Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar

Hegn­ing­ar­laga­brot­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölg­ar um 20 pró­sent mið­að við með­al­tal síð­ustu tólf mán­aða. Fjölg­un hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um af­brot í flest­um brota­flokk­um, bæði milli mán­aða og mið­að við lengri tíma­bil.

Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar
Afbrotum fjölgar Fjölgun varð á tilkynningum í flestum brotaflokkum í maí síðastliðnum. Mynd: Af vef lögreglunnar

Afbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í flest öllum flokkum í maí mánuði, borið saman við fyrri mánuð, samkvæmt tölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum um hegningarlagabrot fjölgaði þannig um ríflega 90 á milli mánaða og fjölgar mikið miðað við tólf mánaða meðaltal, um 20 prósent. Alls voru tilkynnt 896 hegningarlagabrot í maí mánuði.  Þeim fjölgar einnig sé horft á sex mánaða meðaltal, um 13 prósent. Það sem af er ári hafa borist 3.846 tilkynningar um hegningarlagabrot, um tvö prósent fleiri en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði milli mánaða en í maí var tilkynnt um 75 tilvik heimilisofbeldis borið saman við 66 tilkynningar mánuðinn á undan. Miðað við sex mánaða meðaltal jukust tilkynningar um heimilisofbeldi um 4 prósent og um 9 prósent miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða. Mikil aukning er á heimilisofbeldi miðað við sama tíma í fyrra en alls hefur verið tilkynnt um 378 tilvik heimilisofbeldis í ár á móti 336 tilvikum á sama tímabili á síðasta ári. Þá hafa borist um 21 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi í ár en bárust að meðaltali ásama tímabili síðastliðin þrjú ár.

40 prósent aukning á tilynntum kynferðisbrotum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 25 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í maí. Það er sjö tilkynningum meira en í apríl mánuði og átta tilkynningum meira en í mars. Engu að síður fækkar slíkum tilkynningum sé miðað við meðaltal síðustu sex mánaða um tólf prósent. Ástæðan er fyrst og fremst sú að gríðarlegur fjöldi kynferðisbrota var tilkynntur til lögreglu í desember mánuði síðastliðnum, alls 79 tilkynningar. Sé horft til meðaltals síðustu tólf mánaða er breytingin engin, og aftur vegur þessi mikli fjöldi tilkynninga í desember hæst þar. Það sem af er ári hafa verið tilkynnt jafn mörg kynferðisbrot og voru tilkynnt á sama tíma síðasta ár, 105 talsins.

Hins vegar varð veruleg aukning á skráðum kynferðisbrotum í maí mánuði, og er þá átt við þau brot sem skráð voru óháð því hvenær brotin voru framin. Í maí mánuði voru tilkynnt 48 kynferðisbrot, 25 fleiri en mánuðinn á undan. Tilkynningum um um kynferðisbrot hefur fjölgað um 40 prósent sé miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða, en breytingin er engu að síður innan útreiknaðra tölfræðimarka. Vegur þar mest mikill fjöldi tilkynninga í nóvember, desember og janúar síðastliðnum. Í þeim mánuðum var tilkynnt um 63, 44 og 70 kynferðisbrot. Það sem af er ári hafa verið skráð 201 kynferðisbrot, 69 fleiri brot en á sama tíma á síðasta ári. Fjöldinn er svipaður og árið 2019 en þá var búið að tilkynna 203 kynferðisbrot á sama tíma.

Fleiri ofbeldisbrot og meira um þjófnaði

Í maí voru skráðar 126 tilkynningar um ofbeldisbrot og fjölgar um 31 milli mánaða. Í flestum tilfellum var um minniháttar líkamsárásir að ræða en þó vou tilkynntar 18 stórfelldar líkamsárásir í mánuðinum. Tilkynningum fjölgaði bæði miðað við sex mánaða meðaltal og tólf mánaða, um 23 prósent í fyrra tilvikinu og 21 prósent í því síðara.

Tilkynningum um þjófnaði fjöglaði um ríflega 60 milli mánaða en 408 þjófnaðir voru tilkynntir í maí. Þjófnuðum fjölgaði mikið miðað við meðaltal síðustu sex mánaða, um 43 prósent og um fjórðung miðað við síðustu tólf mánuði. Fjöldi tilkynninga um innbrot stóð því sem næst í stað, 89 slík voru tilkynnt í maí. Miðað við meðaltal síðustu sex mánaða fjölgaði tilkynningum um innbrot um 26 prósent og um 17 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Skráðum fíkinefnabrotum fjölgaði milli mánaða og er þau einnig fleiri sé miðað við bæði sex og tólf mánaða meðaltal. Hið sama má segja um umferðarlagabrot, um akstur undir áhrifum og eignaspjöll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
2
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Frumvarp sem á að breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag
6
Fréttir

Frum­varp sem á að breyta mennta­kerf­inu eins og við þekkj­um það í dag

Mennta- og barna­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp um inn­gild­andi mennt­un. Á það að tryggja öll­um jöfn tæki­færi inn­an mennta­kerf­is­ins og taka bet­ur ut­an um skól­ana sjálfa. „Oft á tíð­um eru það ekki endi­lega dýr­ustu og þyngstu lausn­irn­ar sem þarf ef við ná­um að koma miklu fyrr inn. Bæði með breyttri nálg­un á við­fangs­efn­ið en líka með því að að­lag­ast því sem við er­um að gera.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
3
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
5
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
9
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
2
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
3
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
5
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
7
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
9
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár