Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Epli á Íslandi eru táknmynd heimsendis

Karl Ág­úst Þor­bergs­son lista­mað­ur fjall­ar um tengsl epla og heimsend­is í hug­vekju sinni fyr­ir við­burðaröð­ina Sjálf­bær samruni – sam­tal lista og vís­inda um sjálf­bærni. Hann seg­ir epla­rækt á Ís­landi vera tákn­mynd heimsend­is því ekki væri hægt að rækta epli hér á landi nema vegna ham­fara­hlýn­un­ar.

„Þetta er ekki epli“ er fínlega skrifað með svartri olíumálningu rétt fyrir ofan fallega málað epli á frægu málverki franska listamannsins René Magritte en verkið málaði hann aðeins þremur árum fyrir dauða sinn. Íslenski sviðslistamaðurinn Karl Ágúst Þorbergsson er sammála Magritte að því leyti að epli sé ekki epli eða bara epli heldur svo margt annað en Karl Ágúst hefur síðustu ár bæði ræktað epli í íslenskri veðráttu og fjallað um þau í list sinni og tengsl þeirra við heimsendi. 

„Eplið er ekki einungis ávöxtur heldur, eins og mynd Magritte bendir til með því að segja að eplið sé ekki epli, eitthvað annað en epli, þetta sé eitthvað meira eða einhver annar hlutur og ef maður fer að skoða táknfræði eplisins þá felur það í sér endalausar vísanir í mjög tragískt fall mannsins og heimsendi, drambsemi, hroka, draumóra og tálsýnir,“ segir Karl. 

Þetta er ekki epliHið fræga málverk Magritte …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár