Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota

Þrátt fyr­ir að barna­fólk á lág­marks­laun­um bæti við sig að með­al­tali ein­um klukku­tíma á dag í auka­vinnu dug­ar það ekki til svo rekst­ur heim­ila þeirra verði já­kvæð­ur. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tek­inn of hár tekju­skatt­ur og upp­hæð­ir í bót­kerf­um eru of lág­ar.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Ekki hægt að lifa af lágmarkslaunum Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum á leigumarkaði ná ekki endum saman, samkvæmt kjaragreiningu Eflingar. Stefán Ólafsson er ábyrgðarmaður greiningarinnar.

Einstætt foreldri á lágmarkslaunum er tæknilega gjaldþrota, þar eð kostnaður við framfærslu er um 83 þúsund krónum hærri en tekjur þess og bætur. Hið sama á við um fólk í sambúð með tvö börn; halli rekstrar slíkrar fjölskyldu er tæpar 90 þúsund krónur mánaðarlega. Jafnvel þó fólk á lágmarkslaunum bæti við sig mikilli aukavinnu, 21,5 tímum á mánuði, dugar það ekki til svo heimilsreksturinn nái jafnvægi.

Þetta kemur fram í nýrri útgágu Kjarafrétta Eflingar. Þar kemur fram svart á hvítu að heimili láglauna barnafjölskylda nái ekki endum saman, jafnvel þó þau bæti við sig umtalsverðri aukavinnu. „Lægstu laun eru of lág, af þeim er tekinn alltof hár tekjuskattur og barna- og húsnæðisbætur eru of lágar,“ segir í greiningunni sem Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor er ábyrgðarmaður fyrir.

Tugi þúsunda vantar uppá

Tekið er dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri á sínu framfæri. Fjölskyldan býr í 60 fermetra leiguhúsnæði og hefur aðeins lágmarkslaun, barna- og húsaleigubætur sér til framfærslu. Lægstu laun frá og með 1. janúar síðastliðnum eru 368 þúsund krónur. Þegar lífeyrissjóðsgreiðslur og tekjuskattur hafa verið dregin frá eru útborguð laun 296.089. Barnabætur og húsaleigubætur nema samtals 89.681 krónu og hefur fjölskyldan því 385.770 krónur til framfærslu. Raunar er ekki tekið tillit til þess í þessum útreikningum að einstætt foreldri ætti að fá í það minnsta einfalt meðlag greitt, 38.540 krónur.

Hins vegar er framfærslukostnaður einstæðs foreldris 303.771 króna án húsnæðiskosntaðar, samkvæmt uppreiknuðu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Húsnæðiskostnaður er talinn vera 165 þúsund krónur miðað við meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Því er kostnaður við rekstur heimilisins 468.788 krónur. Mismunur á tekjum og gjöldum nemur því rúmum 83 þúsund krónum á hverjum mánuði. Sé reiknað með að hið einstæða foreldri fái greitt einfalt meðlag lækkar þessi mismunur niður í 44.478 krónur á mánuði.

Einhver skyldi ætla að með því að bæta við sig töluverðri aukavinnu, alls fimm tímum á viku (21,5 klst. á mánuði), gæti einstætt foreldri klofið útgjaldahliðina. Það er þó ekki svo. Þrátt fyrir að tekjur hækki með því upp í 450 þúsund krónur, hækka tekjuskattur einnig, um 30 þúsund krónur. Þannig tekur tekjuskattskerfið yfir þriðjung af auknum tekjum. Lífeyrissjóðsgreiðslur hækka einnig. Með aukavinnunni fer halli á rekstri heimilisins niður í 33.054 krónur. Fái einstætt foreldri greidd meðlag með barni sínu verður rekstur heimilisins hins vegar jákvæður um tæpar 5.500 krónur.

Afkoma einstæðra foreldra á lágmarkslaunumÞrátt fyrir aukavinnu er langt því frá að einstæðir foreldrar nái endum saman.

Aukavinna lækkar húsaleigubætur

Dæmi sambúðarfólks með tvö börn gengur enn síður upp. Þrátt fyrir að tekjur þess séu tvöfalt hærri en einstæðs foreldris þá hækkar annar framfærslukostnaður einnig, ekki síst húnæðiskostnaðurinn sem telst vera 234 þúsund krónur fyrir ívið stærri leiguíbúð, 85 fermetra stóra. Útborguð laun fjölskyldunnar eru rúmar 570 þúsund krónur. Barnabætur er um 11 þúsund krónum hærri en einstæða foreldrisins en húsnæðisbæturnar aðeins lítið eitt hærri, um 3.500 krónum hærri. Heildar ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar nema því 674.485 krónum á mánuði.

„Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu“

Ekki er mjög raunhæft að báðir foreldrar bæti við sig aukavinnu upp á fimm klukkustundir á mánuði. Hafi þeir tök á því engu að síður hækka tekjur þeirra upp í 900 þúsund krónur á mánuði. Iðgjald í lífeyrissjóð hækkar og tekjuskattur hækkar einnig svo eftir til framfærslu standa 668 þúsund krónur í útborguð laun. Barnabætur haldast óbreyttar en húsaleigubætur lækka hins vegar töluvert vegna hærri tekna, um 18 þúsund krónur, og verða 28.528 þúsund krónur. Í heild hefur því fjölskyldan hækkað framfærslu sína um 79.651 krónu, með því að vinna samtals 43 aukavinnutíma á mánuði. Það dugir þó ekki til að kljúfa útgjöld fjölskyldunnar, eftir sem áður er heimilisbókhaldið í mínus, um 9.700 krónur á hverjum mánuði.

Afkoma barnafjölskyldna Þrátt fyrir verulega aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimilisins komist í plús.

Í umfjölluninni er hnykkt á því að því sem næst ómögulegt megi teljast að báðir foreldrar tveggja ungra barna geti bætt við sig svo mikilli aukavinnu. Því er líklegra að annað foreldrið myndi taka á sig meirihluta aukavinnunnar, sem væri veruleg.

Möguleikar barnafjölskyldna á lágmarkslaunum til að ná endum saman felast því í mjög mikilli aukavinnu og því að sætta sig við lakari húsnæðiskost en almennt tíðkast. „Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu og naumt skammtaðar barnabætur og húsnæðisbætur ná ekki að brúa það bil sem þarf.“

Bent er á það í greiningunni að á tímabilinu frá 1988 til 1995 hafi lágmarkslaun á vinnumarkaði verið skattfrjáls í tekjuskattskerfinu. Nú eru hins vegar teknar um 57.000 krónur á mánuði af þeim. „Þannig hefur hækkun tekjuskatts af lágmarkslaunum unnið gegn því að fólk sem er á þeim kjörum geti náð endum saman. Á sama tíma var skattbyrði tekjuhæstu hópanna með mestu fjármagnstekjurnar stórlega lækkuð. Framhald fyrri skattastefnu hefði skilað mun réttlátari útkomu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Konráð Eyjólfsson skrifaði
  Skattlagning lágmarkstekna er óforsvaranleg með öllu og hreinlega til skammar. Hún og skering lífeyristekna er það sem ég vona að ylji Sjálfstæðismönnum í gröfinni
  0
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Eg vona að það komi fleiri Sólveigar inn í baráttuna.
  1
 • Óskar Guðmundsson skrifaði
  Þarf ekki að fara að ræða við sveitarfélögin?
  -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
2
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
7
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
8
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár