Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lifir í gleði eftir fátæktina

Ásta Dís Guð­jóns­dótt­ir berst fyr­ir út­rým­ingu fá­tækt­ar á Ís­landi og er gott dæmi um að það sé til ánægju­legt líf eft­ir erf­ið­leika.

Lifir í gleði eftir fátæktina
Hláturmild Ásta Dís segir að þessi mynd lýsi henni vel eins og hún er í dag: „Oftast hlæjandi.“

„Ég verð stundum eins og barn í leikfangabúð þegar ég kem inn í matvöruverslun og veit að ég get leyft mér að kaupa ekki bara brýnustu nauðsynjar og stundum sting ég í körfuna einhverju sem mig vantar alls ekki bara af því að ég get það. Þetta eru sálræn eftirköst af fátækt svipað og amman sem bar alltaf svo mikið á borð af því að hún gat aldrei gleymt því þegar hún svalt heilu hungri sem barn,“ segir Ásta Dís Guðjónsdóttir í samtali við blaðamann Stundarinnar.

Frá því árið 2012 hefur Ásta Dís barist gegn fátækt með þátttöku í samtökunum Pepp Ísland, samtök gegn fátækt. Hún fagnar því að loksins sé umræðan um fátækt að opnast á Íslandi. „Það er svo mikilvægt að stoppa þennan vítahring og koma í veg fyrir að börn alist upp við þessar aðstæður. Það er hægt og við verðum að útrýma fátækt og hætta að skila brotnum einstaklingum inn í samfélagið,“ segir Ásta Dís og bætir við: „Fátækt er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing pólitískra ákvarðana og þeim má breyta.“

„Ég er gott dæmi um að það er til ánægjulegt líf eftir erfiðleika og ég vona að þeir sem eru í erfiðum aðstæðum hafi samband við okkur í gegnum Facebook-síðu Pepp Ísland, samtök gegn fátækt, í gegnum lokaða hópinn okkar Baráttuhópur gegn fátækt, samvinna og jákvæðni er lykilatriði, eða mæti á Peppfund en sá næsti verður 10. maí kl. 16.00 á neðri hæðinni í Gerðubergi í Breiðholti.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár