Útksriftarsýning Myndlistaskólans í Reykjavík, var sett með pomp og prakt síðastliðinn fimmtudag. Í fyrsta sinn í vor munu tólf listnemar útskrifast af námsbraut fyrir fólk með þroskahömlun. Listnemarnir tólf sýndu afrakstur vetrarins með hinum ýmsu miðlunarformum sem myndlistin býður upp á
Útkskriftarnemarnir sækja innblástur úr ýmsum áttum. Þær Elín Fanney og Gígja Garðarsdóttir eiga það hins vegar sameiginlegt að nota lagatexta í verkum sínum. Elín Fanney tengir tilfinningatjáningu rokksins og sérstaklega við róttæka texta þungarokksins. Gígja sækir hins vegar innblástur sinn í popptónlist og þá sérstaklega í erlendar hljómsveitir. „Ég elska strákahljómsveitir,“segir hún þegar hún kynnir vídeóverkið fyrir blaðamanni. Um er að ræða litríkt tónlistarmyndband með lag og texta eftir Gígju, sem hún vann í forritinu Garage band.
Ólík staða listafólks
Vegna niðurskurðar til menntamála fatlaðs fólks getur Myndlistaskólinn í Reykjavík ekki boðið …
Athugasemdir