Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lifir í gleði eftir fátæktina

Ásta Dís Guð­jóns­dótt­ir berst fyr­ir út­rým­ingu fá­tækt­ar á Ís­landi og er gott dæmi um að það sé til ánægju­legt líf eft­ir erf­ið­leika.

Lifir í gleði eftir fátæktina
Hláturmild Ásta Dís segir að þessi mynd lýsi henni vel eins og hún er í dag: „Oftast hlæjandi.“

„Ég verð stundum eins og barn í leikfangabúð þegar ég kem inn í matvöruverslun og veit að ég get leyft mér að kaupa ekki bara brýnustu nauðsynjar og stundum sting ég í körfuna einhverju sem mig vantar alls ekki bara af því að ég get það. Þetta eru sálræn eftirköst af fátækt svipað og amman sem bar alltaf svo mikið á borð af því að hún gat aldrei gleymt því þegar hún svalt heilu hungri sem barn,“ segir Ásta Dís Guðjónsdóttir í samtali við blaðamann Stundarinnar.

Frá því árið 2012 hefur Ásta Dís barist gegn fátækt með þátttöku í samtökunum Pepp Ísland, samtök gegn fátækt. Hún fagnar því að loksins sé umræðan um fátækt að opnast á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að stoppa þennan vítahring og koma í veg fyrir að börn alist upp við þessar aðstæður. Það er hægt og við verðum að útrýma fátækt og hætta að skila brotnum einstaklingum inn í samfélagið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Fátækt er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing pólitískra ákvarðana og þeim má breyta.“

„Ég er gott dæmi um að það er til ánægjulegt líf eftir erfiðleika og ég vona að þeir sem eru í erfiðum aðstæðum hafi samband við okkur í gegnum Facebook-síðu Pepp Ísland, samtök gegn fátækt, í gegnum lokaða hópinn okkar Baráttuhópur gegn fátækt, samvinna og jákvæðni er lykilatriði, eða mæti á Peppfund en sá næsti verður 10. maí kl. 16.00 á neðri hæðinni í Gerðubergi í Breiðholti.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár