Þórdís Sigurðardóttir hláturþjálfari hjálpar fólki að laða það besta úr út sjálfum sér með því að hlæja meira og brosa.
Listi
Fimm furðulegustu átökin
Samtök og stofnanir á Íslandi hafa sett af stað fjölda herferða, sem hafa heppnast misvel.
Fréttir
Stefnt að auknum einkarekstri í heilbrigðisþjónustu
Fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd segir að á fáum sviðum bregðist stjórnvöld væntingum landsmanna hrapallegar en í fjárveitingum til sjúkrahúsþjónustu, sem séu langt frá þeim fyrirheitum sem ríkisstjórnaflokkanir gáfu í aðdraganda kosninga.
Fréttir
Smálánafyrirtæki hvetja fólk til að taka kostnaðarsöm lán í smáskilaboðum
Fyrirtækin Hraðpeningar og Múla senda einstaklingum, sem aldrei hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins áður, smáskilaboð þar sem þeir eru hvattir til að taka 20 þúsund króna smálán sem þeir fá greidd inn á reikning sinn með því að senda smáskilaboð. Smálánin bera 3.333 prósent vexti.
Fréttir
Skorið niður í myndlistarnámi fólks með þroskahömlun
Í vor mun fyrsti árgangur útskrifast af námsbraut fyrir fólk með þroskahömlun. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur ekki fengið fjárveitingar til að halda náminu áfram næsta haust og að öllu óbreyttu mun námsbrautin leggjast niður.
Fréttir
Grænmetisréttir sem hafa fylgt fjölskyldunni
Jón Yngvi Jóhannsson gaf nýverið út matreiðslubókina Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta, fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Hér segir hann frá því hvernig grænmetisfæðið þróaðist innan fjölskyldunnar.
Fréttir
Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er í framboði til formanns Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík, en félagið hefur gagnrýnt að skólinn fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“. Samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts munu fjárframlög til framhaldsskólastigsins lækka umtalsvert næstu árin.
Fréttir
Spurðu frekar en að taka áhættuna á að nauðga
„Það er í lagi að sofa hjá manneskju, nema þegar hún vill það ekki,“ segir Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum, sem hefur sett saman lista til að hjálpa fólki að átta sig á því hvar mörk í kynferðislegum samskiptum fólks liggja.
Viðtal
Hjálpar eldri borgurum að auka hamingjuna
Ásdís Halldórsdóttir, forstöðumaður heilsu og vellíðanar hjá Sóltúni Heima, útskýrir hvernig leikfimi fyrir eldri borgara geti bætt bæði líkamlega og andlega líðan.
Fréttir
Fara yfir fréttir vikunnar með innflytjendum
Systurnar Sigyn og Snæfríður Jónsdætur fara yfir fréttir vikunnar með innflytjendum. „Stundum veit ég meira um það sem er í gangi hérna en kærastinn minn,“ segir Carlolina Schindler, sem kom til Íslands fyrir ári síðan.
Fréttir
Lifir í gleði eftir fátæktina
Ásta Dís Guðjónsdóttir berst fyrir útrýmingu fátæktar á Íslandi og er gott dæmi um að það sé til ánægjulegt líf eftir erfiðleika.
ÚttektFerðaþjónusta
Friðlýst náttúra óvarin fyrir niðurníðslu
Um 70 til 80 friðlýst náttúrusvæði eru óvarin af landvörðum vegna áherslu yfirvalda. Landvörðum hefur ekki fjölgað nándar nærri jafnmikið og erlendum ferðamönnum og segja sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun að friðlýst svæði liggi undir skemmdum vegna ágangs. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að landvörðum verði fjölgað.
Fréttir
Sigmundur Davíð mætir illa til vinnu - hefur ekki mætt í atkvæðagreiðslu á árinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, hefur aðeins mætt á fimm af nítján fundum í utanríkismálanefnd Alþingis. Í þau skipti sem hann hefur mætt hefur hann alltaf verið seinn nema einu sinni. Hann var seinast viðstaddur atkvæðagreiðslu á Alþingi þann 22. desember á seinasta ári.
Fréttir
Áhrifarík auglýsing Icelandair stangast á við raunveruleika fyrirtækisins
Í nýrri auglýsingu Icelandair sést birtingarmynd misréttis í skófatnaði, þar sem stelpa fær glimmerskó en strákur fótboltaskó. Á sama tíma skyldar Icelandair kvenkyns starfsmenn sína til að klæðast hælaskóm í vinnunni og bera andlitsfarða eftir ströngum reglum um kynbundið útlit og klæðaburð. Engin kona er í yfirstjórn Icelandair.
Fréttir
Landlæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vara við stefnu ríkisstjórnarinnar
Birgir Jakobsson landlæknir segir að aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu ógni öryggi sjúklinga. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ríkisstjórnina skapa rekstrargrundvöll fyrir einkarekstur með fjársveltu heilbrigðiskerfi.
FréttirHúsnæðismál
Auðveldara var fyrir mömmu og pabba að kaupa fasteign
Síðasta aldarfjórðung hefur orðið erfiðara að eiga fyrir útborgun á sinni fyrstu fasteign og sífellt enda fleiri á leigumarkaðnum. Bilið milli kynslóðanna stækkar og segja þær mæðgur, Katrín Helena Jónsdóttir og Fríða Jónsdóttir, frá ólíkri reynslu sinni á húsnæðis- og leigumarkaðinum með þrjátíu ára millibili.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.