Um árabil hefur ýmis konar úrgangur verið urðaður á urðunarstaðnum Bolöldu í heimildarleysi. Svæðið er skammt frá vatnsverndarsvæði höfuðborgarbúa. Allt gler Endurvinnslunnar hf. er einnig urðað þar.
Fréttir
3
Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Þrátt fyrir að barnafólk á lágmarkslaunum bæti við sig að meðaltali einum klukkutíma á dag í aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimila þeirra verði jákvæður. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tekinn of hár tekjuskattur og upphæðir í bótkerfum eru of lágar.
Fréttir
Rúmlega 40 milljóna króna arður greiddur út úr starfsemi Skólamatar
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarfélögin kaupa einnig mat af fyrirtækinu fyrir leikskóla en án beinnar kostnaðarþátttöku foreldra. Rúmlega 31 milljón króna hefur verið greidd í arð út úr fasteignafélaginu sem leigir Skólamat aðstöðu. Framkvæmdastjórinn, Jón Axelsson, fagnar spurningum um arðgreiðslurnar en segir að það sé ekki hans að meta réttmæti þeirra.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Óstaðfest Covid smit teppa bráðamóttökuna
Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir þá sjúklinga sem eru grunaðir um að vera með Covid smit reynist erfiðastir á bráðamóttöku. Þá þurfi þeir sjúklingar, sem smitaðir eru af Covid og þurfa á gjörgæsluplássi að halda, að bíða eftir því plássi á „pakkaðri“ bráðamóttöku.
Fréttir
Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar
Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 20 prósent miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða. Fjölgun hefur orðið á tilkynningum um afbrot í flestum brotaflokkum, bæði milli mánaða og miðað við lengri tímabil.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Læknanemar krefjast aðgerða
Tíu læknanemar sendu í gær framkvæmdastjórn Landspítala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun á bráðamóttöku.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
„Ég get bara bent á vandamálið“
Alma D. Möller landlæknir segir hlutverk embættisins að benda á þau vandamál sem upp komi í heilbrigðiskerfinu. Það sé hins vegar ekki á hennar ábyrgð að gera úrbætur, það sé heilbrigðisstofnana og ráðherra að bregðast við.
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn
Landlæknir hefur ítrekað bent á að öryggi sjúklinga sé ógnað
Þegar árið 2018 sendi Alma Möller landlæknir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað vegna ófremdarástands á bráðamóttöku Landspítala. Í maí síðastliðnum lýsti landlæknir því á ný að þjónusta sem veitt væri á bráðamóttöku uppfyllti ekki faglegar kröfur.
Fréttir
Mál Bjarna Ben bíður enn afgreiðslu ákærusviðs
Sóttvarnarbrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta, bíður enn afgreiðslu á ákærusviði lögreglu. Tíu mál er varða sóttvarnarbrot hafa beðið í meira en fjóra mánuði. Einn virkur dagur er þar til málið kemst í þann flokk.
Fréttir
Mikil fjölgun ofbeldis- og fíkniefnabrota
Mun fleiri ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars en að meðaltali síðustu mánuði. Tilkynningar um heimilisofbeldi eru 28 prósent fleiri fyrstu þrjá mánuuði ársins en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár. Fjöldi fíkniefnabrota hefur rokið upp.
Fréttir
Framganga framkvæmdastjóra Strætó furðuleg og ábyrgðarlaus að mati Sameykis
Trúnaðarmannaráð Sameykis segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, gera tilraun til að komast hjá því að greiða starfsmönnum fyrirtækisins samkvæmt kjarasamningum. Það geri hann með því að tala fyrir útvistun á verkefnum Strætó. Jóhannes segir akstur strætisvagna og rekstur þeirra ekki grunnhlutverk Strætó.
Fréttir
Strætó í vondri stöðu og sækir um yfirdrátt
Handbært fé Strætó er uppurið og hefur stjórn félagsins óskað eftir heimild til að taka 300 milljónir króna í yfirdrátt sem „engar líkur eru á að Strætó bs. geti greitt upp í fyrirsjáanlegri framtíð“. KPMG leggur til útvistun á akstri.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.