Fjórðungur innflytjenda hefur ekki efni á jólagjöfum fyrir börn sín
Stór hópur innflytjenda á Íslandi getur ekki greitt fyrir grunnþarfir barna sinna vegna fjárskorts. Laun þeirra eru lág og oft og tíðum upplifa innflytjendur að litla hjálp sé að hafa frá opinberum aðilum. Félagsráðgjafar sveitarfélaganna hafa vísað fólki á Hjálparstarf kirkjunnar.
Fréttir
3
Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Þrátt fyrir að barnafólk á lágmarkslaunum bæti við sig að meðaltali einum klukkutíma á dag í aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimila þeirra verði jákvæður. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tekinn of hár tekjuskattur og upphæðir í bótkerfum eru of lágar.
Fréttir
Samtök fólks í fátækt missa húsnæði sitt
Pepp eða Samtök fólks í fátækt hafa misst húsnæði sitt í Mjóddinni. Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri samtakanna segir mikinn missi af húsnæðinu sem henti starfsemi samtakanna einkar vel.
Viðtal
Bára undirbýr framboð sem fulltrúi fatlaðs fólks á þingi
Aktívistinn og uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir vill hefja stjórnmálaferil með Sósíalistaflokknum.
Fréttir
Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þúsund krónur á mánuði. Meðalleiguverð sambærilegra íbúða er 217 þúsund krónur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spyr hvort forsetahjónin séu föst inni í forréttindabúbblu. Forsetahjónin fengu utanaðkomandi ráðgjöf um markaðsverð.
FréttirCovid-19
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
FréttirCovid-19
Enn engir frístundastyrkir greiddir til barna frá tekjulágum heimilum
13.000 börn eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sem ríkisstjórnin lofaði til að gera þeim kleift að stunda íþróttir og tómstundir í sumar. Engir slíkir styrkir hafa verið greiddir þó hálft ár sé síðan þeim var lofað og fjárheimild til þess hafi legið fyrir í fimm og hálfan mánuð.
Fréttir
Börnum vísað úr leikskóla vegna skuldavanda foreldra þeirra
Átta börn sem hafa fengið boð um leikskólavist í haust fá ekki notið vistunar nema foreldrum takist að ganga frá vanskilum. Búið er að segja upp leikskólavist sjö annarra barna af sömu sökum.
Pistill
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Flökkusögur um fátækt
Mýtur um fátæka í samfélaginu eiga að réttlæta stöðu þeirra.
FréttirCovid-19
Sjálfboðaliðar fara heim til fólks með mat
„Ég sat fyrir framan sjónvarpið með manninum mínum eitt kvöldið og ég ætlaði ekki að sætta mig við að það yrði ekki hægt að hjálpa fólkinu,“ segir Rósa Bragadóttir, sem er ein þeirra sjálfboðaliða sem sinna matarúthlutunum á höfuðborgarsvæðinu á meðan samkomubann er í gildi og mun slysavarnafélagið Landsbjörg keyra vörur heim til fólks. Rósa, sem er öryrki, segir að það að hjálpa öðrum hjálpi sér að líða vel.
Fréttir
Fáar stelpur stunda íþróttir í Efra-Breiðholti
Lítil þátttaka er í skipulögðu íþróttastarfi í póstnúmeri 111. Aðeins rétt rúmlega 11 prósent kvenna búsettra í hverfinu taka þátt. Erfiðleikar við að ná til innflytjenda og efnahagsleg staða líklegir áhrifaþættir.
ViðtalFátækt fólk
Hugarfarið skiptir miklu máli í fátækt
Ásta Dís lýsir lífinu í fátæktargildrunni, hvernig það er að vera með barn og hafa klárað allar þurrvörur úr skápunum. „Það er ákveðið gat í kerfinu sem fólk dettur ofan í og sem er ofboðslega erfitt að koma sér upp úr,“ segir hún.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.