á fyrirhugaðri Svartárvirkjun á mörkum Bárðardals og hálendisins fyrir norðan. Stofnunin varar við röskun á „einum lífríkustu og vatnsmestu lindám landsins“ og sérstæðu landslagi með upplifunargildi. Samkvæmt lögum hefði ekki þurft að gera umhverfismat. Stofnunin segir matsskýrslu framkvæmdaaðilanna skorta trúverðugleika.
Pistill
Einar Már Jónsson
Bensíntunnan blikar
Einar Már Jónsson segir söguna af afneitun lofstslagsbreytinga.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.