Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum

Töl­fræðilík­an danskra rann­sak­enda gef­ur til kynna að snögg kóln­un á Norð­ur-Atlants­hafi hefj­ist á næstu ára­tug­um. Verði það raun­in versna lífs­skil­yrði á Ís­landi til muna.

Spá kólnun á Íslandi um 5 til 10 gráður á næstu áratugum
Reykjavík Ef forspáin gengur eftir verður sumarhiti í Reykjavík nær þeim meðalhita sem nú er í október, en hann er um 5 gráður. Mynd: Shutterstock

Sumarið í Reykjavík verður eins og sumar á Svalbarða innan fárra áratuga, ef niðurstöður nýrrar, danskrar vísindarannsóknar ganga eftir.

„Ísland mun líklega verða fyrir 5-10 gráðu lækkun á hitastigi, sem hlýnun jarðar bætir þó upp að hluta,“ segir Peter Ditlevsen, prófessor við Niels Bohr stofnunina í Kaupmannahöfn og annar rannsakendanna, í samtali við Heimildina.

Fjallað hefur verið um rannsóknina í öllum helstu fjölmiðlum heims í dag og í gær. Markmið rannsóknarinnar var að tímasetja stöðvun hafstraumanna sem fræðimenn kalla veltihringrás Atlantshafsins og felur í sér flutning hlýs yfirborðssjávar norður á bóginn og djúpstreymi saltríkari og kaldari sjávar suður á bóginn. Þetta er hluti af því sem flest þekkja undir heitinu Golfstraumurinn og er kennt í íslenskum skólum að sé forsenda mannlífs á Íslandi. Ástæða þess að hlýrra er norðarlega í Atlantshafi heldur en í Kyrrahafi er þessi varmaflutningur sjávar sem leiðir af sér mun hærra hitastig á Íslandi en norðlæg lega landsins byði annars upp á. Með vaxandi ferskvatnsstreymi vegna bráðnunar jökla og aukinnar úrkomu á norðurslóðum er talið að straumurinn raskist og varmadreifingin úr suðri þar með.

Meðalhiti í Reykjavík í júlí er 11,7 gráður, en verður nálægt núverandi sumarhita á Svalbarða, sem er 3 til 7 gráður, rofni hafstraumurinn. Breytingin leiðir af sér hamskipti landsins, fyrirsjáanlega mikla útþenslu jökla yfir mest allt hálendi og fjallendi, þar sem snælína lækkar að líkindum um nokkur hundruð metra.

Svalbarði að sumriÍ Longyearbyen, höfuðbyggð Svalbarða, nær hitinn mest 7 gráðum á venjulegum degi í júlí.

Vendipunkturinn gæti í fyrsta lagi orðið innan tveggja ára, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. 

Forsenda líkansins er að orsakaþættir hlýnunar þróist með sama hætti og áður, til dæmis að útblástur gróðurhúsalofttegunda haldi áfram að aukast eins og gert hefur verið frá iðnbyltingu.

Hringrásarstraumurinn hefur veikst á öldinni, samkvæmt mælingum. Að mati margra vísindamanna er aðeins spurning um hvar vendipunkturinn liggur og þar með hvenær straumurinn raskast eða rofnar. Þar liggur helsta framlag rannsóknarinnar, að komast að niðurstöðu um tímasetningu á rofi straumsins. Innan samhengis líkansins eru 95% líkur á að veltihringrásin hrynji á tímabilinu 2025 til 2095 og líklegasti vendipunktur árið 2057, eftir 34 ár.

„Þegar við sáum það fyrst brá okkur svo að við athuguðum það aftur og aftur,“ segir Susanne Ditlevsen, prófessor við Stærðfræðistofnunina í Kaupmannahafnarháskóla, og annar höfundur rannsóknarinnar, í samtali við Politiken.

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) hefur gengið út frá því, út frá fyrri rannsóknum, að veruleg veiking straumsins sé ólíkleg á þessari öld. Viðvaranir dönsku vísindamannanna eru þó óvenjulega berorðar í grein þeirra sem birtist í tímaritinu Nature Communications, með titlinum Viðvörun um yfirvofandi hrun veltihringrásar Atlantshafsins.

Rannsóknin er tölfræðigreining og nýtir víðara gagnasafn en áður sem sýnir fyrirboða breytileika í hafstraumnum áður en áhrif loftslagsbreytinga komu til að fullum krafti. Hún hefur um leið verið gagnrýnd fyrir að byggja einnig á eldri mælingum, aftur til 1870, sem kunna að vera óáreiðanlegar. Að auki hefur rannsóknin verið gagnrýnd fyrir að byggja á mælingum á yfirborðshita sjávar, sem hugsanlega séu ekki nægilegar til að greina veltihringrásarbeltið í heild eða spá fyrir um hegðun þess. Rannsóknin hefur hlotið misjafnar viðtökur vísindamanna, en margir þeirra líta á hana sem staðfestingu á því að ógnin sé bæði vel möguleg og mun nær í tíma en gert hafði verið ráð fyrir, með þeim hætti að ekki sé hægt að hunsa hana. Aðferðafræðin sé gott tæki en niðurstöðurnar ekki óyggjandi. 

Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir í samtali við íslenska fjölmiðla að líklegast væri að veltihringrásin myndi aðeins raskast en ekki stöðvast og að hún færi að líkindum aftur í gang. Hann gerir ráð fyrir staðbundnari og tímabundnari veikingu straumsins og þar með kuldakasti sem gengur yfir. Þannig verði hlýnun í heildina, samkvæmt þeim loftslagslíkunum sem hann hafi skoðað.

Hér má lesa viðbrögð annarra vísindamanna.

Hafstraumar og loftslag eru afar flókin kerfi og þótt rannsakendurnir hafi fulla trú á aðferðafræði sinni er forspáin tölfræðileg líkindi að gefnum tilteknum forsendum.

„Í grunninn er þetta óvíst. Norður-Atlantshafsstraumurinn hefur ekki stöðvast síðan á ísöld, þegar hann stöðvaðist og endurræstist á víxl með nokkurra þúsunda ára millibili [Dansgaard-Oeschger atburðirnir]. Þegar það gerðist varð risastór breyting, um 10 til 15 gráður á einum áratug, samanborið við 1,5 gráður á öld núna. En ísaldarloftslag er mjög frábrugðið hlýju loftslagi okkar tíma,“ segir Peter Ditlevsen í svari til Heimildarinnar.

Fyrir liggur þó eðlisfræðin að baki og mælingar sem sýna strauminn veikjast samhliða hlýnun og bráðnun jökla. Jarðfræðilega er ekki langt síðan Ísland var alþakið jökli. Fyrir 20 þúsund árum er talið að nálega 900 metra þykkur jökull hafi legið yfir Reykjavík og jökulskjöldur, með hábungu á sunnanverðu landinu, náð um 200 kílómetra út fyrir núverandi strendur landsins. Orsakir ísaldar eru hins vegar fleiri og flóknari en hafstraumar einir og sér. Í jarðfræðilegum skilningi er ísöld enn yfirstandandi, þó nú sé hlýskeið. Á þremur milljónum ára yfirstandandi ísaldar er talið að loftslag hafi sveiflast milli kuldaskeiðs og hlýskeiðs 24 sinnum. Síðasta kuldaskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum, en á því skeiði var lofthiti um 10 gráðum lægri en nú.

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Matthildur Jóhannsdóttir skrifaði
    Eigum við að flitja aftur til Írlands? Eða....Þar sem spænska er kennd lengur í framhaldsskólum en Danska. Liggur augljóslega fyrir að norður Spánn eða Tene eru hlýrri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Páll Vilhjálmsson aftur dæmdur fyrir röng og ærumeiðandi ummæli
7
Fréttir

Páll Vil­hjálms­son aft­ur dæmd­ur fyr­ir röng og ærumeið­andi um­mæli

Um­mæli sem Páll Vil­hjálms­son hef­ur lát­ið falla um Að­al­stein Kjart­ans­son voru dæmd dauð og ómerk í Hér­aðs­dómi í dag. Hann þarf að greiða 450 þús­und krón­ur í miska­bæt­ur og sæta dag­sekt­um fari hann ekki að til­mæl­um dóms­ins. Páll var sak­felld­ur á síð­asta ári fyr­ir ærumeið­andi að­drótt­an­ir um aðra blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar.
Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ
9
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðu­neyt­ið tel­ur sig ekki getað at­hug­að ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar í Garða­bæ

Þrír bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Garða­bær leit­uðu til inn­viða­ráðu­neyt­is­ins vegna ráðn­ing­ar Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf svið­stjóra hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Lúð­vík Örn er með fjöl­þætt tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ og var ráðn­ing­in gagn­rýnd harka­lega af bæj­ar­full­trú­um minni­hlut­ans.
Þingmaður Viðreisnar segir Bjarna ganga gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins
10
Fréttir

Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir Bjarna ganga gegn grunn­gild­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um voru ný­sam­þykkt­ar og um­deild­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um til um­ræðu. Sig­mar Guð­munds­son spurði ný­skip­að­an for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son, hvort til stæði að fella úr gildi laga­breyt­ing­arn­ar í ljósi þeirr­ar hörðu gagn­rýni sem hef­ur kom­ið fram á vinnu­brögð­um meiri­hlut­ans við af­greiðslu lag­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
3
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sérfræðingur segir Ísland öruggara utan NATO
6
Greining

Sér­fræð­ing­ur seg­ir Ís­land ör­ugg­ara ut­an NATO

Sér­fræð­ing­ur í sviðs­mynd­um hern­að­ar­átaka fyr­ir NATO tel­ur minni lík­ur á að Ís­land yrði skot­mark í stríði ef land­ið væri hlut­laust og stæði ut­an NATO. Dós­ent í ör­ygg­is­fræð­um við Há­skóla Ís­lands er ósam­mála og seg­ir það „geð­veiki“ að ganga úr NATO á þess­um tíma­punkti. Með­al hlut­lausra ríkja ut­an varn­ar­banda­laga eru eyrík­in Ír­land og Malta.
Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
8
Viðskipti

For­stjór­arn­ir í Kaup­höll­inni kost­uðu 2,7 millj­arða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
9
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
3
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
7
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Greiðslubyrði mun brátt tvöfaldast á fjölmörgum íbúðalánum
8
Neytendur

Greiðslu­byrði mun brátt tvö­fald­ast á fjöl­mörg­um íbúðalán­um

Í nýj­asta hefti Fjár­mála­stöðu­leika Seðla­banka Ís­lands er tal­ið að mið­að við nú­ver­andi efna­hags­að­stæð­ur megi gera ráð fyr­ir því að lán­tak­end­ur haldi áfram að færa sig í yf­ir verð­tryggð lán. Á þessu ári munu fast­ir vext­ir á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 254 millj­arða króna losna. Seðla­bank­inn hvet­ur bank­ana til þess að und­ir­búa sig fyr­ir endu­fjár­mögn­un­ar­áhættu sem gæti skap­ast á næstu miss­er­um.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
10
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár