Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þau sem skila dósum og flöskum snuðuð frá árinu 2017

Um­hverf­is­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um hækk­un skila­gjalds á dós­um og flösk­um. Ný lög af­tengja vísi­tölu­hækk­un á skila­gjald­inu. Sam­kvæmt lög­um hefði skila­gjald átt að hækka fyrst ár­ið 2017 og aft­ur ár­ið 2019.

Skilagjald á dósum og flöskum er í dag 16 krónur og hefur verið það síðan árið 2015. Fólk sem samviskulega flokkar dósir og flöskur fær greiddar þessar krónur þegar það skilar þeim í endurvinnslu. Það gjald á samkvæmt lögum að hækka í samræmi við vísitölu neysluverðs. Sú hækkun hefur aldrei átt sér stað frá 2015. Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að hækka skilagjaldið, en hann mun einnig taka út tengingu vísitölu neysluverðs við skilagjaldið. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að fyrirtækið Endurvinnslan hf. komi með tillögur að hækkun skilagjaldsins, fyrirtæki sem er í meirihluta eigu einkaaðila sem sjálfir borga skilagjald af framleiðsluvörum sínum.

Fyrirtækið Endurvinnslan hf. er einn af þeim aðilum sem tekur á móti flöskum og dósum hér á landi. Endurvinnslan hf. er fyrirtæki sem er í meirihlutaeigu fyrirtækja sem nota langmest af plastumbúðum á Íslandi. Meirihlutaeigendur eru meðal annars Coca Cola European Partners á Íslandi, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár