Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota

Þrátt fyr­ir að barna­fólk á lág­marks­laun­um bæti við sig að með­al­tali ein­um klukku­tíma á dag í auka­vinnu dug­ar það ekki til svo rekst­ur heim­ila þeirra verði já­kvæð­ur. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tek­inn of hár tekju­skatt­ur og upp­hæð­ir í bót­kerf­um eru of lág­ar.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Ekki hægt að lifa af lágmarkslaunum Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum á leigumarkaði ná ekki endum saman, samkvæmt kjaragreiningu Eflingar. Stefán Ólafsson er ábyrgðarmaður greiningarinnar.

Einstætt foreldri á lágmarkslaunum er tæknilega gjaldþrota, þar eð kostnaður við framfærslu er um 83 þúsund krónum hærri en tekjur þess og bætur. Hið sama á við um fólk í sambúð með tvö börn; halli rekstrar slíkrar fjölskyldu er tæpar 90 þúsund krónur mánaðarlega. Jafnvel þó fólk á lágmarkslaunum bæti við sig mikilli aukavinnu, 21,5 tímum á mánuði, dugar það ekki til svo heimilsreksturinn nái jafnvægi.

Þetta kemur fram í nýrri útgágu Kjarafrétta Eflingar. Þar kemur fram svart á hvítu að heimili láglauna barnafjölskylda nái ekki endum saman, jafnvel þó þau bæti við sig umtalsverðri aukavinnu. „Lægstu laun eru of lág, af þeim er tekinn alltof hár tekjuskattur og barna- og húsnæðisbætur eru of lágar,“ segir í greiningunni sem Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor er ábyrgðarmaður fyrir.

Tugi þúsunda vantar uppá

Tekið er dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri á sínu framfæri. Fjölskyldan býr í 60 fermetra leiguhúsnæði og hefur aðeins lágmarkslaun, barna- og húsaleigubætur sér til framfærslu. Lægstu laun frá og með 1. janúar síðastliðnum eru 368 þúsund krónur. Þegar lífeyrissjóðsgreiðslur og tekjuskattur hafa verið dregin frá eru útborguð laun 296.089. Barnabætur og húsaleigubætur nema samtals 89.681 krónu og hefur fjölskyldan því 385.770 krónur til framfærslu. Raunar er ekki tekið tillit til þess í þessum útreikningum að einstætt foreldri ætti að fá í það minnsta einfalt meðlag greitt, 38.540 krónur.

Hins vegar er framfærslukostnaður einstæðs foreldris 303.771 króna án húsnæðiskosntaðar, samkvæmt uppreiknuðu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Húsnæðiskostnaður er talinn vera 165 þúsund krónur miðað við meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Því er kostnaður við rekstur heimilisins 468.788 krónur. Mismunur á tekjum og gjöldum nemur því rúmum 83 þúsund krónum á hverjum mánuði. Sé reiknað með að hið einstæða foreldri fái greitt einfalt meðlag lækkar þessi mismunur niður í 44.478 krónur á mánuði.

Einhver skyldi ætla að með því að bæta við sig töluverðri aukavinnu, alls fimm tímum á viku (21,5 klst. á mánuði), gæti einstætt foreldri klofið útgjaldahliðina. Það er þó ekki svo. Þrátt fyrir að tekjur hækki með því upp í 450 þúsund krónur, hækka tekjuskattur einnig, um 30 þúsund krónur. Þannig tekur tekjuskattskerfið yfir þriðjung af auknum tekjum. Lífeyrissjóðsgreiðslur hækka einnig. Með aukavinnunni fer halli á rekstri heimilisins niður í 33.054 krónur. Fái einstætt foreldri greidd meðlag með barni sínu verður rekstur heimilisins hins vegar jákvæður um tæpar 5.500 krónur.

Afkoma einstæðra foreldra á lágmarkslaunumÞrátt fyrir aukavinnu er langt því frá að einstæðir foreldrar nái endum saman.

Aukavinna lækkar húsaleigubætur

Dæmi sambúðarfólks með tvö börn gengur enn síður upp. Þrátt fyrir að tekjur þess séu tvöfalt hærri en einstæðs foreldris þá hækkar annar framfærslukostnaður einnig, ekki síst húnæðiskostnaðurinn sem telst vera 234 þúsund krónur fyrir ívið stærri leiguíbúð, 85 fermetra stóra. Útborguð laun fjölskyldunnar eru rúmar 570 þúsund krónur. Barnabætur er um 11 þúsund krónum hærri en einstæða foreldrisins en húsnæðisbæturnar aðeins lítið eitt hærri, um 3.500 krónum hærri. Heildar ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar nema því 674.485 krónum á mánuði.

„Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu“

Ekki er mjög raunhæft að báðir foreldrar bæti við sig aukavinnu upp á fimm klukkustundir á mánuði. Hafi þeir tök á því engu að síður hækka tekjur þeirra upp í 900 þúsund krónur á mánuði. Iðgjald í lífeyrissjóð hækkar og tekjuskattur hækkar einnig svo eftir til framfærslu standa 668 þúsund krónur í útborguð laun. Barnabætur haldast óbreyttar en húsaleigubætur lækka hins vegar töluvert vegna hærri tekna, um 18 þúsund krónur, og verða 28.528 þúsund krónur. Í heild hefur því fjölskyldan hækkað framfærslu sína um 79.651 krónu, með því að vinna samtals 43 aukavinnutíma á mánuði. Það dugir þó ekki til að kljúfa útgjöld fjölskyldunnar, eftir sem áður er heimilisbókhaldið í mínus, um 9.700 krónur á hverjum mánuði.

Afkoma barnafjölskyldna Þrátt fyrir verulega aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimilisins komist í plús.

Í umfjölluninni er hnykkt á því að því sem næst ómögulegt megi teljast að báðir foreldrar tveggja ungra barna geti bætt við sig svo mikilli aukavinnu. Því er líklegra að annað foreldrið myndi taka á sig meirihluta aukavinnunnar, sem væri veruleg.

Möguleikar barnafjölskyldna á lágmarkslaunum til að ná endum saman felast því í mjög mikilli aukavinnu og því að sætta sig við lakari húsnæðiskost en almennt tíðkast. „Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu og naumt skammtaðar barnabætur og húsnæðisbætur ná ekki að brúa það bil sem þarf.“

Bent er á það í greiningunni að á tímabilinu frá 1988 til 1995 hafi lágmarkslaun á vinnumarkaði verið skattfrjáls í tekjuskattskerfinu. Nú eru hins vegar teknar um 57.000 krónur á mánuði af þeim. „Þannig hefur hækkun tekjuskatts af lágmarkslaunum unnið gegn því að fólk sem er á þeim kjörum geti náð endum saman. Á sama tíma var skattbyrði tekjuhæstu hópanna með mestu fjármagnstekjurnar stórlega lækkuð. Framhald fyrri skattastefnu hefði skilað mun réttlátari útkomu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Skattlagning lágmarkstekna er óforsvaranleg með öllu og hreinlega til skammar. Hún og skering lífeyristekna er það sem ég vona að ylji Sjálfstæðismönnum í gröfinni
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Eg vona að það komi fleiri Sólveigar inn í baráttuna.
    1
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Þarf ekki að fara að ræða við sveitarfélögin?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
3
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
7
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
10
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
7
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár