Umhverfis- og auðlindaráðherra telur ekki tímabært að breyta eigi skipan og hlutverki loftslagsráð þrátt fyrir gagnrýni Landverndar og þingmanns.
Fréttir
Terra dreifir enn plastmengaðri moltu í Krýsuvík - Gler og skrúfur í efninu
Nýjir farmar af moltu sem Terra hefur flutt í Krýsuvík reyndust mengaðir af plasti. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það ekki viðunandi. Hann segir jafnframt að koma þurfi á eftirliti með moltugerð. Stjórnarmaður í Landvernd segir ekkert eðlilegt við það að setja efni sem inniheldur plast, gler og skrúfur út á víðavang.
Fréttir
Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“
Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra „umhverfisfyrirtæki ársins“. Terra dreifði mörgum tonnum af plastmengaðri moltu í Krýsuvík í sumar. Vankunnátta á eigin ferlum var ástæða þess. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir Terra hafa gefið sér greinargóðar skýringar.
Fréttir
„Umhverfisfyrirtæki ársins“ dreifði plastdrasli um náttúruna
1.500 rúmmetrar af moltu sem fyrirtækið Terra dreifði til uppgræðslu í Krýsuvík voru allir plastmengaðir. Plast og rusl mátti sjá vítt og breitt um svæðið. Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra „umhverfisfyrirtæki ársins“ fyrr í mánuðinum. Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, segist taka málið mjög nærri sér.
Fréttir
Umhverfisráðherra gerði milljónasamning við McKinsey: Áhugi innlendra aðila ekki kannaður
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra samdi beint við Kaupmannahafnarskrifstofu McKinsey um rýni á aðgerðaráætlun í umhverfismálum. Upphæðin, 15,5 milljónir króna, er akkúrat undir viðmiðunarmörkum um útboð. Íslenskur umhverfisfræðingur hefði viljað vinna verkefnið hér á landi.
FréttirHálendisþjóðgarður
Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
Þjóðgarður á Miðhálendinu fer fyrir Alþingi næsta vor. Almenningur fær tækifæri til að veita umsögn við áformin, áður en frumvarp verður lagt fram.
Fréttir
Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu eða ráðist í greiningarvinnu vegna loftslagsflóttamanna, enda er hugtakið enn í mótun á alþjóðavettvangi. „Ísland skipar sér iðulega í ört stækkandi hóp ríkja sem telja að neikvæð umhverfisáhrif hafi aukið og muni auka enn frekar á flóttamannavandann,“ segir aðstoðarmaður umhverfisráðherra.
Fréttir
Biðla til umhverfisráðherra að kaupa Vigur
Eyjan Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur verið á sölu í rúmt ár. Bæjarráð Ísafjarðar þrýstir á stjórnvöld að kaupa eyjuna, en kauptilboð grísks manns var dregið til baka.
FréttirFerðaþjónusta
Landeigendur reyna að stöðva ferðafólk þrátt fyrir almannarétt
Forsprakkar í ferða- og útivistargeiranum segja reglulega koma upp ágreining við landeigendur, þó samskipti við bændur séu almennt góð. Ráðuneyti endurskoða nú ákvæði um almannarétt í lögum.
Úttekt
Nemendum haldið inni vegna loftmengunar
Svifryk hefur farið sex sinnum yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík það sem af er ári. Frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga eru sammála um að loftmengun sé vandamál og segja mikilvægt að leggja gjald á notkun nagladekkja og efla almenningssamgöngur.
Fréttir
Stefna á gjaldtöku vegna nagladekkja
Áætlun um loftgæði á Íslandi gerir ráð fyrir að svifryksmengun fari aldrei yfir heilsufarsmörk af völdum umferðar árið 2029.
Úttekt
Græða á því að rukka fólk ólöglega fyrir að sjá náttúruperlur
Þrír landeigendur svæða á náttúruminjaskrá rukka fyrir aðgang án heimildar ríkisins eða Umhverfisstofnunar, sem er á skjön við náttúruverndarlög. Stefna ríkisstjórnarinnar er að hefja svokallaða „skynsamlega gjaldtöku“ á ferðamönnum og búist er við frumvarpi frá umhverfisráðherra fyrir haustþing í þeim tilgangi, en þangað til er lögmæti gjaldtöku óviss.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.