1
Yuri dreifir stolnu efni
Smáís, Samtök myndrétthafa á Íslandi, birtu umdeilda auglýsingu í Fréttablaðinu árið 2012. Þar var mynd af þéttvöxnum, broddaklipptum hvítum karli í fráhnepptri skyrtu og með sólgleraugu að reykja vindil: „Yuri dreifir stolnu efni til þúsunda Íslendinga í hverjum mánuði. Ert þú í viðskiptum?“ Snúið var upp á auglýsinguna með nýjum texta: „Smáís dreifir rasísku efni til þúsunda Íslendinga. Ert þú í viðskiptum?“ Bent var á að mismunun skaði íslenskt samfélag, ekki síst þá sem verða fyrir fordómum. Framkvæmdastjóri Smáís sagði viðbrögðin óvænt en auglýsingin hefði þurft að vera harkaleg. „Þarna var enski boltinn að byrja og þar eru miklir hagsmunir í húfi.“
2Pappalöggur Sólveigar Pétursdóttur
Árið 2000 kom upp sú hugmynd að setja upp eftirlíkingar af lögregluþjónum úr pappa til að draga úr hraðakstri. Í tíð Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra voru pappalöggurnar settar upp við vegakanta fjölfarinna gatna með það að markmiði að auka meðvitund …
Athugasemdir