Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Áhrifarík auglýsing Icelandair stangast á við raunveruleika fyrirtækisins

Í nýrri aug­lýs­ingu Icelanda­ir sést birt­ing­ar­mynd mis­rétt­is í skófatn­aði, þar sem stelpa fær glimmer­skó en strák­ur fót­bolta­skó. Á sama tíma skyld­ar Icelanda­ir kven­kyns starfs­menn sína til að klæð­ast hæla­skóm í vinn­unni og bera and­lits­farða eft­ir ströng­um regl­um um kyn­bund­ið út­lit og klæða­burð. Eng­in kona er í yf­ir­stjórn Icelanda­ir.

Áhrifarík auglýsing Icelandair stangast á við raunveruleika fyrirtækisins
Glimmerskó í jólagjöf Auglýsing Icelandair um stelpurnar okkar hefur vakið gríðarlega athygli.

Ný auglýsing Icelandair, sem fjallar um kynjamisrétti í knattspyrnuiðkun á Íslandi, hefur hlotið góðar viðtökur, en félagið sjálft hefur hins vegar verið gagnrýnt fyrir sambærilegt misrétti og bent er á í auglýsingunni.

Í auglýsingunni birtist misréttið meðal annars í skófatnaði, þar sem stúlku sem langar í fótboltaskó fær glimmerskó í jólagjöf, en bróðir hennar fótboltaskó.

Strangar reglur um skóklæðnað starfsmanna

Strangar reglur gilda um skófatnað hjá Icelandair. Kvenkyns starfsmönnum er skylt að klæðast hælaskóm í vinnunni, einnig á skrifstofu félagsins, en karlkyns starfsmenn klæðast flatbotna skóm.

FlugfreyjaIcelandair gerir strangar kröfur um klæðaburð flugfreyja.

Hjá Icelandair er kvenkyns flugfreyjum skyldaðar að klæðast hælaskóm, vera með varalit eða varagloss og naglalakki í sama lit. Karlkyns flugþjónum er hins vegar óheimilt að mæta með förðun og skulu vera í lágbotna skóm. 

Stundin hefur fjallaði ítarlega um þær ströngu reglur ríkja um útlit og klæðaburð starfsmanna hjá Icelandair, þar sem mismunandi kröfur eru gerðar eftir kyni og stöðu starfsmanna. Bæklunarlæknir sem Stundin ræddi við, sagði að of mikil notkun á hælaskóm geti verið heilsuspillandi. En auk þess að skylda konur til að vinna í hælaskóm segja reglurnar til að mynda um hvernig flugfreyjur klippa á sér hárið, hvernig skartgripi þær bera og hvernig nærfötin sem þær klæðast eru á litinn.

Flugfreyja, sem Stundin ræddi þá við, var ósátt við að hafa ekki val um að klæðast flatbotna skóm. „Ég væri til í að hafa val um það þegar ég er þreytt eða ekki í stuði til þess að ganga á háum hælum,“ sagði hún.

Engin kona í yfirstjórn Icelandair

Engin kona er í yfirstjórn Icelandair, sem samsett er af helstu stjórnendum félagsins. Í stjórn félagsins eru hins vegar tvær konur, enda hafa verið innleidd lög sem skylda félög með 50 starfsmenn eða fleiri til að hafa minnst 40 prósent hvors kyns í stjórn.

Auglýsing Icelandair var frumsýnd í auglýsingahléi í Eurovision í gærkvöld og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, þar sem margir hafa lýst því yfir að hafa grátið yfir boðskap hennar. Nokkrir hafa hins vegar bent á þá mótsögn sem felst í þeim skilaboðum sem Icealandair sendir til almennings.

Gagnrýni á samfélagsmiðlum

Á Twitter skrifaði Þórunn Ólafsdóttir: „Flott auglýsing Icelandair en það er engin kona í yfirstjórn fyrirtækisins og flugfreyjur þurfa enn að vera í hælaskóm í vinnunni. Í alvöru?“  

Á Facebook spyr Hildur Knútsdóttir rithöfundur þess sama: „Það er mjög gaman að Icelandair hafi gert auglýsingu um hvað það er fáránlegt að stelpu sem langi í fótboltaskó fái bara einhverja glimmerspariskó í jólagjöf. Og hvernig væri þá að þeir tækju sig líka til og hættu að neyða alla kvenkyns flugþjóna í hælaskó?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár