Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, gefur kost á sér til endurkjörs sem formaður Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík. Félagið hefur gagnrýnt að MR fái „lægri framlög en sambærilegir skólar“ í fjárlögum, en næsta haust kemur það einmitt í hlut Benedikts sjálfs að leggja fram frumvarp til fjárlaga.
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Benedikt kynnti í apríl, verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin og árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar.
Benedikt er ekki eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem lætur sig málefni Menntaskólans í Reykjavík varða, því Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, gefur einnig kost á sér til stjórnarsetu í félaginu. Aðalfundur þess fer fram 27. maí næstkomandi að því er fram kemur í tilkynningu sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skrifar sjálfur á vef Menntaskólans í Reykjavík.
„Langvarandi fjársvelti“
Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað þann 1. desember árið 2013 og hefur Benedikt gegnt formannshlutverki frá stofnun þess. Fyrsta verk félagsins var að skora á Alþingi að tryggja MR viðunandi fjárframlög við afgreiðslu fjárlaga
Athugasemdir