Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Áhrifarík auglýsing Icelandair stangast á við raunveruleika fyrirtækisins

Í nýrri aug­lýs­ingu Icelanda­ir sést birt­ing­ar­mynd mis­rétt­is í skófatn­aði, þar sem stelpa fær glimmer­skó en strák­ur fót­bolta­skó. Á sama tíma skyld­ar Icelanda­ir kven­kyns starfs­menn sína til að klæð­ast hæla­skóm í vinn­unni og bera and­lits­farða eft­ir ströng­um regl­um um kyn­bund­ið út­lit og klæða­burð. Eng­in kona er í yf­ir­stjórn Icelanda­ir.

Áhrifarík auglýsing Icelandair stangast á við raunveruleika fyrirtækisins
Glimmerskó í jólagjöf Auglýsing Icelandair um stelpurnar okkar hefur vakið gríðarlega athygli.

Ný auglýsing Icelandair, sem fjallar um kynjamisrétti í knattspyrnuiðkun á Íslandi, hefur hlotið góðar viðtökur, en félagið sjálft hefur hins vegar verið gagnrýnt fyrir sambærilegt misrétti og bent er á í auglýsingunni.

Í auglýsingunni birtist misréttið meðal annars í skófatnaði, þar sem stúlku sem langar í fótboltaskó fær glimmerskó í jólagjöf, en bróðir hennar fótboltaskó.

Strangar reglur um skóklæðnað starfsmanna

Strangar reglur gilda um skófatnað hjá Icelandair. Kvenkyns starfsmönnum er skylt að klæðast hælaskóm í vinnunni, einnig á skrifstofu félagsins, en karlkyns starfsmenn klæðast flatbotna skóm.

FlugfreyjaIcelandair gerir strangar kröfur um klæðaburð flugfreyja.

Hjá Icelandair er kvenkyns flugfreyjum skyldaðar að klæðast hælaskóm, vera með varalit eða varagloss og naglalakki í sama lit. Karlkyns flugþjónum er hins vegar óheimilt að mæta með förðun og skulu vera í lágbotna skóm. 

Stundin hefur fjallaði ítarlega um þær ströngu reglur ríkja um útlit og klæðaburð starfsmanna hjá Icelandair, þar sem mismunandi kröfur eru gerðar eftir kyni og stöðu starfsmanna. Bæklunarlæknir sem Stundin ræddi við, sagði að of mikil notkun á hælaskóm geti verið heilsuspillandi. En auk þess að skylda konur til að vinna í hælaskóm segja reglurnar til að mynda um hvernig flugfreyjur klippa á sér hárið, hvernig skartgripi þær bera og hvernig nærfötin sem þær klæðast eru á litinn.

Flugfreyja, sem Stundin ræddi þá við, var ósátt við að hafa ekki val um að klæðast flatbotna skóm. „Ég væri til í að hafa val um það þegar ég er þreytt eða ekki í stuði til þess að ganga á háum hælum,“ sagði hún.

Engin kona í yfirstjórn Icelandair

Engin kona er í yfirstjórn Icelandair, sem samsett er af helstu stjórnendum félagsins. Í stjórn félagsins eru hins vegar tvær konur, enda hafa verið innleidd lög sem skylda félög með 50 starfsmenn eða fleiri til að hafa minnst 40 prósent hvors kyns í stjórn.

Auglýsing Icelandair var frumsýnd í auglýsingahléi í Eurovision í gærkvöld og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, þar sem margir hafa lýst því yfir að hafa grátið yfir boðskap hennar. Nokkrir hafa hins vegar bent á þá mótsögn sem felst í þeim skilaboðum sem Icealandair sendir til almennings.

Gagnrýni á samfélagsmiðlum

Á Twitter skrifaði Þórunn Ólafsdóttir: „Flott auglýsing Icelandair en það er engin kona í yfirstjórn fyrirtækisins og flugfreyjur þurfa enn að vera í hælaskóm í vinnunni. Í alvöru?“  

Á Facebook spyr Hildur Knútsdóttir rithöfundur þess sama: „Það er mjög gaman að Icelandair hafi gert auglýsingu um hvað það er fáránlegt að stelpu sem langi í fótboltaskó fái bara einhverja glimmerspariskó í jólagjöf. Og hvernig væri þá að þeir tækju sig líka til og hættu að neyða alla kvenkyns flugþjóna í hælaskó?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár