„Hláturinn hefur hjálpað mér að breyta viðhorfum mínum til lífsins,“ segir Þórdís Sigurðardóttir hláturþjálfari.
Með því að brosa og hlæja meira er hægt að auka vellíðan og umbreyta sársauka í gleði, útskýrir Þórdís. „Ég legg mig fram við að brosa mikið á hverjum degi, bæði til fólks og á móti sjálfri mér í speglinum,“ segir Þórdís hlæjandi.
Glaðlegt andlit og broshrukkur
„Ég fann að ég þurfti að breyta einhverju í lífi mínu. Ég var orðin of alvörugefin og andlitið mitt var farið að einkennast af reiðihrukkum og reiðisvip. Áður var ég mikil hlátursdós en í gegnum áföll á lífsleiðinni týndi ég þessum náttúrulega hlátri sem bjó innan í mér. Ég fann að þessu þurfti ég að breyta, ég vildi fá glaðlegt andlit og broshrukkur. Ég ákvað því að byrja að hlæja og brosa meira,“ segir Þórdís sem hefur meira og minna verið hlæjandi síðan í september 2015.
Þórdís fær fólk …
Athugasemdir