Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lifir í gleði eftir fátæktina

Ásta Dís Guð­jóns­dótt­ir berst fyr­ir út­rým­ingu fá­tækt­ar á Ís­landi og er gott dæmi um að það sé til ánægju­legt líf eft­ir erf­ið­leika.

Lifir í gleði eftir fátæktina
Hláturmild Ásta Dís segir að þessi mynd lýsi henni vel eins og hún er í dag: „Oftast hlæjandi.“

„Ég verð stundum eins og barn í leikfangabúð þegar ég kem inn í matvöruverslun og veit að ég get leyft mér að kaupa ekki bara brýnustu nauðsynjar og stundum sting ég í körfuna einhverju sem mig vantar alls ekki bara af því að ég get það. Þetta eru sálræn eftirköst af fátækt svipað og amman sem bar alltaf svo mikið á borð af því að hún gat aldrei gleymt því þegar hún svalt heilu hungri sem barn,“ segir Ásta Dís Guðjónsdóttir í samtali við blaðamann Stundarinnar.

Frá því árið 2012 hefur Ásta Dís barist gegn fátækt með þátttöku í samtökunum Pepp Ísland, samtök gegn fátækt. Hún fagnar því að loksins sé umræðan um fátækt að opnast á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að stoppa þennan vítahring og koma í veg fyrir að börn alist upp við þessar aðstæður. Það er hægt og við verðum að útrýma fátækt og hætta að skila brotnum einstaklingum inn í samfélagið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Fátækt er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing pólitískra ákvarðana og þeim má breyta.“

„Ég er gott dæmi um að það er til ánægjulegt líf eftir erfiðleika og ég vona að þeir sem eru í erfiðum aðstæðum hafi samband við okkur í gegnum Facebook-síðu Pepp Ísland, samtök gegn fátækt, í gegnum lokaða hópinn okkar Baráttuhópur gegn fátækt, samvinna og jákvæðni er lykilatriði, eða mæti á Peppfund en sá næsti verður 10. maí kl. 16.00 á neðri hæðinni í Gerðubergi í Breiðholti.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu