Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, gagnrýnir fjármálastefnu stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu harðlega í minnihlutaáliti um fjármálaáætlun sem birtist á vef Alþingis í gær. Þar segir að á fáum sviðum bregðist stjórnvöld væntingum landsmanna hrapallegar en í fjárveitingum til sjúkrahúsþjónustu, þar sem fjárveitingar séu settar fram á óskýran hátt, gert sé ráð fyrir auknu umfangi einkareksturs og að útgjöld til heilbrigðisþjónustu séu langt frá þeim fyrirheitum sem ríkisstjórnarflokkanir gáfu í aðdraganda kosninga.
„En lítið verður um efndir“
Skömmu fyrir kosningar skrifuðu um 86 þúsund manns undir áskorun Kára Stefánssonar þess efnis að útgjöld til heilbrigðismála yrðu aukin upp í 11 prósent af vergri landsframleiðslu. „Þörfin er ljós, vitneskja um vilja almennings liggur fyrir og stjórnarliðar gáfu mikilfenglegar yfirlýsingar um endurbætur á heilbrigðiskerfinu þegar þeir gerðu hosur sínar grænar fyrir kjósendum í aðdraganda alþingiskosninganna sem haldnar voru 29. október 2016. En lítið verður um efndir, það blasir við þegar ráðið …
Athugasemdir