Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Flokka fernurnar samviskusamlega

Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir og fjöl­skylda neyta tölu­vert mik­ið af vör­um sem koma í fern­um og eru bú­in að koma sér upp góðu kerfi til þess að flokka þær, til þess að hægt sé að end­ur­vinna þær. Þór­hild­ur seg­ir mik­il­vægt að hægt sé að treysta því að sorp­ið, sem hún skol­ar og flokk­ar, fari í ákveð­inn far­veg.

Flokka fernurnar samviskusamlega
Gæti verið meira traust Á myndinni situr fjölskylda sem gerir sitt besta til þess að skola og flokka fyrir umhverfið og Þórhildur, sem situr með Sigga son sinn í fanginu, segir vanta meiri upplýsingagjöf til almennings um hvað verði um sorpið sem hún flokkar. Við hlið Þórhildar sitja Sveinn maðurinn hennar með Eyfa son þeirra í fanginu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á heimili Þórhildar Ólafsdóttur er keypt töluvert af fernum með mjólkurvörum. „Við erum með tvö lítil börn sem þurfa sína mjólk og svo er eitt og annað sem fellur til og er í fernum,“ segir hún. 

Hún er áhugasöm um sorpflokkun og hefur komið sér upp góðu kerfi. Það er vegna þess að hún „vill gera vel“. Í því skyni hefur hún lagt sig eftir því að afla upplýsinga um hvernig sé best að bera sig að og hvernig slíkt kerfi sé sem þægilegast fyrir alla fjölskylduna. „Maður fórnar náttúrlega plássi undir flokkunina og þar fram eftir götunum. Ég er að skola fernurnar og búa aðeins um þær, en ég tel það ekki eftir mér. Ég er heppin að það hefur verið frekar auðvelt að koma upp flokkunarílátum hér heima,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst þetta bara ganga mjög vel. Flokkun er orðin hluti af lífinu og heimilisstörfunum.“ …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar
RannsóknFernurnar brenna

Neyt­end­ur blekkt­ir til að flokka fern­ur sem eru brennd­ar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár