Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra er í fram­boði til for­manns Holl­vina­fé­lags Mennta­skól­ans í Reykja­vík, en fé­lag­ið hef­ur gagn­rýnt að skól­inn fái „lægri fram­lög en sam­bæri­leg­ir skól­ar“. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un Bene­dikts munu fjár­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins lækka um­tals­vert næstu ár­in.

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra vill hagsmunafélag fyrrverandi nemenda við Menntaskólann í Reykjavík. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Félagið hefur gagnrýnt að MR fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“ í fjárlögum, en næsta haust kemur það einmitt í hlut Benedikts sjálfs að leggja fram frumvarp til fjárlaga.  

 

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. 

Benedikt er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefni Menntaskólans í Reykjavík varða, því Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefur einnig kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Aðalfundur þess fer fram 27. maí næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skrifar sjálfur á vef Menntaskólans í Reykjavík. 

„Langvarandi fjársvelti“

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað þann 1. desember árið 2013 og hefur Benedikt gegnt formannshlutverki frá stofnun þess. Fyrsta verk félagsins var að skora á Alþingi að tryggja MR viðunandi fjárframlög við afgreiðslu fjárlaga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár