Um árabil hefur ýmis konar úrgangur verið urðaður á urðunarstaðnum Bolöldu í heimildarleysi. Svæðið er skammt frá vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Allt gler Endurvinnslunnar hf. er einnig urðað þar.
Fréttir
3
Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Þrátt fyrir að barnafólk á lágmarkslaunum bæti við sig að meðaltali einum klukkutíma á dag í aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimila þeirra verði jákvæður. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tekinn of hár tekjuskattur og upphæðir í bótkerfum eru of lágar.
Fréttir
Rúmlega 40 milljóna króna arður greiddur út úr starfsemi Skólamatar
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarfélögin kaupa einnig mat af fyrirtækinu fyrir leikskóla en án beinnar kostnaðarþátttöku foreldra. Rúmlega 31 milljón króna hefur verið greidd í arð út úr fasteignafélaginu sem leigir Skólamat aðstöðu. Framkvæmdastjórinn, Jón Axelsson, fagnar spurningum um arðgreiðslurnar en segir að það sé ekki hans að meta réttmæti þeirra.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Óstaðfest Covid smit teppa bráðamóttökuna
Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir þá sjúklinga sem eru grunaðir um að vera með Covid smit reynist erfiðastir á bráðamóttöku. Þá þurfi þeir sjúklingar, sem smitaðir eru af Covid og þurfa á gjörgæsluplássi að halda, að bíða eftir því plássi á „pakkaðri“ bráðamóttöku.
Fréttir
Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar
Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 20 prósent miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða. Fjölgun hefur orðið á tilkynningum um afbrot í flestum brotaflokkum, bæði milli mánaða og miðað við lengri tímabil.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Læknanemar krefjast aðgerða
Tíu læknanemar sendu í gær framkvæmdastjórn Landspítala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun á bráðamóttöku.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
„Ég get bara bent á vandamálið“
Alma D. Möller landlæknir segir hlutverk embættisins að benda á þau vandamál sem upp komi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki á hennar ábyrgð að gera úrbætur, það sé heilbrigðisstofnana og ráðherra að bregðast við.
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn
Landlæknir hefur ítrekað bent á að öryggi sjúklinga sé ógnað
Þegar árið 2018 sendi Alma Möller landlæknir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað vegna ófremdarástands á bráðamóttöku Landspítala. Í maí síðastliðnum lýsti landlæknir því á ný að þjónusta sem veitt væri á bráðamóttöku uppfyllti ekki faglegar kröfur.
Fréttir
Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs
Sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta, bíður enn afgreiðslu á ákærusviði lögreglu. Tíu mál er varða sóttvarnarbrot hafa beðið í meira en fjóra mánuði. Einn virkur dagur er þar til málið kemst í þann flokk.
Fréttir
Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Mun fleiri ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars en að meðaltali síðustu mánuði. Tilkynningar um heimilisofbeldi eru 28 prósent fleiri fyrstu þrjá mánuuði ársins en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Fjöldi fíkniefnabrota hefur rokið upp.
Fréttir
Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Trúnaðarmannaráð Sameykis segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, gera tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum fyrirtækisins samkvæmt kjarasamningum. Það geri hann með því að tala fyrir útvistun á verkefnum Strætó. Jóhannes segir akstur strætisvagna og rekstur þeirra ekki grunnhlutverk Strætó.
Fréttir
Strætó í vondri stöðu og sækir um yfirdrátt
Handbært fé Strætó er uppurið og hefur stjórn félagsins óskað eftir heimild til að taka 300 milljónir króna í yfirdrátt sem „engar líkur eru á að Strætó bs. geti greitt upp í fyrirsjáanlegri framtíð“. KPMG leggur til útvistun á akstri.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.