Uppbygging innviða á friðlýstum náttúruverndarsvæðum hefur ekki haldið í við öra fjölgun ferðamanna og víða um land er landvarsla einungis stunduð á sumrin. Aukið álag hefur þegar komið niður á náttúrunni og ýmis svæði liggja undir skemmdum. Það segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar. Hann segir nauðsynlegt að mæta ferðamannastraumnum með aukinni landvörslu allt árið um kring. Hann segir að á fjölförnustu stöðunum hafi gróður komið illa undan vetri og hefur þurft að loka svæðum tímabundið vegna gróðurskemmda. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir þessa gríðarlegu aukningu ferðamanna hafa verið „ófyrirséða“ en vonast til að geta lengt tímabil landvörslu næsta vetur.
Loka vegna gróðrarskemmda
Veturinn í ár var einstaklega mildur og lítill sem enginn snjór til að verja gróður fyrir ágangi vel skóaðra gesta svæðisins. Auk þess var aðgengi að hálendinu því betra, til að mynda að Friðlandi á fjallabaki þar sem enginn landvörður starfar á veturna. „Við höfum fengið ábendingar …
Athugasemdir