Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu

Sýni sem Stund­in tók sýndi meira en níu sinn­um meira magn þung­málms­ins nikk­els en leyfi­legt er á Ás­brú í Reykja­nes­bæ.

Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Um 3.500 manns búa þar á Ásbrúarsvæðinu, þar af 700 manns 18 ára og yngri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vatnssýni sem Stundin tók á heimili leigjenda á Ásbrú, áður þekkt sem varnarsvæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, sýndi að magn þungmálmsins nikkels, sem safnast saman í mannslíkamanum, greindist nífalt yfir heilsuverndarmörkum.

Sýnatakan var hluti af rannsókn Stundarinnar á gæðum drykkjarvatns í byggðinni sem Bandaríkjaher reisti. Stundin hefur áður greint frá blýmengun í drykkjarvatni í grunnskólanum á svæðinu. Þrátt fyrir að hún mælist undir heilsuverndarmörkum er talið að ekkert magn blýs sé öruggt fyrir börn. Það getur haft alvarleg, óafturkræf áhrif á heilsu fólks og sérstaklega börn. 

Áður óbirt rannsóknargögn á blýmengun á varnarsvæðinu frá árunum 1996 til 1999 sýna að magn blýs í vatninu var allt að tvö þúsund sinnum meira en leyfilegt er þegar verst var. Ástæða þungmálamengunarinnar er að við framkvæmdir á svæðinu notuðu verktakar blý við lagningu vatnslagna á svæðinu. Stundin framkvæmdi sýnatökuna í samstarfi við Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðing, sem vann meðal annarra að sýnatökum Bandaríkjahers á svæðinu undir lok síðustu aldar.

Blý var ekki það eina sem kom fram í niðurstöðum sýnatöku Stundarinnar og Lárusar, heldur fannst umtalsvert magn af nikkeli í einu sýnanna sem Stundin tók.

ÁsbrúÞungmálmamengun í drykkjarvatninu á varnarsvæði Bandaríkjahers mældist gífurleg. Enn eimir eftir af henni.

Nikkel finnst í miklu magni

Stundin tók nokkur vatnssýni á Ásbrúarsvæðinu og sýndu þau að ekki var bara blýmengun á svæðinu.

Stundin tók sjö sýni á svæðinu. Í tveimur sýnanna var magn þungmálmsins nikkels helmingur þess sem heimilt er samkvæmt opinberum heilsuverndarmörkum. Í einu sýnanna mældist það hins vegar langt yfir mörkum. Leyfilegt magn nikkels í drykkjarvatni er 20 ug/L, en niðurstöðu sýnatöku Stundarinnar mældi 185,5 ug/L, sem er um nífalt meira en leyfilegt er. Í því magni getur nikkel haft áhrif á heilsu fólks, þá sérstaklega fólk með nikkel ofnæmi. Einnig hafa rannsóknir, sem voru gerðar á dýrum, sýnt að nikkel hefur skaðleg áhrif á heilsu þeirra. Má þar nefna helst fósturlát, minni framleiðslu sæðisfruma og krabbamein. Samkvæmt ítarlegri rannsókn matvælastofnunar Evrópu kemur fram að líkaminn geymi frekar nikkel í líkamanum sé þungamálmurinn í vatni frekar en í mat.

Vatnslagnir ástæða mengunarinnar

Ástæðan fyrir þessari þungmálmamengun á Ásbúrarsvæðinu er vatnslagnir, bæði í jörðu og innanhúss, sem hermálayfirvöld lögðu á þeim tíma þegar herstöðin var í notkun.

Herinn vissi af menguninni á sínum tíma. Fyrstu sýnin sem sýndu þungmálmamengun í drykkjarvatni voru tekin 1996, en ekki var brugðist við menguninni fyrr en þremur árum seinna, eða 1999. Ekki er vitað hvort herinn vissi af þungmálmamengun fyrir þann tíma. Voru því hermenn og fjölskyldur þeirra að drekka vatn í langan tíma sem var mengað af þungmálmum. Þá unni margir Íslendingar á herstöðinni sem einnig drukku vatnið.

Því er rétt að taka fram að nikkel- og blýmengunin á Ásbrú tengist ekki vatnsbóli eða meginlögnum á svæðinu.

Leigjendum brugðið við niðurstöðunum

Sýnið sem Stundin tók, sem sýndi gífurlega hátt magns Nikkels í drykkjarvatni, var tekið í einum af leiguíbúðum fyrirtækisins Heimstaden. Fyrirtækið hét áður Heimavellir, en það skipti um nafn nýverið. Félagið rekur á annað þúsund leiguíbúða á landinu.

Í samtali við Stundina sagði leigjandinn að honum var brugðið við niðurstöðurnar, en á heimilinu eru tvö ung börn. Munu þau ræða við lækni á næstu dögum til að sjá hvort þessar niðurstöður hafi einhver áhrif á heilsu barna þeirra. 

Segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu

Eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu herstöðina hafa fá sýni verið tekin til að fá heildarmynd á gæði drykkjarvatns á svæðinu. Þrátt litla sýnatöku eru vísbendingar um að víða um svæðið séu ennþá lagnir sem menga drykkjarvatn með þungmálmum.

Árið 2009 hóf Lárus Rúnar Ástvaldsson mælingar á blýi í neysluvatni. Ástæða þessara mælinga var mastersritgerð hans í umhverfis- og byggingarverkfræðideild við Háskóla Íslands. Snerist hún um hvort blý myndist finnast í drykkjarvatni Íslendinga. Reynsla Lárusar í þessum málaflokki er mikil, en hann vann meðal annars við vatnamælingar hjá bandaríska hernum og hlaut þjálfun til þess í Texas í Bandaríkjunum. Lárus starfaði á árunum 1997 til 2005 hjá hernum. Vissi hann því af ástandinu sem skapaðist vegna blýmengunar á varnarsvæðinu á sínum tíma og tók sjálfur mörg þeirra sýna sem sýndu hættulega mikið magn af blýi á svæðinu. Lárus vildi vita hvort þessi mengun væri enn til staðar eftir að herinn fór í aðgerðir til að stemma stigu við blýmenguninni.

„Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“
Lárus Rúnar Ástvaldsson umhverfisverkfræðingur

Niðurstöðurnar sýndu að þrátt fyrir að herinn hefði farið í umtalsverðar aðgerðir á svæðinu til að ná niður blýmenguninni, var blý enn að mælast í drykkjarvatninu. Lárus bendir á að sá litli fjöldi af sýnum sem hefur verið tekinn eftir að herinn fór sé ekki nóg. Hann segir að það þurfi að taka mun fleiri sýni á svæðinu til að komast að því hvar vatnslagnir, sem innihalda blý, séu nákvæmlega staðsettar svo hægt sé að bregðast við því og upplýsa íbúa svæðisins um ástandið. „Það er augljóst að blý var notað af hernum og að blýið er enn þá til staðar í veitukerfinu. Spurningin er bara hvar. Það er nauðsynlegt að fleiri sýni séu tekin til að komast að þessu.“

Þetta er í samræmi við skýrslu heilbrigðiseftirlits Suðurnesja árið 2008: „Nauðsynlegt er að fylgjast með lögnum og neysluvatni á svæðinu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár