Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins út­nefndu Terra „um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins“. Terra dreifði mörg­um tonn­um af plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík í sum­ar. Van­kunn­átta á eig­in ferl­um var ástæða þess. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir Terra hafa gef­ið sér grein­ar­góð­ar skýr­ing­ar.

Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“
Finnst skýringarnar greinargóðar Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, þykja skýringar Terra á því að fyrirtækið hafi dreift 1.500 rúmmetrum af plastmengaðri moltu í Krýsuvík greinargóðar. Mynd: RÚV

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra, sem dreifði 1.500 rúmmetrum af plastmengaðri moltu í Krýsuvík í sumar, var útnefnt „umhverfisfyrirtæki ársins“ af Samtökum atvinnlífsins um miðjan þennan mánuð. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að öllum geti orðið á mistök en eftir sem áður standi sú útnefning.

Terra vann að því í sumar, í samstarfi við Landgræðsluna og með stuðningi umhverfisráðuneytisins, að græða upp land í Krýsuvík með því að dreifa þar moltu sem fyrirtækið vann úr lífrænum úrgangi. Stundin greindi frá því í síðustu viku að moltan sem dreift var hefði verið menguð af plasti af ýmsum toga, smáu sem stóru. Meðal annars mátti sjá á myndum af svæðinu heilu plashnífapörin og lyfjaumbúðir. Ferlið sem notað var við vinnslu moltunnar reyndist algjörlega ófullnægjandi.

„Betra ef þetta hefði ekki verið“

Spurður hvort það væru vonbrigði fyrir Samtök atvinnulífsins að fyrirtækið sem samtökin útnefndu sem „umhverfisfyrirtæki ársins“ hefði orðið uppvíst að því að dreifa plastmengaðri moltu í tonnavís í Krýsuvík segir Halldór Benjamín að vissulega hefði verið betra að það hefði ekki gerst. „Fyrirtækið hefur gefið mér greinargóðar skýringar á þessu og mér finnst þær vera efnislega mjög efnisríkar. Þau eru búin að fara nokkrum sinnum á vettvang og fara í gegnum þessa moltu, þau hafa beðist afsökunar á þessu og þarna hafa átt sér stað einhver mistök. Jú, það hefði verið betra ef þetta hefði ekki verið en mér finnst þau hafa gefið mjög trúverðugar skýringar.“

„Að sjálfsögðu, ég meina, öllum geta orðið á mistök“

Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, greindi frá því í fyrri frétt Stundarinnar um málið að ástæðuna fyrir því að moltan sem um ræðir hefði reynst plastmenguð hefði verið þekkingarleysi starfsmanna fyrirtækisins, þar hefðu menn ekki áttað sig á því að þeir verkferlar sem beitt væri við moltugerðina væru ófullnægjandi. Þegar Halldór Benjamín var spurður hvort ekki væri áhyggjuefni að aðildarfyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins, sem sérhæfði sig beinlínis í endurvinnslu og umhverfismálum, hefði ekki þekkingu á þeim ferlum sem þar væri beitt svaraði Halldór Benjamín: „Ef það er með þeim hætti sem þú lýsir þá er það óheppilegt en ég hef ekki séð það sem þú ert að vísa til þannig að ég þarf að tala við fyrirtækið og spyrja til að átta mig á því.“

Þegar Halldór Benjamín var spurður hvort málið breytti einhverju hvað varðaði útnefningu Terra sem umhverfisfyrirtæki ársins, hvort sú útnefning standi, svaraði Halldór Benjamín: „Að sjálfsögðu, ég meina, öllum geta orðið á mistök.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár