Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra er í fram­boði til for­manns Holl­vina­fé­lags Mennta­skól­ans í Reykja­vík, en fé­lag­ið hef­ur gagn­rýnt að skól­inn fái „lægri fram­lög en sam­bæri­leg­ir skól­ar“. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un Bene­dikts munu fjár­fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins lækka um­tals­vert næstu ár­in.

Vill leiða Hollvinafélag MR meðan hann sker niður til framhaldsskóla
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra vill hagsmunafélag fyrrverandi nemenda við Menntaskólann í Reykjavík. Mynd: Pressphotos

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Félagið hefur gagnrýnt að MR fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“ í fjárlögum, en næsta haust kemur það einmitt í hlut Benedikts sjálfs að leggja fram frumvarp til fjárlaga.  

 

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. 

Benedikt er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefni Menntaskólans í Reykjavík varða, því Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefur einnig kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Aðalfundur þess fer fram 27. maí næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skrifar sjálfur á vef Menntaskólans í Reykjavík. 

„Langvarandi fjársvelti“

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað þann 1. desember árið 2013 og hefur Benedikt gegnt formannshlutverki frá stofnun þess. Fyrsta verk félagsins var að skora á Alþingi að tryggja MR viðunandi fjárframlög við afgreiðslu fjárlaga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár