Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu

Um 70 til 80 frið­lýst nátt­úru­svæði eru óvar­in af land­vörð­um vegna áherslu yf­ir­valda. Land­vörð­um hef­ur ekki fjölg­að nánd­ar nærri jafn­mik­ið og er­lend­um ferða­mönn­um og segja sér­fræð­ing­ar hjá Um­hverf­is­stofn­un að frið­lýst svæði liggi und­ir skemmd­um vegna ágangs. Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að land­vörð­um verði fjölg­að.

Uppbygging innviða á friðlýstum náttúruverndarsvæðum hefur ekki haldið í við öra fjölgun ferðamanna og víða um land er landvarsla einungis stunduð á sumrin. Aukið álag hefur þegar komið niður á náttúrunni og ýmis svæði liggja undir skemmdum. Það segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar. Hann segir nauðsynlegt að mæta ferðamannastraumnum með aukinni landvörslu allt árið um kring. Hann segir að á fjölförnustu stöðunum hafi gróður komið illa undan vetri og hefur þurft að loka svæðum tímabundið vegna gróðurskemmda. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir þessa gríðarlegu aukningu ferðamanna hafa verið „ófyrirséða“ en vonast til að geta lengt tímabil landvörslu næsta vetur.

Loka vegna gróðrarskemmda

Veturinn í ár var einstaklega mildur og lítill sem enginn snjór til að verja gróður fyrir ágangi vel skóaðra gesta svæðisins. Auk þess var aðgengi að hálendinu því betra, til að mynda að Friðlandi á fjallabaki þar sem enginn landvörður starfar á veturna. „Við höfum fengið ábendingar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár